Finnur Freyr: Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir Árni Jóhannsson skrifar 14. desember 2023 22:01 Finnur fer yfir málin með sínum mönnum í leikhléi Vísir / Anton Brink Valur náði að enda fyrri hluta Subway deildar karla á besta veg með því að vinna Njarðvíkinga í leik sem varð spennandi í lokin en bæði lið áttu kannski ekki sinn besta dag. Valur gerði nóg og vann 91-87 sigur sem kemur þeim á topp deildarinnar í að minnsta kosti sólarhring. Finnur var sáttur með sigurinn en var sammála blaðamanni að leikurinn bæri þess merki að liðin væru á leið í jólafrí. „Það er ágætis hugsun. Manni finnst þessir leikir sem eru þeir síðustu fyrir jól verða svona. Allir lemstraðir eftir það sem á undan er gengið og langt síðan það var pása. Ég er gríðarlega sáttur með sigurinn. Miðað við hvernig ástandið er þá skiptir hver einasti sigur máli og það skiptir máli að taka inn sigra.“ En miðað við ástandið á liði Vals, sem hefur átt við meiðsli að glíma, þá hlýtur uppskeran að vera góð en Valur hefur unnið átta leiki af 11. „Klárlega. Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir með þessa stöðu. Þessir þrír leikir sem við töpum þá erum við yfir í hálfleik í þeim öllum, fáum á okkur rosalega körfu í Keflavík og eitthvað þannig. Á sama tíma erum við að ná í sigra eftir að hafa snúið leikjum við og deildin hefur verið dálítið skrýtin. Það er búið að vera rosalega mikið af meiðslum og það hefur einnkennt deildina.. Njarðvíkingar missa Mateo, það er mikið búið að ganga á á Króknum.“ „Svo er það náttúrlega ástandið í Grindavík, bæði meiðsli í byrjun og svo áfram. Stjarnan missir menn í byrjun. Þetta er búið að vera óvanalegt og það þarf einhver að finna skýringu á því. Þetta hefur litað deildina svolítið mikið. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig deildin þróast þegar liðin verða fullmönnuð.“ Það kom í ljós í vikunni að Kári Jónsson myndi að öllum líkindum missa af öllu tímabilinu eftir uppskurð sem hann þurfti að gangast undir. Ætla Valsmenn að bregðast við þeirri stöðu á einhvern hátt? „Þetta fór svona á versta veg. Við vorum búnir undir það að vera án hans í einhvern tíma en svo teygðist það alltaf lengra og lengra og svo kom í ljós að hvíldin var ekki nóg og hann þurfti að fara í aðgerð. Ekki nóg með það að hann dettur út þá fer Daði Lár í Haukana, Benóný fær heilahristing og gæti verið út allt tímabilið. Þannig að þetta eru ekki þeir sem spila mestu mínúturnar en gríðarlega mikilvægir þegar það vantar menn. Svo er Benedikt Blöndal á fæðingardeildinni og við söknum hans. En svo ég svari spurningunni þá erum við að skoða okkar mál og sjáum hvað við getum gert og fundið einhvern sem getur hjálpað liðinu.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87 14. desember 2023 18:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
Finnur var sáttur með sigurinn en var sammála blaðamanni að leikurinn bæri þess merki að liðin væru á leið í jólafrí. „Það er ágætis hugsun. Manni finnst þessir leikir sem eru þeir síðustu fyrir jól verða svona. Allir lemstraðir eftir það sem á undan er gengið og langt síðan það var pása. Ég er gríðarlega sáttur með sigurinn. Miðað við hvernig ástandið er þá skiptir hver einasti sigur máli og það skiptir máli að taka inn sigra.“ En miðað við ástandið á liði Vals, sem hefur átt við meiðsli að glíma, þá hlýtur uppskeran að vera góð en Valur hefur unnið átta leiki af 11. „Klárlega. Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir með þessa stöðu. Þessir þrír leikir sem við töpum þá erum við yfir í hálfleik í þeim öllum, fáum á okkur rosalega körfu í Keflavík og eitthvað þannig. Á sama tíma erum við að ná í sigra eftir að hafa snúið leikjum við og deildin hefur verið dálítið skrýtin. Það er búið að vera rosalega mikið af meiðslum og það hefur einnkennt deildina.. Njarðvíkingar missa Mateo, það er mikið búið að ganga á á Króknum.“ „Svo er það náttúrlega ástandið í Grindavík, bæði meiðsli í byrjun og svo áfram. Stjarnan missir menn í byrjun. Þetta er búið að vera óvanalegt og það þarf einhver að finna skýringu á því. Þetta hefur litað deildina svolítið mikið. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig deildin þróast þegar liðin verða fullmönnuð.“ Það kom í ljós í vikunni að Kári Jónsson myndi að öllum líkindum missa af öllu tímabilinu eftir uppskurð sem hann þurfti að gangast undir. Ætla Valsmenn að bregðast við þeirri stöðu á einhvern hátt? „Þetta fór svona á versta veg. Við vorum búnir undir það að vera án hans í einhvern tíma en svo teygðist það alltaf lengra og lengra og svo kom í ljós að hvíldin var ekki nóg og hann þurfti að fara í aðgerð. Ekki nóg með það að hann dettur út þá fer Daði Lár í Haukana, Benóný fær heilahristing og gæti verið út allt tímabilið. Þannig að þetta eru ekki þeir sem spila mestu mínúturnar en gríðarlega mikilvægir þegar það vantar menn. Svo er Benedikt Blöndal á fæðingardeildinni og við söknum hans. En svo ég svari spurningunni þá erum við að skoða okkar mál og sjáum hvað við getum gert og fundið einhvern sem getur hjálpað liðinu.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87 14. desember 2023 18:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
Leik lokið: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87 14. desember 2023 18:30