Gætum allt eins gefið einkunn fyrir fituprósentu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2023 10:13 Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði. Vísir Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði við háskólann í Agder í Noregi, hefur áhyggjur af stöðu íþróttakennslu á Íslandi. Hann segir námið ekki kenna börnum hvernig best sé að hugsa um heilsuna og njóta þess að hreyfa sig. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Aron Gauti í tilefni af því að hann mun halda fyrirlestur um skólaíþróttir í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 í dag. Hann segist sakna áframhaldandi umræðu um píptest sem hann líkir við að gefa einkunn fyrir fituprósentu. Ekki tekið á vandamálunum „Skólaíþróttir almennt hafa glímt við sömu vandamálin út um allt og það er það sem ég hef í raun og veru séð í mínum rannsóknum að Ísland er ekkert einsdæmi. Það sem er kannski einsdæmi hér er að það hefur enginn tekið á vandamálunum.“ Aron segir að í Noregi og í Svíþjóð hafi miklu fjármagni verið varið í rannsóknir á íþróttakennslu. Þær hafi skilað sér í miklar breytingar á faginu, á námskránni og kennsluháttum. „En hér erum við í raun og veru ennþá í myrkrinu. Það eru engar rannsóknir í gangi og þá er erfitt að vita hver staðan er og þá er í rauninni lítill hvati til þess að framkvæma þessar breytingar sem kannski er þörf á.“ Ekki bara að stunda íþróttir Aron segir að munurinn fyrir börnin sé sá að þeim sé ekki bara kennt hvernig stunda eigi mismunandi íþróttir. Kennarar séu ekki bara uppteknir af því að þau eigi að hreyfa sig í tímunum. „Við erum meira upptekin af því að þau eigi að læra að hreyfa sig, læra af hverju þau eigi að hreyfa sig, þannig að þau geti tekið ábyrgð á eigin heilsu til lengri tíma.“ Aron segir mikinn mun á að gera hluti og að læra eitthvað um þá. Hann nefnir sem dæmi að það sé ekki nóg að spila fótbolta, það þurfi líka að vera æðri markmið og þá þurfi að kenna nemendum að takast á við tilfinningar sínar. Saknar áframhaldandi umræðu um píptest Aron segist sjálfur hafa elskað leikfimi þegar hann var ungur. Hann hafi verið góður í leikfimi og í raun talið sig vita allt sem hann þyrfti að vita áður en hann fór í námið þar sem hann býr í Noregi. „Svo fer maður að setja sig í spor þessara nemenda sem finna sig ekki og þá náttúrulega sjá langflestir, þegar þeir hugsa til baka, að fagið hentar ákveðnum nemendum mun betur og svo eru aðrir sem draga sig í hlé og mörgum finnst fagið hreinlega alveg ömurlegt. Eiga bara slæmar minningar af faginu.“ Í þessu samhengi hafa píptestin verið nefnd sem mörgum finnst niðurlægandi? „Einmitt. Píptestin eru í raun mjög áhugaverð og ég var ánægður þegar umræðan kom upp á sínum tíma. En svo var ég ekki eins ánægður þegar umræðan í raun og veru bara dó,“ segir Aron. Hann segir að það standi í námskránni að það eigi að nota stöðluð próf. Aron segist persónulega vera ósammála því og segir að það sé ekki gert í Noregi í leikfimistímum. Þar megi ekki nota stöðluð próf. „Ef þið mynduð nota mikinn tíma í úthaldsíþróttir og mynduð svo nota píptest sem einhverskonar mat á hversu mikið við höfum bætt okkur eða hversu mikið við höfum lært á einhverju tímabili þá er það allt í lagi,“ segir Aron. „En píp test er í rauninni bara að mæla hvað þú gerir utan skóla og stýrist að miklu leyti af genum. Þannig að við gætum alveg eins mælt BMI eða fituprósentu og gefið einkunn fyrir það.“ Skóla - og menntamál Heilsa Íþróttir barna Grunnskólar Bítið Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Aron Gauti í tilefni af því að hann mun halda fyrirlestur um skólaíþróttir í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 í dag. Hann segist sakna áframhaldandi umræðu um píptest sem hann líkir við að gefa einkunn fyrir fituprósentu. Ekki tekið á vandamálunum „Skólaíþróttir almennt hafa glímt við sömu vandamálin út um allt og það er það sem ég hef í raun og veru séð í mínum rannsóknum að Ísland er ekkert einsdæmi. Það sem er kannski einsdæmi hér er að það hefur enginn tekið á vandamálunum.“ Aron segir að í Noregi og í Svíþjóð hafi miklu fjármagni verið varið í rannsóknir á íþróttakennslu. Þær hafi skilað sér í miklar breytingar á faginu, á námskránni og kennsluháttum. „En hér erum við í raun og veru ennþá í myrkrinu. Það eru engar rannsóknir í gangi og þá er erfitt að vita hver staðan er og þá er í rauninni lítill hvati til þess að framkvæma þessar breytingar sem kannski er þörf á.“ Ekki bara að stunda íþróttir Aron segir að munurinn fyrir börnin sé sá að þeim sé ekki bara kennt hvernig stunda eigi mismunandi íþróttir. Kennarar séu ekki bara uppteknir af því að þau eigi að hreyfa sig í tímunum. „Við erum meira upptekin af því að þau eigi að læra að hreyfa sig, læra af hverju þau eigi að hreyfa sig, þannig að þau geti tekið ábyrgð á eigin heilsu til lengri tíma.“ Aron segir mikinn mun á að gera hluti og að læra eitthvað um þá. Hann nefnir sem dæmi að það sé ekki nóg að spila fótbolta, það þurfi líka að vera æðri markmið og þá þurfi að kenna nemendum að takast á við tilfinningar sínar. Saknar áframhaldandi umræðu um píptest Aron segist sjálfur hafa elskað leikfimi þegar hann var ungur. Hann hafi verið góður í leikfimi og í raun talið sig vita allt sem hann þyrfti að vita áður en hann fór í námið þar sem hann býr í Noregi. „Svo fer maður að setja sig í spor þessara nemenda sem finna sig ekki og þá náttúrulega sjá langflestir, þegar þeir hugsa til baka, að fagið hentar ákveðnum nemendum mun betur og svo eru aðrir sem draga sig í hlé og mörgum finnst fagið hreinlega alveg ömurlegt. Eiga bara slæmar minningar af faginu.“ Í þessu samhengi hafa píptestin verið nefnd sem mörgum finnst niðurlægandi? „Einmitt. Píptestin eru í raun mjög áhugaverð og ég var ánægður þegar umræðan kom upp á sínum tíma. En svo var ég ekki eins ánægður þegar umræðan í raun og veru bara dó,“ segir Aron. Hann segir að það standi í námskránni að það eigi að nota stöðluð próf. Aron segist persónulega vera ósammála því og segir að það sé ekki gert í Noregi í leikfimistímum. Þar megi ekki nota stöðluð próf. „Ef þið mynduð nota mikinn tíma í úthaldsíþróttir og mynduð svo nota píptest sem einhverskonar mat á hversu mikið við höfum bætt okkur eða hversu mikið við höfum lært á einhverju tímabili þá er það allt í lagi,“ segir Aron. „En píp test er í rauninni bara að mæla hvað þú gerir utan skóla og stýrist að miklu leyti af genum. Þannig að við gætum alveg eins mælt BMI eða fituprósentu og gefið einkunn fyrir það.“
Skóla - og menntamál Heilsa Íþróttir barna Grunnskólar Bítið Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira