Margrét sýknuð í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 15. desember 2023 14:27 Margrét Friðriksdóttir er ritstjóri vefsíðunnar frettin.is. Vísir Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Með því sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við en Margrét fór hörðum orðum um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Aðdraganda málsins má rekja til þess að Margrét var stödd ásamt vini sínum á Benzin Café við Grensásveg í ágúst 2018. Fyrir héraðsdómi sagði Margrét að skyndilega hafi tveir menn komið þangað inn og horft undarlega á hana en í ljós hafi komið að faðir Semu Erlu ætti staðinn. „Ég ætla að drepa þig helvítis tíkin þín“ Sema Erla sagðist fyrir dómi hafa ákveðið að fara á Benzin Café til að hitta vinafólk ásamt kærasta sínum. Þegar þau hafi komið á staðinn hafi Margrét staðið fyrir utan og ausið yfir hana svívirðingum, með orðum eins og að hún væri „feit, ljót, norn og ógeðsleg.“ Hún hefði notað íslensku og ensku til skiptist og hótað henni lífláti á báðum tungumálum: „I will kill you fucking bitch.“ Því næst hafi hún kýlt hana í öxlina en vinur Margrétar hafi loks náð að draga hana burt. Rætt var við nokkur vitni, bæði starfsmenn og gesti á kaffihúsinu. Einn gesta sagðist ekki hafa heyrt nákvæm orðaskil en að úr hafi orðið rifrildi fyrir utan staðinn. Hann sagði að Margrét hafi verið ósátt við að vera vísað út af tilefnislausu. Annað vitni, sem hafði engin tengsl við Semu Erlu eða Margréti, sagði Margréti hafa verið „froðufellandi“ af bræði og marghótað að drepa Semu Erlu. Hún hefði notað orðalag eins og að „stúta“ og „kála“ henni. Í héraði var Margrét dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Arnari Þór Jónssyni verjanda sínum rúma milljón í málskostnað. Fór mikinn á samfélagsmiðlum og verjandinn hætti Margrét brást hin versta við dómnum í héraði og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ sagði Margrét í uppfærðri færslu á Facebook daginn eftir. Það varð bæði til þess að Barbara kærði Margréti fyrir meiðyrði og Arnar Þór hætti sem verjandi hennar. Dómsmál Tjáningarfrelsi Reykjavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Með því sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við en Margrét fór hörðum orðum um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Aðdraganda málsins má rekja til þess að Margrét var stödd ásamt vini sínum á Benzin Café við Grensásveg í ágúst 2018. Fyrir héraðsdómi sagði Margrét að skyndilega hafi tveir menn komið þangað inn og horft undarlega á hana en í ljós hafi komið að faðir Semu Erlu ætti staðinn. „Ég ætla að drepa þig helvítis tíkin þín“ Sema Erla sagðist fyrir dómi hafa ákveðið að fara á Benzin Café til að hitta vinafólk ásamt kærasta sínum. Þegar þau hafi komið á staðinn hafi Margrét staðið fyrir utan og ausið yfir hana svívirðingum, með orðum eins og að hún væri „feit, ljót, norn og ógeðsleg.“ Hún hefði notað íslensku og ensku til skiptist og hótað henni lífláti á báðum tungumálum: „I will kill you fucking bitch.“ Því næst hafi hún kýlt hana í öxlina en vinur Margrétar hafi loks náð að draga hana burt. Rætt var við nokkur vitni, bæði starfsmenn og gesti á kaffihúsinu. Einn gesta sagðist ekki hafa heyrt nákvæm orðaskil en að úr hafi orðið rifrildi fyrir utan staðinn. Hann sagði að Margrét hafi verið ósátt við að vera vísað út af tilefnislausu. Annað vitni, sem hafði engin tengsl við Semu Erlu eða Margréti, sagði Margréti hafa verið „froðufellandi“ af bræði og marghótað að drepa Semu Erlu. Hún hefði notað orðalag eins og að „stúta“ og „kála“ henni. Í héraði var Margrét dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Arnari Þór Jónssyni verjanda sínum rúma milljón í málskostnað. Fór mikinn á samfélagsmiðlum og verjandinn hætti Margrét brást hin versta við dómnum í héraði og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ sagði Margrét í uppfærðri færslu á Facebook daginn eftir. Það varð bæði til þess að Barbara kærði Margréti fyrir meiðyrði og Arnar Þór hætti sem verjandi hennar.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Reykjavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira