Brunson bauð upp á alveg hreint ótrúlega nýtingu í leiknum en hann hitti úr níu þriggjastiga skotum í jafn mörgum tilraunum. Alls klikkaði hann aðeins úr sex skotum utan af velli.
Afar fáheyrt er að leikmenn skori jafn mikið úr jafn fáum skottilraunum og fer þessi leikur því í sögubækurnar fyrir mikla skilvirkni Brunson. Hann lét sér þó ekki duga að raða inn stigum heldur var einni stoðsendingu frá tvöfaldri tvennu.
Í lok leiksins fór liðsfélagi hans, Julius Randle, og tryggði það strax að leikboltinn færi ekki á flakk líkt og í metleik Giannis Antetokounmpo á dögunum.
Julius Randle goes above & beyond to make sure Jalen Brunson gets the game ball pic.twitter.com/RlAwOUwFW3
— Rob Perez (@WorldWideWob) December 16, 2023