Fótbolti

Jóla­peysa Jamie Carrag­her stuðaði Gary N­evil­le

Siggeir Ævarsson skrifar
Gary Neville var ekki parhrifinn af peysunni
Gary Neville var ekki parhrifinn af peysunni Skjáskot

Liverpool tekur á móti Manchester United á morgun í ensku úrvalsdeildinni á morgun og ríkir eðli málsins samkvæmt nokkur eftirvænting meðal stuðningsmanna fyrir leiknum.

Síðasta viðureign liðanna varð ansi einhliða og fór Liverpool með 7-0 sigur af hólmi. Þeir Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, og Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, starfa nú saman sem sparkspekingar hjá Sky Sports og stóðs Carragher ekki mátið að skjóta aðeins á Neville.

Carragher mætti í settið í gær í glæsilegri jólapeysu með myndum af þeim félögum og tilvitnunum um leikinn fræga. Neville var ekki sáttur en benti Carragher á að dramb væri falli næst.

„Hann er í peysu sem lyktar af hroka, og hroki er öruggasta leiðin að tapi.“ - sagði Neville í lauslegri þýðingu blaðamanns.

Hvort Carragher er of drambsamur skal ósagt látið. Liverpool hefur aðeins fengið á sig 15 mörk í deildinni og framherjum United virðast allar bjargir bannaðar fyrir framan markið. 

Liðið hefur aðeins skorað 18 mörk í 16 leikjum og þarf að fara alla leið niður í 15. sæti deildarinnar til að finna lið sem hefur skorað færri mörk og raunar hafa aðeins fimm lið skorað færri mörk en United í ár.

Leikur Liverpool og Manchester er á dagskrá á morgun, sunnudag, og hefst hann kl. 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×