Grindavíkurkonur Kanalausar eftir áramót Siggeir Ævarsson skrifar 16. desember 2023 16:34 Danielle Rodriguez í leik gegn Stjörnunni í vetur Vísir/Vilhelm Grindvíkingar geta mögulega gert breytingar á leikmannahópi sínum í Subway-deild kvenna en hin bandaríska Danielle Rodriguez er meðal þeirra 20 einstaklinga sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái íslenskan ríkisborgararétt. Danielle, sem oftast er kölluð Dani, kom fyrst til Íslands árið 2016 þegar hún gekk til liðs við Stjörnuna. Hún lék einnig með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna árið 2020, þá aðeins 27 ára. Hún tók þá svo aftur fram haustið 2022 þegar hún gekk til liðs við Grindavík. Dani hefur töluvert látið til sín taka í þjálfun, ekki síst hjá yngri landsliðum Íslands en síðasta sumar var hún aðalþjálfari U16 stúlkna á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Dani í landsliðsham Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar fer væntanlega á dagskrá þingsins á eftir og er ekki reiknað með að listinn muni taka breytingum í meðförum þingsins. Ríkisborgararéttur til Dani mun þýða að hún verður gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Hvort þetta hafi áhrif á stöðu hennar sem bandarískur leikmaður þetta tímabilið liggur ekki alveg ljóst fyrir. Þar sem hún hóf tímabilið sem bandarískur leikmaður þurfi hún mögulega að ljúka því sem slíkur, óháð nýfengnum ríkisborgararétti. Í reglugerð KKÍ segir: „Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.“ Af þessu er ljóst að Grindavík þarf að fá sérstaka undanþágu frá stjórn KKÍ ef liðið hefur áhuga á að bæta við sig öðrum leikmanni utan EES. Að vísu þarf að setja þann fyrirvara á þessa grein úr reglugerð KKÍ að hún á við um leikmenn sem hafa búið á Íslandi samfellt í þrjú ár. Í öllu falli er ljóst að Dani getur leikið með íslenska landsliðinu sem íslenskur ríkisborgari um leið og lögin taka gildi en mögulega ekki með Grindavík sem íslenskur leikmaður fyrr en á næsta tímabili. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi að þetta væru óvænt tíðindi en að sjálfsögðu gleðileg. Hann vildi þó ekki svara því á þessum tímapunkti hvort Grindavík væri að leitast eftir undanþágu eða hvort látið yrði á það reyna að fá nýjan bandarískan leikmann til liðsins. Lalli fer yfir málin með sínum konumVísir/Hulda Margrét „Dani er ekki að sækja um ríkisborgararétt út af körfubolta heldur af persónulegum ástæðum. Hún hefur búið hérna lengi og komið sér vel fyrir svo að þetta var bara næsta eðlilega skref fyrir hana persónulega.“ „Ég gerði ekki ráð fyrir því að hún yrði íslenskur ríkisborgari þetta tímabilið og skipulagði liðið út frá því. Þannig að ég veit ekki hvað við munum gera í framhaldinu. Það er jólafrí núna, við tökum stöðuna betur á þessu fljótlega.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira
Danielle, sem oftast er kölluð Dani, kom fyrst til Íslands árið 2016 þegar hún gekk til liðs við Stjörnuna. Hún lék einnig með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna árið 2020, þá aðeins 27 ára. Hún tók þá svo aftur fram haustið 2022 þegar hún gekk til liðs við Grindavík. Dani hefur töluvert látið til sín taka í þjálfun, ekki síst hjá yngri landsliðum Íslands en síðasta sumar var hún aðalþjálfari U16 stúlkna á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Dani í landsliðsham Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar fer væntanlega á dagskrá þingsins á eftir og er ekki reiknað með að listinn muni taka breytingum í meðförum þingsins. Ríkisborgararéttur til Dani mun þýða að hún verður gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Hvort þetta hafi áhrif á stöðu hennar sem bandarískur leikmaður þetta tímabilið liggur ekki alveg ljóst fyrir. Þar sem hún hóf tímabilið sem bandarískur leikmaður þurfi hún mögulega að ljúka því sem slíkur, óháð nýfengnum ríkisborgararétti. Í reglugerð KKÍ segir: „Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.“ Af þessu er ljóst að Grindavík þarf að fá sérstaka undanþágu frá stjórn KKÍ ef liðið hefur áhuga á að bæta við sig öðrum leikmanni utan EES. Að vísu þarf að setja þann fyrirvara á þessa grein úr reglugerð KKÍ að hún á við um leikmenn sem hafa búið á Íslandi samfellt í þrjú ár. Í öllu falli er ljóst að Dani getur leikið með íslenska landsliðinu sem íslenskur ríkisborgari um leið og lögin taka gildi en mögulega ekki með Grindavík sem íslenskur leikmaður fyrr en á næsta tímabili. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi að þetta væru óvænt tíðindi en að sjálfsögðu gleðileg. Hann vildi þó ekki svara því á þessum tímapunkti hvort Grindavík væri að leitast eftir undanþágu eða hvort látið yrði á það reyna að fá nýjan bandarískan leikmann til liðsins. Lalli fer yfir málin með sínum konumVísir/Hulda Margrét „Dani er ekki að sækja um ríkisborgararétt út af körfubolta heldur af persónulegum ástæðum. Hún hefur búið hérna lengi og komið sér vel fyrir svo að þetta var bara næsta eðlilega skref fyrir hana persónulega.“ „Ég gerði ekki ráð fyrir því að hún yrði íslenskur ríkisborgari þetta tímabilið og skipulagði liðið út frá því. Þannig að ég veit ekki hvað við munum gera í framhaldinu. Það er jólafrí núna, við tökum stöðuna betur á þessu fljótlega.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira