Fyrir leikinn í kvöld voru Willum og félagar án sigurs í síðustu þremur leikjum og voru í 6. sæti deildarinnar. Mótherjarnir í Excelsior voru hins vegar í 12. sæti.
Willum Þór var í byrjunarliði Go Ahead Eagles sem náðu forystunni á 54. mínútu með marki frá Jamal Amofa. Flest benti til þess að gestirnir myndu næla í stigin þrjú en sjö mínútum fyrir leikslok jafnaði Oscar Uddenas fyrir heimamenn.
Lokatölur 1-1 og Willum og félagar áfram í 6. sæti og eru stigi á eftir stórliði Ajax sem situr í 5. sæti.