Nýliði í hópi Snorra Steins: Valdi Andra, Einar Þorstein og Þorstein Leó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2023 11:15 Andri Már Rúnarsson er óvænt í æfingahópi Íslands fyrir EM. Vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag tuttugu manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem fram fer í næsta mánuði. Snorri ætlar að fara með átján leikmenn út á Evrópumeistaramótið og þetta er því æfingahópur. Tveir leikmenn detta því út áður en Snorri velur lokahóp sinn fyrir mótið í janúar. Snorri valdi óvænt nýliða í hópinn því Andri Már Rúnarsson hjá þýska liðinu Leipzig er valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa enn ekki spilað landsleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og er í hópnum sem eru frábærar fréttir. Snorri talaði um það á fundinum að Elvar Örn Jónsson sé tæpur, að Magnús Óli Magnússon sé meiddur og Elvar Ásgeirsson gefi ekki kost á sér þar sem að kona hans á von á barni á sama tíma. Hann hafi hrifist af Andra í leikjum hans með unglingalandsliðinu og ákvað að gefa honum tækifæri þrátt fyrir enga reynslu. Erfiðasta ákvörðun Snorra var að fara bara út með tvo markmenn en Ágúst Elí Björgvinsson er ekki í hópnum. Ísland er í erfiðum riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi en fyrsti leikurinn er á móti Serbum. Aðeins tvö lið komast áfram í milliriðilinn. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 27. desember og liðið heldur svo til Austurríkis 5. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki í gegn Austurríki 6. og 8. janúar í Vínarborg og Linz áður en haldið verður til München í Þýskalandi. Snorri hafði áður valið 35 manna úrtakshóp og það var því vitað að aðeins leikmennirnir á þeim lista kæmu til greina. Snorri getur valið sextán leikmenn til að hafa skýrslu á hverjum leik. Hann má síðan gera tvær breytingar á hópnum fyrir milliriðlana og svo aftur tvær breytingar fyrir leikina um sæti. EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35) EM 2024 í handbolta Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Snorri ætlar að fara með átján leikmenn út á Evrópumeistaramótið og þetta er því æfingahópur. Tveir leikmenn detta því út áður en Snorri velur lokahóp sinn fyrir mótið í janúar. Snorri valdi óvænt nýliða í hópinn því Andri Már Rúnarsson hjá þýska liðinu Leipzig er valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa enn ekki spilað landsleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og er í hópnum sem eru frábærar fréttir. Snorri talaði um það á fundinum að Elvar Örn Jónsson sé tæpur, að Magnús Óli Magnússon sé meiddur og Elvar Ásgeirsson gefi ekki kost á sér þar sem að kona hans á von á barni á sama tíma. Hann hafi hrifist af Andra í leikjum hans með unglingalandsliðinu og ákvað að gefa honum tækifæri þrátt fyrir enga reynslu. Erfiðasta ákvörðun Snorra var að fara bara út með tvo markmenn en Ágúst Elí Björgvinsson er ekki í hópnum. Ísland er í erfiðum riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi en fyrsti leikurinn er á móti Serbum. Aðeins tvö lið komast áfram í milliriðilinn. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 27. desember og liðið heldur svo til Austurríkis 5. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki í gegn Austurríki 6. og 8. janúar í Vínarborg og Linz áður en haldið verður til München í Þýskalandi. Snorri hafði áður valið 35 manna úrtakshóp og það var því vitað að aðeins leikmennirnir á þeim lista kæmu til greina. Snorri getur valið sextán leikmenn til að hafa skýrslu á hverjum leik. Hann má síðan gera tvær breytingar á hópnum fyrir milliriðlana og svo aftur tvær breytingar fyrir leikina um sæti. EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35)
EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35)
EM 2024 í handbolta Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira