„Þetta er frábært lið“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 18:02 Valdimar Þór Ingimundarson vill fagna bikurum eins og þeim sem hann stóð við hlið í Víkinni í dag. vísir/Sigurjón Valdimar Þór Ingimundarson snýr aftur í íslenska boltann á næsta ári, nú sem Víkingur, eftir fjögur tímabil í Noregi. Hann er mættur í Víkina til að vinna titla. Valdimar, sem er uppalinn Fylkismaður, snýr heim til Íslands aðeins 24 ára gamall en segir það einfaldlega hafa heillað mikið að ganga í raðir besta liðs landsins, sem spila mun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári. Hann lék áður með Strömsgodset í efstu deild Noregs en síðustu tvö ár með Sogndal í norsku 1. deildinni, þar sem hann skoraði sjö mörk á hvorri leiktíð. „Ég er búinn að vera núna í 1. deildinni í tvö ár og fór því að hugsa um að gera eitthvað annað. Víkingur kom upp snemma, og er í Evrópukeppni og svona, svo það heillaði að koma heim og spila hérna í staðinn fyrir að vera úti,“ sagði Valdimar við Vísi í dag, eftir að Víkingar kynntu þrjá nýja leikmenn til leiks. Hann segir fleiri kosti vissulega hafa verið í stöðunni fyrir sig: „En þetta var aðallega Víkingur. Maður heyrði alveg í fleirum en það fór ekki jafnlangt og með Víkingi. Það er margt [sem heillar við Víking]. Þeir eru búnir að gera mjög vel með hópinn og allt í kringum klúbbinn. Þeir sýndu það á síðasta ári þegar þeir völtuðu yfir deildina. Þetta er frábært lið,“ sagði Valdimar sem sjálfur hefur mikið fram að færa: „Ég ætla rétt að vona það. Ég held að ég sé góð viðbót fyrir liðið og svo er það bara mitt að sanna það,“ sagði Valdimar, staðráðinn í að vinna titla í Víkinni. „Ég hef unnið 1. deildina en það væri gaman að vinna efstu deildina hérna heima og vonandi bikarinn líka.“ Klippa: Valdimar mættur í Víkina Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. 18. desember 2023 12:05 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Valdimar, sem er uppalinn Fylkismaður, snýr heim til Íslands aðeins 24 ára gamall en segir það einfaldlega hafa heillað mikið að ganga í raðir besta liðs landsins, sem spila mun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári. Hann lék áður með Strömsgodset í efstu deild Noregs en síðustu tvö ár með Sogndal í norsku 1. deildinni, þar sem hann skoraði sjö mörk á hvorri leiktíð. „Ég er búinn að vera núna í 1. deildinni í tvö ár og fór því að hugsa um að gera eitthvað annað. Víkingur kom upp snemma, og er í Evrópukeppni og svona, svo það heillaði að koma heim og spila hérna í staðinn fyrir að vera úti,“ sagði Valdimar við Vísi í dag, eftir að Víkingar kynntu þrjá nýja leikmenn til leiks. Hann segir fleiri kosti vissulega hafa verið í stöðunni fyrir sig: „En þetta var aðallega Víkingur. Maður heyrði alveg í fleirum en það fór ekki jafnlangt og með Víkingi. Það er margt [sem heillar við Víking]. Þeir eru búnir að gera mjög vel með hópinn og allt í kringum klúbbinn. Þeir sýndu það á síðasta ári þegar þeir völtuðu yfir deildina. Þetta er frábært lið,“ sagði Valdimar sem sjálfur hefur mikið fram að færa: „Ég ætla rétt að vona það. Ég held að ég sé góð viðbót fyrir liðið og svo er það bara mitt að sanna það,“ sagði Valdimar, staðráðinn í að vinna titla í Víkinni. „Ég hef unnið 1. deildina en það væri gaman að vinna efstu deildina hérna heima og vonandi bikarinn líka.“ Klippa: Valdimar mættur í Víkina
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. 18. desember 2023 12:05 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33
Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. 18. desember 2023 12:05
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki