Fá milljarð í „jólagjöf“ í baráttuna við gervigrasplastið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 16:01 Það er mikið af plastögnum á gervigrasvöllunum í Noregi. Getty/Ramsey Cardy Norðmenn ætla að gera sitt til að sporna við því að plastagnir frá gervigrasvöllum berist út í náttúruna. Það hefur gengið illa hingað til en nú á að blása vörn í sókn. Norðmenn hafa ótal gervigrasvelli út um allan Noreg enda mikill fótboltáhugi í landinu og veðuraðstæður í landinu kalla líka á slíka velli. Þetta hefur hins vegar haft í för með sér mikla plastmengun enda litlar plastagnir á völlunum sem síðan berast út í náttúruna. Talið er að fimmtán hundruð tonn af gervigrasplasti hafi endað út í náttúrunni í Noregi. Norðmenn eru nú tilbúnir að eyða stórum fjárhæðum í baráttuna. Lise Klaveness, formaður norska knattspyrnusambandsins, fagnar því að umhverfissjóður Norðmanna ætlar að veita áttatíu milljónum norskra króna í baráttuna við plastagnirnar en það er milljarður í íslenskum krónum. NRK segir frá. Peningurinn fer í það að byggja upp varnir á völlunum sem eiga að halda plastögnunum á völlunum. Áhugasöm félög geta sótt um styrk frá og með 1. mars næstkomandi. „Þetta er stórt umhverfisvandamál sem við verðum að leysa en við þurfum hjálp til að leysa það. Þess vegna erum við mjög þakklát umhverfissjóðnum fyrir að leggja til áttatíu milljónir norskra króna sem er ótrúleg jólagjöf til norska fótboltans og allra norsku fótboltafélaganna,“ sagði Lise Klaveness við TV2. Peningurinn kemur frá því að Norðmenn hækkuðu nýverið skatt sinn á plastpoka í landinu. Norska fótboltasambandið hafði þegar fengið 5,5 milljónir norskra króna frá norska ríkinu í baráttuna við að leysa vandamál sín með gervigrasvellina. Íslenskir foreldra fótboltabarna þekkja það örugglega vel að fá þessar plastagnir heim með krökkunum af fótboltaæfingum. Það er því líklegt að mikið af gervigrasplasti endi einnig út í náttúrunni á Íslandi. Norski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira
Norðmenn hafa ótal gervigrasvelli út um allan Noreg enda mikill fótboltáhugi í landinu og veðuraðstæður í landinu kalla líka á slíka velli. Þetta hefur hins vegar haft í för með sér mikla plastmengun enda litlar plastagnir á völlunum sem síðan berast út í náttúruna. Talið er að fimmtán hundruð tonn af gervigrasplasti hafi endað út í náttúrunni í Noregi. Norðmenn eru nú tilbúnir að eyða stórum fjárhæðum í baráttuna. Lise Klaveness, formaður norska knattspyrnusambandsins, fagnar því að umhverfissjóður Norðmanna ætlar að veita áttatíu milljónum norskra króna í baráttuna við plastagnirnar en það er milljarður í íslenskum krónum. NRK segir frá. Peningurinn fer í það að byggja upp varnir á völlunum sem eiga að halda plastögnunum á völlunum. Áhugasöm félög geta sótt um styrk frá og með 1. mars næstkomandi. „Þetta er stórt umhverfisvandamál sem við verðum að leysa en við þurfum hjálp til að leysa það. Þess vegna erum við mjög þakklát umhverfissjóðnum fyrir að leggja til áttatíu milljónir norskra króna sem er ótrúleg jólagjöf til norska fótboltans og allra norsku fótboltafélaganna,“ sagði Lise Klaveness við TV2. Peningurinn kemur frá því að Norðmenn hækkuðu nýverið skatt sinn á plastpoka í landinu. Norska fótboltasambandið hafði þegar fengið 5,5 milljónir norskra króna frá norska ríkinu í baráttuna við að leysa vandamál sín með gervigrasvellina. Íslenskir foreldra fótboltabarna þekkja það örugglega vel að fá þessar plastagnir heim með krökkunum af fótboltaæfingum. Það er því líklegt að mikið af gervigrasplasti endi einnig út í náttúrunni á Íslandi.
Norski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira