Ragnar yfirgefur Brandenburg eftir uppákomu í afmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2023 09:56 Ragnar í fremstu röð með viðurkenninguna auglýsingastofa ársins árið 2021. Brandenburg Ragnar Gunnarsson, einn af fimm eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg, hefur ákveðið að selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist sala hlutarins uppákomu á skemmtun sem starfsmenn auglýsingastofunnar sóttu á dögunum. „Eftir að hafa stofnað Brandenburg, ásamt félögum mínum, fyrir tólf árum síðan og starfað í auglýsingabransanum í yfir 20 ár er kominn tími til að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Ragnar í tilkynningu sem Mbl.is vísar til. Samkvæmt heimildum fréttastofu þótti öðrum eigendum Brandenburgar Ragnar hafa sýnt af sér óeðlilega hegðun í fimm ára afmæli Datera, dótturfélags Brandenburgar, í byrjun nóvember sem starfsmenn auglýsingastofunnar sóttu. Var hann beittur þrýstingi um að yfirgefa eigendahópinn. Fimm eigendur Brandenburgar sem bráðum verða fjórir.CreditInfo Umræður hafa staðið yfir síðan milli eigendanna fjögurra og Ragnars um brottför hans þar sem tekist hefur verið á um virði hlutar Ragnars í auglýsingastofunni. Miðað við tilkynningu Ragnars í morgun virðist hafa náðst samkomulag um virði hlutarins. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná í Ragnar og aðra eigendur Brandenburgar vegna málsins í gær en án árangurs. Tæplega tvö ár eru liðin síðan Ragnar steig til hliðar sem framkvæmdastjóri Brandenburgar vegna viðtals barnsmóður hans Haddar Vilhjálmsdóttur, almannatengils og lögfræðings, í Vikunni. Þar lýsti hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu Ragnars. Ragnar var um árabil einn fjögurra eigenda Brandenburgar ásamt þeim Jóni Ara Helgasyni, Braga Valdimar Skúlasyni og Hrafni Gunnarssyni. Tilkynnt var fyrir rúmu ári að tveir eigendur hefðu bæst í hópinn, þau Arnar Líndal Halldórsson og Sigríður Theódóra Pétursdóttir. Síðan þá virðist Sigríður Theódóra hafa yfirgefið eigendahópinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Tengdar fréttir Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13. október 2022 09:41 Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. 3. febrúar 2022 10:56 Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. 25. nóvember 2021 16:34 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
„Eftir að hafa stofnað Brandenburg, ásamt félögum mínum, fyrir tólf árum síðan og starfað í auglýsingabransanum í yfir 20 ár er kominn tími til að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Ragnar í tilkynningu sem Mbl.is vísar til. Samkvæmt heimildum fréttastofu þótti öðrum eigendum Brandenburgar Ragnar hafa sýnt af sér óeðlilega hegðun í fimm ára afmæli Datera, dótturfélags Brandenburgar, í byrjun nóvember sem starfsmenn auglýsingastofunnar sóttu. Var hann beittur þrýstingi um að yfirgefa eigendahópinn. Fimm eigendur Brandenburgar sem bráðum verða fjórir.CreditInfo Umræður hafa staðið yfir síðan milli eigendanna fjögurra og Ragnars um brottför hans þar sem tekist hefur verið á um virði hlutar Ragnars í auglýsingastofunni. Miðað við tilkynningu Ragnars í morgun virðist hafa náðst samkomulag um virði hlutarins. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná í Ragnar og aðra eigendur Brandenburgar vegna málsins í gær en án árangurs. Tæplega tvö ár eru liðin síðan Ragnar steig til hliðar sem framkvæmdastjóri Brandenburgar vegna viðtals barnsmóður hans Haddar Vilhjálmsdóttur, almannatengils og lögfræðings, í Vikunni. Þar lýsti hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu Ragnars. Ragnar var um árabil einn fjögurra eigenda Brandenburgar ásamt þeim Jóni Ara Helgasyni, Braga Valdimar Skúlasyni og Hrafni Gunnarssyni. Tilkynnt var fyrir rúmu ári að tveir eigendur hefðu bæst í hópinn, þau Arnar Líndal Halldórsson og Sigríður Theódóra Pétursdóttir. Síðan þá virðist Sigríður Theódóra hafa yfirgefið eigendahópinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Tengdar fréttir Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13. október 2022 09:41 Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. 3. febrúar 2022 10:56 Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. 25. nóvember 2021 16:34 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13. október 2022 09:41
Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. 3. febrúar 2022 10:56
Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. 25. nóvember 2021 16:34
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur