Lífeyrissjóðirnir töpuðu 815 milljörðum að sögn Gylfa Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2023 11:09 Gylfi Magnússon klórar sér í kolli vegna fréttar RÚV um tap lífeyrissjóða á árinu en þar er málið afgreitt með því að dengja fullyrðingu Þóreyjar S. Þórðardóttur í fyrirsögn. vísir/vilhelm Lífeyrissjóðirnir töpuðu talsvert miklu meiru en 200 milljörðum ef marka má Gylfa Magnússon prófessor í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann segir ljóst að þetta kalli á lækkun lífeyrisgreiðslna og réttinda. Gylfi veltir fyrir sér frétt sem finna má á RÚV þar sem vitnað er í Þórey S. Þórðardóttur framkvæmdastjóra Landsamtaka lífeyrissjóða sem fullyrðir að tap lífeyrissjóðanna sé nær tvö hundruð milljörðum. Er þessu teflt fram gegn fullyrðingum Ragnars Þórs Ingólfssonar formanni VR, sem fullyrðir að tap lífeyrissjóðanna hafi numið 845 milljörðum króna. Svo er þessari fullyrðingu Þóreyjar bara sett í fyrirsögn og málið bara afgreitt þannig, segir Gylfi. Meðan það sé tiltölulega einfalt að sjá að ef raunávöxtun var 11,6% og heildareignir vel á sjöunda þúsund milljarðar, þá sé fyrri talan mun nær lagi. „Mér sýnist rétt svar vera u.þ.b. 815 milljarðar. 218 milljarða tapið er bara hluti sögunnar, það vantar rýrnun eigna vegna verðbólgu. Það er auðvitað ekki hægt að horfa framhjá henni,“ segir Gylfi. Gylfi segir það hins vegar rétt sem Þórey segir að ef meta eigi árangur í eignastýringu þurfi að horfa til lengra tímabils en eins árs. Málið snúist bara ekki um það. „Árið 2022 var vont ár á eignamörkuðum en kom í kjölfar margra ágætra. Meðalávöxtun lífeyrissjóðanna til lengri tíma er miklu betri en afleit afkoma árið 2022 gefur til kynna, sem betur fer. Endanlegar tölur fyrir 2023 liggja eðli máls skv. ekki fyrir en Seðlabankinn er búinn að birta tölur fyrir fyrstu 10 mánuði ársins. Þær geta ekki tilefni til bjartsýni, eignirnar rýrnuðu um 228 milljarða að raunvirði á þeim tíma. Það samsvarar líklega tapi upp á rúma 300 milljarða því að iðgjöld eru u.þ.b. 10 milljarðar á mánuði umfram lífeyrisgreiðslur.“ Þannig stefnir nú annað árið í röð í afar neikvæða raunávöxtun lífeyrissjóðanna sem kalli í einhverjum tilfellum á lækkun lífeyrisgreiðslna og réttinda. Lífeyrissjóðir Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gylfi veltir fyrir sér frétt sem finna má á RÚV þar sem vitnað er í Þórey S. Þórðardóttur framkvæmdastjóra Landsamtaka lífeyrissjóða sem fullyrðir að tap lífeyrissjóðanna sé nær tvö hundruð milljörðum. Er þessu teflt fram gegn fullyrðingum Ragnars Þórs Ingólfssonar formanni VR, sem fullyrðir að tap lífeyrissjóðanna hafi numið 845 milljörðum króna. Svo er þessari fullyrðingu Þóreyjar bara sett í fyrirsögn og málið bara afgreitt þannig, segir Gylfi. Meðan það sé tiltölulega einfalt að sjá að ef raunávöxtun var 11,6% og heildareignir vel á sjöunda þúsund milljarðar, þá sé fyrri talan mun nær lagi. „Mér sýnist rétt svar vera u.þ.b. 815 milljarðar. 218 milljarða tapið er bara hluti sögunnar, það vantar rýrnun eigna vegna verðbólgu. Það er auðvitað ekki hægt að horfa framhjá henni,“ segir Gylfi. Gylfi segir það hins vegar rétt sem Þórey segir að ef meta eigi árangur í eignastýringu þurfi að horfa til lengra tímabils en eins árs. Málið snúist bara ekki um það. „Árið 2022 var vont ár á eignamörkuðum en kom í kjölfar margra ágætra. Meðalávöxtun lífeyrissjóðanna til lengri tíma er miklu betri en afleit afkoma árið 2022 gefur til kynna, sem betur fer. Endanlegar tölur fyrir 2023 liggja eðli máls skv. ekki fyrir en Seðlabankinn er búinn að birta tölur fyrir fyrstu 10 mánuði ársins. Þær geta ekki tilefni til bjartsýni, eignirnar rýrnuðu um 228 milljarða að raunvirði á þeim tíma. Það samsvarar líklega tapi upp á rúma 300 milljarða því að iðgjöld eru u.þ.b. 10 milljarðar á mánuði umfram lífeyrisgreiðslur.“ Þannig stefnir nú annað árið í röð í afar neikvæða raunávöxtun lífeyrissjóðanna sem kalli í einhverjum tilfellum á lækkun lífeyrisgreiðslna og réttinda.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira