Bannað að kjósa Albert Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 12:50 Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins. Getty/Simone Arveda Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. Frá þessu er greint á vef 433.is þar sem vísað er í svar frá KSÍ við því af hverju Albert komi ekki til greina í kjörinu í ár. Í því segir að sömu reglur gildi varðandi val á knattspyrnumanni ársins eins og við val á leikmönnum í landsliðið, þar sem þeir sem liggi undir grun um lögbrot komi ekki til greina. Ljóst er að ef aðeins væri horft til afreka á fótboltavellinum kæmi Albert til greina að þessu sinni, eftir að hafa átt ríkan þátt í að koma Genoa upp úr ítölsku B-deildinni í vor og svo farið á kostum í ítölsku A-deildinni, einni af bestu deildum Evrópu, í haust. Þar hefur hann meðal annars skorað sex mörk í 14 leikjum. Albert lék hins vegar aðeins fyrri hluta árs með íslenska landsliðinu því hann hefur ekki komið til greina í landsliðið frá því í ágúst, þegar fram kom að hann hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í stuttri yfirlýsingu í ágúst. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að mál Alberts væri komið á borð héraðssaksóknara, að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embætti héraðssaksóknara tekur svo ákvörðun um það hvort Albert verður ákærður eða málið látið niður falla. Á vef 433.is er birtur atkvæðaseðillinn sem kjósendur valdir af KSÍ nota í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Tíu leikmenn koma til greina en þeir eru, í stafrófsröð: Arnór Ingvi Traustason (Norrköping) Birnir Snær Ingason (Víkingi) Guðlaugur Victor Pálsson (Eupen) Hákon Arnar Haraldsson (Lille) Hákon Rafn Valdimarsson (Elfsborg) Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos) Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) Jón Dagur Þorsteinsson (OH Leuven) Orri Steinn Óskarsson (FC Kaupmannahöfn) Willum Þór Willumsson (Go Ahead Eagles) Á vef KSÍ segir að fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, komi að kjörinu hverju sinni. Þess ber að geta að einnig er kosið sérstaklega um knattspyrnukonu ársins. Í fyrra urðu þau Hákon Arnar Haraldsson og Glódís Perla Viggósdóttir fyrir valinu. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef 433.is þar sem vísað er í svar frá KSÍ við því af hverju Albert komi ekki til greina í kjörinu í ár. Í því segir að sömu reglur gildi varðandi val á knattspyrnumanni ársins eins og við val á leikmönnum í landsliðið, þar sem þeir sem liggi undir grun um lögbrot komi ekki til greina. Ljóst er að ef aðeins væri horft til afreka á fótboltavellinum kæmi Albert til greina að þessu sinni, eftir að hafa átt ríkan þátt í að koma Genoa upp úr ítölsku B-deildinni í vor og svo farið á kostum í ítölsku A-deildinni, einni af bestu deildum Evrópu, í haust. Þar hefur hann meðal annars skorað sex mörk í 14 leikjum. Albert lék hins vegar aðeins fyrri hluta árs með íslenska landsliðinu því hann hefur ekki komið til greina í landsliðið frá því í ágúst, þegar fram kom að hann hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í stuttri yfirlýsingu í ágúst. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að mál Alberts væri komið á borð héraðssaksóknara, að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embætti héraðssaksóknara tekur svo ákvörðun um það hvort Albert verður ákærður eða málið látið niður falla. Á vef 433.is er birtur atkvæðaseðillinn sem kjósendur valdir af KSÍ nota í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Tíu leikmenn koma til greina en þeir eru, í stafrófsröð: Arnór Ingvi Traustason (Norrköping) Birnir Snær Ingason (Víkingi) Guðlaugur Victor Pálsson (Eupen) Hákon Arnar Haraldsson (Lille) Hákon Rafn Valdimarsson (Elfsborg) Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos) Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) Jón Dagur Þorsteinsson (OH Leuven) Orri Steinn Óskarsson (FC Kaupmannahöfn) Willum Þór Willumsson (Go Ahead Eagles) Á vef KSÍ segir að fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, komi að kjörinu hverju sinni. Þess ber að geta að einnig er kosið sérstaklega um knattspyrnukonu ársins. Í fyrra urðu þau Hákon Arnar Haraldsson og Glódís Perla Viggósdóttir fyrir valinu.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira