De Assis kemur til Grindavíkur frá sádiarabíska liðinu Abha Club þar sem hann hefur leikið undanfarið. Hann lék með Breiðablik í efstu deild hér heima á Íslandi á síðasta tímabili þar sem hann skilaði 15,6 stigum, 738 fráköstum og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í tuttugu leikjum fyrir félagið.
Hann lék einnig fyrri hluta tímabilsins 2021-2022 með Vestra í efstu deild á Íslandi áður en hann gekk í raðir Ourense í spænsku C-deildinni á miðju tímabili.
Áður hefur hann einnig leikið með liðum á borð við C.B. Moron og Hestia Menorca í spænsku C-deildinni, sem og Amics Castello í spænsku B-deildinni.
De Assis, sem er fæddur í Madríd á Spáni, er bæði með spænskt og angólskt ríkisfang og á að baki leiki fyrir angólska landsliðið.