Sara og Elvar áfram best á þessu ári Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2023 18:01 Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson eru orðin vön því að vera heiðruð sem körfuknattleiksfólk ársins. KKÍ Sara Rún Hinriksdóttir er körfuboltakona ársins, fjórða árið í röð, og Elvar Már Friðriksson er körfuboltakarl ársins, þriðja árið í röð. Það eru stjórn, starfsmenn og afreksnefnd KKÍ, auk landsliðsþjálfara, sem sjá um að kjósa körfuboltafólk ársins. Níu karlar fengu atkvæði í kjörinu í ár og ellefu konur. Sara Rún, sem er uppalin hjá Keflavík, lék með Faenza Basket Projecte í efstu deild á Ítalíu fyrri hluta árs, og var í stóru hlutverki. Frammistaðan skilaði henni samningi hjá Cadi La Seu sem spilar í efstu deild Spánar og FIBA EuroCup Women. Þá hefur Sara Rún verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár en smávægileg meiðsli komu í veg fyrir að hún spilaði með liðinu í nóvember, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2025. Elvar Már lék afar vel með stórliði Rytas Vilnius í Litháen fyrri hluta árs og vakti athygli gríska félagsins PAOK sem fékk hann í sumar. Hjá PAOK hefur Elvar einnig verið lykilmaður, bæði í grísku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann er efstur í liðinu í stigum og stoðsendingum, og í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar allra í grísku deildinni. Elvar hefur svo tekið við leiðtogahlutverki í íslenska landsliðinu og átti líklega stærstan þátt í því að Ísland kæmist hársbreidd, eða einni körfu, frá því að fara alla leið inn á HM í fyrsta sinn. Val á körfuknattleikskonu ársins 2023: 1. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Thelma Dís Ágústsdóttir 3. Isabella Ósk Sigurðardóttir Aðrar sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Ásta Júlía Grímsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ísold Sævarsdóttir, Jana Falsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdsóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Val á körfuknattleikskarli ársins 2023: 1. Elvar Már Friðriksson 2. Tryggvi Snær Hlinason 3. Ægir Þór Steinarsson Aðrir sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Hilmar Smári Henningsson, Jón Axel Guðmundsson, Kári Jónsson, Orri Gunnarsson, Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson. Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Það eru stjórn, starfsmenn og afreksnefnd KKÍ, auk landsliðsþjálfara, sem sjá um að kjósa körfuboltafólk ársins. Níu karlar fengu atkvæði í kjörinu í ár og ellefu konur. Sara Rún, sem er uppalin hjá Keflavík, lék með Faenza Basket Projecte í efstu deild á Ítalíu fyrri hluta árs, og var í stóru hlutverki. Frammistaðan skilaði henni samningi hjá Cadi La Seu sem spilar í efstu deild Spánar og FIBA EuroCup Women. Þá hefur Sara Rún verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár en smávægileg meiðsli komu í veg fyrir að hún spilaði með liðinu í nóvember, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2025. Elvar Már lék afar vel með stórliði Rytas Vilnius í Litháen fyrri hluta árs og vakti athygli gríska félagsins PAOK sem fékk hann í sumar. Hjá PAOK hefur Elvar einnig verið lykilmaður, bæði í grísku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann er efstur í liðinu í stigum og stoðsendingum, og í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar allra í grísku deildinni. Elvar hefur svo tekið við leiðtogahlutverki í íslenska landsliðinu og átti líklega stærstan þátt í því að Ísland kæmist hársbreidd, eða einni körfu, frá því að fara alla leið inn á HM í fyrsta sinn. Val á körfuknattleikskonu ársins 2023: 1. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Thelma Dís Ágústsdóttir 3. Isabella Ósk Sigurðardóttir Aðrar sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Ásta Júlía Grímsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ísold Sævarsdóttir, Jana Falsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdsóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Val á körfuknattleikskarli ársins 2023: 1. Elvar Már Friðriksson 2. Tryggvi Snær Hlinason 3. Ægir Þór Steinarsson Aðrir sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Hilmar Smári Henningsson, Jón Axel Guðmundsson, Kári Jónsson, Orri Gunnarsson, Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson.
Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira