Tíu þúsund króna dagsektir lögmætar að mati ráðuneytis Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 17:11 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Ráðuneyti hennar hefur úrskurðað að ákvarðanir MAST í máli nautgripabónda voru í samræmi við lög. Samsett Matvælaráðuneytið hefur staðfest lögmæti dagsekta Matvælastofnunar (MAST) á bónda vegna alvarlegra brota í búrekstri hans á lögum um dýravelferð og reglugerð um velferð nautgripa. Dagsektirnar voru tíu þúsund krónur á dag. Brot bóndans sneru öll að hreinleika væri ábótavant á dýrum og á legusvæði. Hann var ósáttur við að lagðar væru hann dagsektir vegna brota á lögum um dýravelferð vegna þess að hann ætlaði fljótlega að hætta mjólkurframleiðslu og mótmælti af þeim sökum. Fjallað er um málið á vef MAST. Bóndinn krafðist þess að dagsektirnar yrðu lækkaðar eða felldar niður. Þá sagði hann MAST ekki hafa gætt meðalhófs og hafa brotið gegn rannsóknar- og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Því hafnaði Matvælastofnun en bóndinn kærði þá synjun til ráðuneytisins og sagði MAST hafa brotið á stjórnsýslulögum með dagsektunum. Innheimtu dagsektanna var síðar hætt þegar allar mjólkurkýr voru farnar og betri umgjörð komin á ungneyti. Ekki orðið við beiðnum um úrbætur Málið á sér nokkuð langan aðdraganda en það var fyrst í ágúst 2022 sem eftirlitsdýralæknir fór á bæinn eftir að mál bóndans hafði komið á borð þeirra. Honum hafði verið gefinn frestur til sumarsins til úrbóta. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að MAST hafi eftir það gert ítrekaðar athugasemdir við búskapinn og aðbúnað dýranna og gert kröfur um úrbætur en að bóndinn hafi ekki orðið við þeim. Þá er einnig bent á það í úrskurði að bóndinn hafi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til umráðamanna nautgripa um hreinlæti í reglugerð og að þeim stöðlum sem þar eru lagðar til hafi ekki verið fylgt. Eftir athugasemdir og óskir um úrbætur sem ekki var brugðist var ákvað MAST að leggja á dagsektir til að knýja á um úrbætur í þeim efnum. Í úrskurði segir að þeirri ákvörðun hafi verið langur aðdragandi og því standist það ekki að ekki hafi verið gætt að meðalhófi eins og bóndinn vildi meina í sinni kæru. Fylgdu öllum reglum „Kæranda var ítrekað veittur andmælaréttur og frestir til úrbóta, en úrbætur voru ekki gerðar eða þær ekki fullnægjandi. Til þess að reyna að knýja fram úrbætur lagði Matvælastofnun dagsektir á kæranda og telur ráðuneytið að slík ákvörðun hafi ekki gengið lengra en nauðsyn bar til enda er Matvælastofnun opinber eftirlitsaðili með frumframleiðslu matvæla… og opinber eftirlitsaðili með velferð dýra,“ segir í úrskurði. Þá segir ráðuneytið að það standist ekki að MAST hafi ekki fylgt rannsóknarskyldu stjórnvalda. Það sé ljóst að stofnunin hafi tryggt fullnægjandi rannsókn á málinu áður en ákvörðun um dagsektir hafi verið tekin. Þá er heldur ekki tekið undir sjónarmið um að brotið hafi verið á jafnræðisreglu því ekki sé hægt að sjá að stofnunin hafi gengið harðar fram gegn kæranda en öðrum í sambærilegum málum. Með tillit til þessa alls metur því ráðuneytið að ákvörðun MAST hafi verið lögmæt og að farið hafi verið að lögum. Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Brot bóndans sneru öll að hreinleika væri ábótavant á dýrum og á legusvæði. Hann var ósáttur við að lagðar væru hann dagsektir vegna brota á lögum um dýravelferð vegna þess að hann ætlaði fljótlega að hætta mjólkurframleiðslu og mótmælti af þeim sökum. Fjallað er um málið á vef MAST. Bóndinn krafðist þess að dagsektirnar yrðu lækkaðar eða felldar niður. Þá sagði hann MAST ekki hafa gætt meðalhófs og hafa brotið gegn rannsóknar- og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Því hafnaði Matvælastofnun en bóndinn kærði þá synjun til ráðuneytisins og sagði MAST hafa brotið á stjórnsýslulögum með dagsektunum. Innheimtu dagsektanna var síðar hætt þegar allar mjólkurkýr voru farnar og betri umgjörð komin á ungneyti. Ekki orðið við beiðnum um úrbætur Málið á sér nokkuð langan aðdraganda en það var fyrst í ágúst 2022 sem eftirlitsdýralæknir fór á bæinn eftir að mál bóndans hafði komið á borð þeirra. Honum hafði verið gefinn frestur til sumarsins til úrbóta. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að MAST hafi eftir það gert ítrekaðar athugasemdir við búskapinn og aðbúnað dýranna og gert kröfur um úrbætur en að bóndinn hafi ekki orðið við þeim. Þá er einnig bent á það í úrskurði að bóndinn hafi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til umráðamanna nautgripa um hreinlæti í reglugerð og að þeim stöðlum sem þar eru lagðar til hafi ekki verið fylgt. Eftir athugasemdir og óskir um úrbætur sem ekki var brugðist var ákvað MAST að leggja á dagsektir til að knýja á um úrbætur í þeim efnum. Í úrskurði segir að þeirri ákvörðun hafi verið langur aðdragandi og því standist það ekki að ekki hafi verið gætt að meðalhófi eins og bóndinn vildi meina í sinni kæru. Fylgdu öllum reglum „Kæranda var ítrekað veittur andmælaréttur og frestir til úrbóta, en úrbætur voru ekki gerðar eða þær ekki fullnægjandi. Til þess að reyna að knýja fram úrbætur lagði Matvælastofnun dagsektir á kæranda og telur ráðuneytið að slík ákvörðun hafi ekki gengið lengra en nauðsyn bar til enda er Matvælastofnun opinber eftirlitsaðili með frumframleiðslu matvæla… og opinber eftirlitsaðili með velferð dýra,“ segir í úrskurði. Þá segir ráðuneytið að það standist ekki að MAST hafi ekki fylgt rannsóknarskyldu stjórnvalda. Það sé ljóst að stofnunin hafi tryggt fullnægjandi rannsókn á málinu áður en ákvörðun um dagsektir hafi verið tekin. Þá er heldur ekki tekið undir sjónarmið um að brotið hafi verið á jafnræðisreglu því ekki sé hægt að sjá að stofnunin hafi gengið harðar fram gegn kæranda en öðrum í sambærilegum málum. Með tillit til þessa alls metur því ráðuneytið að ákvörðun MAST hafi verið lögmæt og að farið hafi verið að lögum.
Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira