Samkeppni á raforkumarkaði og staða almennings í landinu Steingrímur Ægisson og Sigrún Eyjólfsdóttir skrifa 21. desember 2023 07:00 Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis til laga um breytingar á raforkulögum til að tryggja almenningi forgang að raforku ef til kemur viðvarandi orkuskortur. Felur frumvarpið m.a. í sér að komi til orkuskorts geti þau fyrirtæki sem kaupa raforku í heildsölu af Landsvirkjun aðeins selt þá orku til almennings, stofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en ekki stórnotenda eins og þau gera að einhverju leyti núna. Þessi skilyrði munu hins vegar ekki eiga við um Landsvirkjun, þ.e. það fyrirtæki getur áfram boðið öllum sínum viðskiptavinum, þ.m.t. stórnotendum upp á raforku með sama fyrirkomulagi og áður. Til stóð að afgreiða frumvarpið fyrir jól, en afgreiðslu þess var að lokum frestað. Samkeppniseftirlitið veitti umsögn við frumvarpið, sem birt var á heimasíðu eftirlitsins þann 12. desember 2023. Af gefnu tilefni teljum við rétt að árétta nokkur atriði sem skipta miklu máli þegar reglur um þetta eru mótaðar og settar. Fyrst ber að árétta að Samkeppniseftirlitið hefur fullan skilning á því að taka þurfi á þeim vanda sem mögulega getur komið upp á raforkumarkaði í náinni framtíð vegna skorts á raforku. Þannig kunni að verða mikilvægt að tryggja að almenningur og fyrirtæki njóti forgangs á raforku fram yfir stórnotendur og einnig að raforkukostnaður neytenda verði ekki óhóflegur ef til kæmi orkuskortur. Við val á leiðum til að verja þessa almannahagsmuni verður að hafa í huga að markmið raforkulaga um aukna samkeppni og neytendavernd hafa ekki náð fram að ganga sem skildi á þeim tuttugu árum sem lögin hafa verið í gildi. Mikilvægt er því að allar aðgerðir sem ráðist er í nú miði eins og kostur er að því að auka samkeppni, þar á meðal að skerða ekki tækifæri minni og nýrri aðila á markaðnum til þess að keppa við stærri aðila. Þegar verja þarf sérstaka almannahagsmuni, eins og aðgengi almennings að raforku, er mikilvægt að velja þá leið sem helst styður við samkeppni og síst takmarkar hana. Til er viðurkennd aðferðafræði sem miðar að þessu, en hún hefur verið kölluð samkeppnismat (e. competition assessment toolkit). Er þessari aðferðafræði lýst í áliti nr. 2/2009, Samkeppnismat stjórnvalda. Samkeppniseftirlitið hefur talað fyrir því að samkeppnismati sé beitt við undirbúning nýrra laga og reglna, en með misjöfnum árangri. Eitt af því sem almennt ber að varast er að stjórnvöld mismuni fyrirtækjum á markaði með reglusetningu. Þannig getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir almannahagsmuni ef lög og reglur mismuna þátttakendum á markaði með þeim hætti að tækifæri minni aðila til að keppa skerðist. Þetta getur t.d. gerst ef settar eru reglur sem með einhverjum hætti veita markaðsráðandi eða opinberu fyrirtæki tækifæri sem öðrum standa ekki til boða, eða setja minni og nýjum fyrirtækjum skorður sem ekki eiga við um hið markaðsráðandi fyrirtæki. Slíkar reglur geta síðan mögulega haft þau áhrif að erfiðara verður að verja samkeppni með beitingu almennra samkeppnisreglna til framtíðar, þar á meðal beitingu bannsins við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þótt markmið fyrirliggjandi frumvarps sé að verja hagmuni almennings og fyrirtækja gagnvart raforkuviðskiptum stórnotenda, getur mismununin sem í því felst skaðað samkeppni í sölu raforku til almennings og fyrirtækja til lengri tíma. Samkeppniseftirlitinu hafa á liðnum misserum borist allmargar kvartanir og ábendingar vegna samkeppnisaðstæðna á raforkumarkaði. Tengjast þær í mörgum tilvikum orkuskiptum og breytingum vegna aðgerða gegn hlýnun jarðar og tilraunum nýrra og smærri aðila til að komast inn á markaðinn og vaxa við hlið rótgrónari fyrirtækja. Þessar kvartanir og ábendingar eru til vitnis um gerjun og vilja til breytinga sem til lengri tíma geta leitt til virkari samkeppni. Áhersla stjórnvalda verður að beinast að því að liðka til fyrir nýjum tækifærum og virkari samkeppni og leysa úr þeim samkeppnishindrunum sem til staðar eru. Allt framangreint verður að hafa í huga þegar valdar eru leiðir til þess að verja aðgang almennings að ódýrri raforku. Fyrrgreind umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp atvinnuveganefndar byggir á þessum sjónarmiðum. Höfundar eru verkefnis-og teymisstjórar hjá Samkeppniseftirlitinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis til laga um breytingar á raforkulögum til að tryggja almenningi forgang að raforku ef til kemur viðvarandi orkuskortur. Felur frumvarpið m.a. í sér að komi til orkuskorts geti þau fyrirtæki sem kaupa raforku í heildsölu af Landsvirkjun aðeins selt þá orku til almennings, stofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en ekki stórnotenda eins og þau gera að einhverju leyti núna. Þessi skilyrði munu hins vegar ekki eiga við um Landsvirkjun, þ.e. það fyrirtæki getur áfram boðið öllum sínum viðskiptavinum, þ.m.t. stórnotendum upp á raforku með sama fyrirkomulagi og áður. Til stóð að afgreiða frumvarpið fyrir jól, en afgreiðslu þess var að lokum frestað. Samkeppniseftirlitið veitti umsögn við frumvarpið, sem birt var á heimasíðu eftirlitsins þann 12. desember 2023. Af gefnu tilefni teljum við rétt að árétta nokkur atriði sem skipta miklu máli þegar reglur um þetta eru mótaðar og settar. Fyrst ber að árétta að Samkeppniseftirlitið hefur fullan skilning á því að taka þurfi á þeim vanda sem mögulega getur komið upp á raforkumarkaði í náinni framtíð vegna skorts á raforku. Þannig kunni að verða mikilvægt að tryggja að almenningur og fyrirtæki njóti forgangs á raforku fram yfir stórnotendur og einnig að raforkukostnaður neytenda verði ekki óhóflegur ef til kæmi orkuskortur. Við val á leiðum til að verja þessa almannahagsmuni verður að hafa í huga að markmið raforkulaga um aukna samkeppni og neytendavernd hafa ekki náð fram að ganga sem skildi á þeim tuttugu árum sem lögin hafa verið í gildi. Mikilvægt er því að allar aðgerðir sem ráðist er í nú miði eins og kostur er að því að auka samkeppni, þar á meðal að skerða ekki tækifæri minni og nýrri aðila á markaðnum til þess að keppa við stærri aðila. Þegar verja þarf sérstaka almannahagsmuni, eins og aðgengi almennings að raforku, er mikilvægt að velja þá leið sem helst styður við samkeppni og síst takmarkar hana. Til er viðurkennd aðferðafræði sem miðar að þessu, en hún hefur verið kölluð samkeppnismat (e. competition assessment toolkit). Er þessari aðferðafræði lýst í áliti nr. 2/2009, Samkeppnismat stjórnvalda. Samkeppniseftirlitið hefur talað fyrir því að samkeppnismati sé beitt við undirbúning nýrra laga og reglna, en með misjöfnum árangri. Eitt af því sem almennt ber að varast er að stjórnvöld mismuni fyrirtækjum á markaði með reglusetningu. Þannig getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir almannahagsmuni ef lög og reglur mismuna þátttakendum á markaði með þeim hætti að tækifæri minni aðila til að keppa skerðist. Þetta getur t.d. gerst ef settar eru reglur sem með einhverjum hætti veita markaðsráðandi eða opinberu fyrirtæki tækifæri sem öðrum standa ekki til boða, eða setja minni og nýjum fyrirtækjum skorður sem ekki eiga við um hið markaðsráðandi fyrirtæki. Slíkar reglur geta síðan mögulega haft þau áhrif að erfiðara verður að verja samkeppni með beitingu almennra samkeppnisreglna til framtíðar, þar á meðal beitingu bannsins við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þótt markmið fyrirliggjandi frumvarps sé að verja hagmuni almennings og fyrirtækja gagnvart raforkuviðskiptum stórnotenda, getur mismununin sem í því felst skaðað samkeppni í sölu raforku til almennings og fyrirtækja til lengri tíma. Samkeppniseftirlitinu hafa á liðnum misserum borist allmargar kvartanir og ábendingar vegna samkeppnisaðstæðna á raforkumarkaði. Tengjast þær í mörgum tilvikum orkuskiptum og breytingum vegna aðgerða gegn hlýnun jarðar og tilraunum nýrra og smærri aðila til að komast inn á markaðinn og vaxa við hlið rótgrónari fyrirtækja. Þessar kvartanir og ábendingar eru til vitnis um gerjun og vilja til breytinga sem til lengri tíma geta leitt til virkari samkeppni. Áhersla stjórnvalda verður að beinast að því að liðka til fyrir nýjum tækifærum og virkari samkeppni og leysa úr þeim samkeppnishindrunum sem til staðar eru. Allt framangreint verður að hafa í huga þegar valdar eru leiðir til þess að verja aðgang almennings að ódýrri raforku. Fyrrgreind umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp atvinnuveganefndar byggir á þessum sjónarmiðum. Höfundar eru verkefnis-og teymisstjórar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar