Spennan magnaðist í riðlakeppninni eftir úrslit kvöldsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2023 19:52 Glódís Perla spilaði allan leikinn í 1-0 tapi gegn Ajax. Catherine Steenkeste/Getty Images Enn ríkir mikil spenna yfir C-riðli Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir að bæði Bayern Munchen og Roma mistókst að tryggja sig áfram í átta liða úrslitin í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins hefðu Bayern Munchen og Roma getað tryggt sig áfram í átta liða úrslit með því að sigra leiki sína á útivelli gegn Ajax og PSG. Hvorugu liði tókst að sækja sigur og öll lið geta því enn komist áfram. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern Munchen töpuðu leik sínum gegn Ajax með einu marki gegn engu. Glódís var í dag valin 42. besti leikmaður heims á síðasta tímabili af vefsíðunni GOAL. Hún stóð sem oftast áður í hjarta varnarinnar hjá Bayern en kom engum vörnum við Romee Leuchter skoraði rétt fyrir hálfleikslok eftir góðan undirbúning Nadine Noordam. Þetta var þeirra fyrsta tap í Meistaradeildinni á tímabilinu. Wir müssen im #UWCL-Spiel gegen Ajax Amsterdam unsere erste Niederlage der Saison hinnehmen. #AJAFCB #FCBayern pic.twitter.com/6829EVGOLM— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 20, 2023 Hinum megin urðu mörkin fleiri þegar PSG vann annan leik sinn í röð gegn Roma. Fyrri leikur liðanna í Parísarborg í síðustu viku endaði með 1-2 sigri PSG. Rómverjar máttu svo þola slæmt tap á heimavelli í kvöld. Gestirnir komust þremur mörkum yfir en Manuela Giugliano minnkaði muninn á lokamínútunum með marki beint úr aukaspyrnu, lokatölur 1-3. Staðan í C-riðli eftir úrslit kvöldsins: Öll lið eru með markatöluna 0. 1. Ajax – 7 stig 2. PSG – 6 stig 3. Bayern – 5 stig 4. Roma – 4 stig Öll lið eiga því enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar. Glódís og félagar í Bayern heimsækja næst Roma og taka svo á móti PSG í lokaumferðinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Fyrir leiki kvöldsins hefðu Bayern Munchen og Roma getað tryggt sig áfram í átta liða úrslit með því að sigra leiki sína á útivelli gegn Ajax og PSG. Hvorugu liði tókst að sækja sigur og öll lið geta því enn komist áfram. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern Munchen töpuðu leik sínum gegn Ajax með einu marki gegn engu. Glódís var í dag valin 42. besti leikmaður heims á síðasta tímabili af vefsíðunni GOAL. Hún stóð sem oftast áður í hjarta varnarinnar hjá Bayern en kom engum vörnum við Romee Leuchter skoraði rétt fyrir hálfleikslok eftir góðan undirbúning Nadine Noordam. Þetta var þeirra fyrsta tap í Meistaradeildinni á tímabilinu. Wir müssen im #UWCL-Spiel gegen Ajax Amsterdam unsere erste Niederlage der Saison hinnehmen. #AJAFCB #FCBayern pic.twitter.com/6829EVGOLM— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 20, 2023 Hinum megin urðu mörkin fleiri þegar PSG vann annan leik sinn í röð gegn Roma. Fyrri leikur liðanna í Parísarborg í síðustu viku endaði með 1-2 sigri PSG. Rómverjar máttu svo þola slæmt tap á heimavelli í kvöld. Gestirnir komust þremur mörkum yfir en Manuela Giugliano minnkaði muninn á lokamínútunum með marki beint úr aukaspyrnu, lokatölur 1-3. Staðan í C-riðli eftir úrslit kvöldsins: Öll lið eru með markatöluna 0. 1. Ajax – 7 stig 2. PSG – 6 stig 3. Bayern – 5 stig 4. Roma – 4 stig Öll lið eiga því enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar. Glódís og félagar í Bayern heimsækja næst Roma og taka svo á móti PSG í lokaumferðinni.
Staðan í C-riðli eftir úrslit kvöldsins: Öll lið eru með markatöluna 0. 1. Ajax – 7 stig 2. PSG – 6 stig 3. Bayern – 5 stig 4. Roma – 4 stig
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira