Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 10:38 Macron sagði eftirsjá eftir heilbrigðisráðherranum, sem sagði af sér í mótmælaskyni við frumvarpið, en að maður kæmi í manns stað. AP/Christophe Ena Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. Nýju lögin eru sögð hafa valdið mikilli ólgu innan flokks Macron og samstarfsflokka forsetans í ríkisstjórn og þá hefur Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfundarins, sem áður hét Þjóðfylkingin, fagnað samþykkt laganna sem hugmyndafræðilegum sigri. Velþóknun Le Pen hefur raunar verið kölluð „dauðakoss“ Macron. Macron sagði hins vegar í viðtalinu í gær að lögin endurspegluðu ekki stefnu Þjóðfundarins og að baráttan gegn ólöglegum innflutningi fólks væri ekki einkamál hægrisins. Þá benti hann á að lögin nytu víðtæks stuðnings í samfélaginu. Upphaflegum drögum frumvarpsins var hafnað af þingmönnum yst á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Textanum var þá breytt en í honum er meðal annars kveðið á um strangari skilyrði fyrir bótum og fyrir aðflutningi ástvina innflytjenda. Sumum þykja lögin raunar mismuna á milli þeirra sem fæddir eru í Frakklandi og löglegra innflytjenda en á móti kemur að samkomulag náðist um að banna vistun barna í sérstökum móttökumiðstöðvum. Macron sagðist ekki sammála öllum þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu en fólk yrði að átta sig á því að gildi væru eitt og raunveruleikinn annað. Endanleg útgáfa væri afrakstur málamiðlana en það hefði ekki komið til greina að gefast upp og gera ekki neitt. „Við erum land sem hefur ávallt boðið fólk velkomið og við munu gera það áfram. En við verðum að stöðva ólöglegan aðflutning fólks og ferlarnir okkar eru of langir og flóknir til að geta gert það og það þýðir stjórnleysi,“ sagði forsetinn. Efst á forgangslistanum væri að stöðva þennan ólöglega aðflutning og síðan að stuðla að betri aðlögun gegnum tungumálakennslu og atvinnu. Þetta væru markmið frumvarpsins. Frakkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Nýju lögin eru sögð hafa valdið mikilli ólgu innan flokks Macron og samstarfsflokka forsetans í ríkisstjórn og þá hefur Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfundarins, sem áður hét Þjóðfylkingin, fagnað samþykkt laganna sem hugmyndafræðilegum sigri. Velþóknun Le Pen hefur raunar verið kölluð „dauðakoss“ Macron. Macron sagði hins vegar í viðtalinu í gær að lögin endurspegluðu ekki stefnu Þjóðfundarins og að baráttan gegn ólöglegum innflutningi fólks væri ekki einkamál hægrisins. Þá benti hann á að lögin nytu víðtæks stuðnings í samfélaginu. Upphaflegum drögum frumvarpsins var hafnað af þingmönnum yst á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Textanum var þá breytt en í honum er meðal annars kveðið á um strangari skilyrði fyrir bótum og fyrir aðflutningi ástvina innflytjenda. Sumum þykja lögin raunar mismuna á milli þeirra sem fæddir eru í Frakklandi og löglegra innflytjenda en á móti kemur að samkomulag náðist um að banna vistun barna í sérstökum móttökumiðstöðvum. Macron sagðist ekki sammála öllum þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu en fólk yrði að átta sig á því að gildi væru eitt og raunveruleikinn annað. Endanleg útgáfa væri afrakstur málamiðlana en það hefði ekki komið til greina að gefast upp og gera ekki neitt. „Við erum land sem hefur ávallt boðið fólk velkomið og við munu gera það áfram. En við verðum að stöðva ólöglegan aðflutning fólks og ferlarnir okkar eru of langir og flóknir til að geta gert það og það þýðir stjórnleysi,“ sagði forsetinn. Efst á forgangslistanum væri að stöðva þennan ólöglega aðflutning og síðan að stuðla að betri aðlögun gegnum tungumálakennslu og atvinnu. Þetta væru markmið frumvarpsins.
Frakkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira