Kjarnorkukrakkinn fagnaði draumafrumrauninni með kebab Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2023 15:30 Senuþjófur gærdagsins á HM í pílukasti, Luke Littler, með sigurkebabinn. Ungstirnið Luke Littler fagnaði sínum fyrsta sigri á heimsmeistaramótinu í pílukasti á hóflegan hátt. Hinn sextán ára Littler átti frábæra frumraun á HM í gær. Hann vann þá Hollendinginn Christian Kist örugglega, 3-0. Littler er enn sem komið er með langhæsta meðaltalið á HM, eða 106,12. Hann fékk sjö sinnum fullt hús (180) og hitti helming allra sinna útskota. Littler fær ekki langa hvíld því hann mætir Andrew Gilding í 2. umferð í kvöld. Hann leyfði sér þó aðeins að fagna eftir sigurinn á Kist. Kjarnorkukrakkinn hélt upp á draumafrumraunina í Ally Pally með því að fá sér kebab og kók. Mynd af honum graðka í sig kebabinn fór á flug á samfélagsmiðlum. 16-year-old Luke Littler produced one of the best World Darts debuts ever after beating Christian Kist 3-0 and celebrated in style with a kebab pic.twitter.com/q7u7FwyZ0G— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2023 Littler fær væntanlega meiri samkeppni frá Gilding en hann fékk frá Kist í gær en ljóst er að Kjarnorkukrakkinn er til alls líklegur á stærsta sviðinu. Þótt Littler líti kannski ekki út fyrir að vera sextán ára er hann fæddur 21. janúar 2007. Andstæðingur hans í kvöld, Gilding, er öllu eldri, eða 53 ára. Hann varð elsti maðurinn til að vinna stórmót þegar hann hrósaði sigri á Opna breska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Gilding er í 20. sæti heimslistans í pílukasti en Littler í því 164. Samt er Littler núna sjöundi líklegastur til að vinna HM samkvæmt veðbönkum. Bein útsending frá seinni hluta dagsins á HM í pílukasti hefst klukkan 19:00 á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira
Hinn sextán ára Littler átti frábæra frumraun á HM í gær. Hann vann þá Hollendinginn Christian Kist örugglega, 3-0. Littler er enn sem komið er með langhæsta meðaltalið á HM, eða 106,12. Hann fékk sjö sinnum fullt hús (180) og hitti helming allra sinna útskota. Littler fær ekki langa hvíld því hann mætir Andrew Gilding í 2. umferð í kvöld. Hann leyfði sér þó aðeins að fagna eftir sigurinn á Kist. Kjarnorkukrakkinn hélt upp á draumafrumraunina í Ally Pally með því að fá sér kebab og kók. Mynd af honum graðka í sig kebabinn fór á flug á samfélagsmiðlum. 16-year-old Luke Littler produced one of the best World Darts debuts ever after beating Christian Kist 3-0 and celebrated in style with a kebab pic.twitter.com/q7u7FwyZ0G— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2023 Littler fær væntanlega meiri samkeppni frá Gilding en hann fékk frá Kist í gær en ljóst er að Kjarnorkukrakkinn er til alls líklegur á stærsta sviðinu. Þótt Littler líti kannski ekki út fyrir að vera sextán ára er hann fæddur 21. janúar 2007. Andstæðingur hans í kvöld, Gilding, er öllu eldri, eða 53 ára. Hann varð elsti maðurinn til að vinna stórmót þegar hann hrósaði sigri á Opna breska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Gilding er í 20. sæti heimslistans í pílukasti en Littler í því 164. Samt er Littler núna sjöundi líklegastur til að vinna HM samkvæmt veðbönkum. Bein útsending frá seinni hluta dagsins á HM í pílukasti hefst klukkan 19:00 á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira