Volaða land skrefi nær Óskarstilnefningu Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2023 07:43 Myndin Volaða land var frumsýnd í Cannes árið 2022 og hefur síðan verið sýnt á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Kvikmyndin Volaða land, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 2024, er nú skrefi nær því að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þetta varð ljóst í gær eftir að tilkynnt var hvaða fimmtán kvikmyndir ættu enn möguleika á að hljóta tilnefningu. Í heildina voru kvikmyndir frá 88 löndum lagðar fram til verðlaunanna þetta árið, en eftir niðurskurðinn eiga fimmtán myndir enn möguleika á tilnefningu. Tilkynnt verður um hvaða fimm myndir verða svo að lokum tilnefndar þann 23. janúar 2024. Óskarsverðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 10. mars. Volaða land er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar og var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2022, þar sem hún keppti um Un Certain Regard-verðlaun hátíðarinnar. Hún hefur svo verið sýnt á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndirnar fimmtán sem enn eiga möguleika á að hljóta tilnefningu sem besta erlenda mynd: Amerikatsi (Armenía) The Monk and the Gun (Bútan) The Promised Land (Danmörk) Fallen Leaves (Finnland) The Taste of Things (Frakkland) The Teachers’ Lounge (Þýskaland) Volaða land (e. Godland) (Ísland) Io Capitano (Ítalía) Perfect Days (Japan) Totem (Mexíkó) The Mother of All Lies (Marokkó) Society of the Snow (Spánn) Four Daughters (Túnis) 20 Days in Mariupol (Úkraína) The Zone of Interest (Bretland) Myndin er sögð saga af baráttu manns við náttúruna, trúna og sitt dýrslega eðli. „Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Hún er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir Snowglobe í Danmörku. Dreifingaraðili myndarinnar í Bandaríkjunum er Janus Films,“ segir um myndina. Hróður myndarinnar hefur farið nokkuð víða og á dögunum útnefndi breska blaðið Guardian til að mynda myndina sem sjöttu bestu kvikmynd ársins. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í heildina voru kvikmyndir frá 88 löndum lagðar fram til verðlaunanna þetta árið, en eftir niðurskurðinn eiga fimmtán myndir enn möguleika á tilnefningu. Tilkynnt verður um hvaða fimm myndir verða svo að lokum tilnefndar þann 23. janúar 2024. Óskarsverðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 10. mars. Volaða land er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar og var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2022, þar sem hún keppti um Un Certain Regard-verðlaun hátíðarinnar. Hún hefur svo verið sýnt á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndirnar fimmtán sem enn eiga möguleika á að hljóta tilnefningu sem besta erlenda mynd: Amerikatsi (Armenía) The Monk and the Gun (Bútan) The Promised Land (Danmörk) Fallen Leaves (Finnland) The Taste of Things (Frakkland) The Teachers’ Lounge (Þýskaland) Volaða land (e. Godland) (Ísland) Io Capitano (Ítalía) Perfect Days (Japan) Totem (Mexíkó) The Mother of All Lies (Marokkó) Society of the Snow (Spánn) Four Daughters (Túnis) 20 Days in Mariupol (Úkraína) The Zone of Interest (Bretland) Myndin er sögð saga af baráttu manns við náttúruna, trúna og sitt dýrslega eðli. „Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Hún er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir Snowglobe í Danmörku. Dreifingaraðili myndarinnar í Bandaríkjunum er Janus Films,“ segir um myndina. Hróður myndarinnar hefur farið nokkuð víða og á dögunum útnefndi breska blaðið Guardian til að mynda myndina sem sjöttu bestu kvikmynd ársins.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira