Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 19:31 Leifur Runólfsson er lögmaður föður drengjanna. Vísir Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. Drengirnir flugu til Noregs ásamt föður sínum, sem er íslenskur, í gærkvöldi. Lögmaður föðurins segir að um fagnaðarfundi hafi verið að ræða þegar drengirnir hittu föður sinn. „Ég var ekki vitni að því sjálfur, en miðað við það sem ég heyri þá voru þetta fagnaðarfundir,“ segir lögmaðurinn Leifur Runólfsson. Málinu sé nú lokið, hvað drengina sjálfa varðar. „Þeir eru komnir heim til sín. Faðir þeirra fer einn með forsjá og hefur gert í svolítinn tíma. Hvað það varðar er málinu lokið, en Edda bíður náttúrulega dóms í Noregi,“ segir Leifur. Edda Björk var handtekin á Íslandi í lok síðasta mánaðar. Hún kom með drengina þrjá hingað til lands frá Noregi með einkaflugvél í mars á síðasta ári, en föður þeirra hafði verið dæmd forsjá þeirra í Noregi. Edda var framseld til Noregs í upphafi þessa mánaðar, eftir að fallist var á framsal hennar á tveimur dómstigum. Réttarhöldum yfir Eddu er lokið en hún bíður nú dóms, þar sem saksóknarar fara fram á sautján mánaða fangelsisdóm yfir henni. Edda ásamt tveimur drengjanna. Sambýlismaður Eddu og sálfræðingur meðal kærðra Leifur segir að kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem að málinu komu hér á landi. Það er að segja, þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina meðan lögregla freistaði þess að finna þá og koma þeim til föður síns. „Ég mun væntanlega leggja fram bótakröfur í því máli, en ég á eftir að skoða það nánar, svo það sé sagt. En það sé sagt,“ segir Leifur. Þær kröfur muni beinast að þeim sem kunni að vera með stöðu sakbornings í málinu. Sambýlismaður Eddu hafi verið sérstaklega kærður, þar sem barnsfaðirinn telji hann hafa fjármagnað ferð Eddu frá Noregi til Íslands með drengina. „En það er lögreglunnar að sanna það, það er ekki okkar. Og svo var tiltekinn sálfræðingur kærður,“ segir Leifur. Leifur segir kæru ekki hafa verið lagða fram á hendur Hildi Sólveigu Pétursdóttur, lögmanni Eddu Bjarkar, sem var handtekin í gærkvöldi ásamt systur Eddu eftir að synir Eddu fundust. Leifur segist ekki hafa upplýsingar um af hverju Hildur var handtekin. Handtaka Hildar var harðlega gagnrýnd af lögmönnum lögmannstofunnar sem Hildur starfar á. Í yfirlýsingu sem stofan sendi frá sér í dag sagði engan vafa leika á því að lögreglan hefði farið yfir eðlileg og málefnaleg mörk með handtökunni, og hugsanlega gerst brotleg við lög. Sá yngsti hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Leifur segist hafa upplýsingar um að tveir drengjanna, sem eru tvíburar, hafi verið á einum stað en yngri bróðir þeirra á öðrum síðastliðnar tvær vikur. „Þannig að hann hafði ekki séð bræður sína í tvær vikur. Og þeir voru ekki vel hirtir þegar þeir fundust loksins. Voru í hálfónýtum fötum og það hafði ekki verið hugsað vel um þá virðist vera. Ekki að mati míns skjólstæðings, að minnsta kosti.“ Leifur segist þakklátur yfirvöldum fyrir að málinu sé loksins lokið. „Ég vona bara að það komi aldrei svona mál upp aftur.“ Mál Eddu Bjarkar Lögreglumál Noregur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Drengirnir flugu til Noregs ásamt föður sínum, sem er íslenskur, í gærkvöldi. Lögmaður föðurins segir að um fagnaðarfundi hafi verið að ræða þegar drengirnir hittu föður sinn. „Ég var ekki vitni að því sjálfur, en miðað við það sem ég heyri þá voru þetta fagnaðarfundir,“ segir lögmaðurinn Leifur Runólfsson. Málinu sé nú lokið, hvað drengina sjálfa varðar. „Þeir eru komnir heim til sín. Faðir þeirra fer einn með forsjá og hefur gert í svolítinn tíma. Hvað það varðar er málinu lokið, en Edda bíður náttúrulega dóms í Noregi,“ segir Leifur. Edda Björk var handtekin á Íslandi í lok síðasta mánaðar. Hún kom með drengina þrjá hingað til lands frá Noregi með einkaflugvél í mars á síðasta ári, en föður þeirra hafði verið dæmd forsjá þeirra í Noregi. Edda var framseld til Noregs í upphafi þessa mánaðar, eftir að fallist var á framsal hennar á tveimur dómstigum. Réttarhöldum yfir Eddu er lokið en hún bíður nú dóms, þar sem saksóknarar fara fram á sautján mánaða fangelsisdóm yfir henni. Edda ásamt tveimur drengjanna. Sambýlismaður Eddu og sálfræðingur meðal kærðra Leifur segir að kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem að málinu komu hér á landi. Það er að segja, þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina meðan lögregla freistaði þess að finna þá og koma þeim til föður síns. „Ég mun væntanlega leggja fram bótakröfur í því máli, en ég á eftir að skoða það nánar, svo það sé sagt. En það sé sagt,“ segir Leifur. Þær kröfur muni beinast að þeim sem kunni að vera með stöðu sakbornings í málinu. Sambýlismaður Eddu hafi verið sérstaklega kærður, þar sem barnsfaðirinn telji hann hafa fjármagnað ferð Eddu frá Noregi til Íslands með drengina. „En það er lögreglunnar að sanna það, það er ekki okkar. Og svo var tiltekinn sálfræðingur kærður,“ segir Leifur. Leifur segir kæru ekki hafa verið lagða fram á hendur Hildi Sólveigu Pétursdóttur, lögmanni Eddu Bjarkar, sem var handtekin í gærkvöldi ásamt systur Eddu eftir að synir Eddu fundust. Leifur segist ekki hafa upplýsingar um af hverju Hildur var handtekin. Handtaka Hildar var harðlega gagnrýnd af lögmönnum lögmannstofunnar sem Hildur starfar á. Í yfirlýsingu sem stofan sendi frá sér í dag sagði engan vafa leika á því að lögreglan hefði farið yfir eðlileg og málefnaleg mörk með handtökunni, og hugsanlega gerst brotleg við lög. Sá yngsti hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Leifur segist hafa upplýsingar um að tveir drengjanna, sem eru tvíburar, hafi verið á einum stað en yngri bróðir þeirra á öðrum síðastliðnar tvær vikur. „Þannig að hann hafði ekki séð bræður sína í tvær vikur. Og þeir voru ekki vel hirtir þegar þeir fundust loksins. Voru í hálfónýtum fötum og það hafði ekki verið hugsað vel um þá virðist vera. Ekki að mati míns skjólstæðings, að minnsta kosti.“ Leifur segist þakklátur yfirvöldum fyrir að málinu sé loksins lokið. „Ég vona bara að það komi aldrei svona mál upp aftur.“
Mál Eddu Bjarkar Lögreglumál Noregur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira