Erfitt að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni en ekkert annað í boði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 13:43 Kristinn var á leið í skötuveislu ásamt öðrum áhafnarmeðlimum Freyju, því næst var planið að fara að kaupa jólatré og hamborgarhrygg. Háseti og kafari á varðskipinu Freyju segir stemninguna meðal átján áhafnarmeðlima mjög góða, þrátt fyrir að nú sé ljóst að þeir muni eyða jólunum um borð í skipinu við Ísafjarðarhöfn. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir morgundaginn auk þess sem miklar líkur eru taldar á snjóflóðum á svæðinu. Kristinn Ómar Jóhannsson, atvinnukafari hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í ellefu ár. Varðskipið Freyja lagðist að höfn í Ísafjarðabryggju skömmu fyrir hádegi, þar sem áhöfn verður til taks þegar appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi í fyrramálið. Auk þess eru taldar miklar líkur á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni hafði áhöfnin nýlokið við að binda skipið niður og var á leið til skötuveislu í björgunarsveitarhúsi bæjarins. Hann sagði stemninguna innan hópsins mjög góða. „Við erum að fara að kaupa jólatré í Húsasmiðjunni núna á eftir. Ætlum svo að kaupa einhverja pakka og bæta við skreytingum um borð. Við þurfum að gera eins gott úr þessu og hægt er.“ Átján áhafnarmeðlimir munu eyða aðfangadegi saman um borð í Freyju. Að sögn Kristins verður keyptur hamborgahryggur í dag auk þess sem boðið verður upp á skötusel í hádeginu á morgun. Erfið tilhugsun að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni Kristinn er fjölskyldumaður og býr á Seyðisfirði með eiginkonu sinni og syni. Hann viðurkennir að það sé erfið tilhugsun að eyða jólunum án þeirra en ekkert annað hafi verið í boði. Kristinn Ómar hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í rúm ellefu ár en mun hverfa til annara starfa eftir áramót. Aðsend „Við vorum á bakvakt og áttum alveg von á að vera kallaðir út. Auðvitað vonuðum við það besta, að þetta myndi sleppa, en svona er þetta.“ Lögreglan á Vestfjörðum bað um skipið og við urðum að sjálfsögðu við því. Byrjað er að hvessa og snjóa á Ísafirði og veðrið verður mjög slæmt í fyrramálið. Það versta ætti samkvæmt spá að vera yfirstaðið annað kvöld og segir Kristinn mögulegt að áhöfn komist heim annan í jólum. „En í raun vitum við ekki hvað við verðum lengi. En það verður alveg þar til verður búið að aflétta öllu, þá förum við að dóla okkur heim.“ Fólk rólegra að vita af skipinu Þar sem skipið er svo nýkomið til Ísafjarðar var Kristinn ekki upplýstur um hvernig hljóðið væri í bæjarbúum vegna stöðunnar. Hann sagðist þó vita að það róaði fólk að hafa skipið við bryggjuna, enda væri það ein af ástæðunum fyrir komu þess. Aðspurður um verkefnin framundan sagði hann áhöfnina reiðubúna að takast á við öll þau verkefni sem upp kunna að koma. „Ef það lokast vegir, sjúkraflutningar eða það sem til fellur. Við gerum bara það sem þarf að gera.“ Veður Landhelgisgæslan Jól Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Kristinn Ómar Jóhannsson, atvinnukafari hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í ellefu ár. Varðskipið Freyja lagðist að höfn í Ísafjarðabryggju skömmu fyrir hádegi, þar sem áhöfn verður til taks þegar appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi í fyrramálið. Auk þess eru taldar miklar líkur á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni hafði áhöfnin nýlokið við að binda skipið niður og var á leið til skötuveislu í björgunarsveitarhúsi bæjarins. Hann sagði stemninguna innan hópsins mjög góða. „Við erum að fara að kaupa jólatré í Húsasmiðjunni núna á eftir. Ætlum svo að kaupa einhverja pakka og bæta við skreytingum um borð. Við þurfum að gera eins gott úr þessu og hægt er.“ Átján áhafnarmeðlimir munu eyða aðfangadegi saman um borð í Freyju. Að sögn Kristins verður keyptur hamborgahryggur í dag auk þess sem boðið verður upp á skötusel í hádeginu á morgun. Erfið tilhugsun að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni Kristinn er fjölskyldumaður og býr á Seyðisfirði með eiginkonu sinni og syni. Hann viðurkennir að það sé erfið tilhugsun að eyða jólunum án þeirra en ekkert annað hafi verið í boði. Kristinn Ómar hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í rúm ellefu ár en mun hverfa til annara starfa eftir áramót. Aðsend „Við vorum á bakvakt og áttum alveg von á að vera kallaðir út. Auðvitað vonuðum við það besta, að þetta myndi sleppa, en svona er þetta.“ Lögreglan á Vestfjörðum bað um skipið og við urðum að sjálfsögðu við því. Byrjað er að hvessa og snjóa á Ísafirði og veðrið verður mjög slæmt í fyrramálið. Það versta ætti samkvæmt spá að vera yfirstaðið annað kvöld og segir Kristinn mögulegt að áhöfn komist heim annan í jólum. „En í raun vitum við ekki hvað við verðum lengi. En það verður alveg þar til verður búið að aflétta öllu, þá förum við að dóla okkur heim.“ Fólk rólegra að vita af skipinu Þar sem skipið er svo nýkomið til Ísafjarðar var Kristinn ekki upplýstur um hvernig hljóðið væri í bæjarbúum vegna stöðunnar. Hann sagðist þó vita að það róaði fólk að hafa skipið við bryggjuna, enda væri það ein af ástæðunum fyrir komu þess. Aðspurður um verkefnin framundan sagði hann áhöfnina reiðubúna að takast á við öll þau verkefni sem upp kunna að koma. „Ef það lokast vegir, sjúkraflutningar eða það sem til fellur. Við gerum bara það sem þarf að gera.“
Veður Landhelgisgæslan Jól Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira