Tvíeyki tók gaskúta Grindvíkinga ófrjálsri hendi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2023 22:31 Óprúttnir aðilar hafa látið greipar sópa á sólpöllum Grindvíkinga í fjarveru þeirra. Vísir/Arnar Gaskútur og grillábreiða voru horfin þegar Aron Ágústsson íbúi í Grindavík og fjölskylda hans sneri aftur heim til Grindavíkur í dag. Hann segir furðulegt að óprúttnir aðilar komist inn í bæinn og að munir hverfi þrátt fyrir fullyrðingar lögreglustjóra um að ekkert sé að óttast. „Hjá mér vantar bara gaskút og ábreiðuna á grillið og hjá nágrönnum mínum voru tveir gaskútar teknir. Fjárhagslega er þetta ekki stórt tjón en það að óviðkomandi aðilar komi hér inn í þeim tilgangi að stela er það sárasta í þessu,“ segir Aron í samtali við fréttastofu. Hann segir nágranna sinn hafa náð þjófunum, tveimur mönnum, á myndband í öryggismyndavél. Hann hafi hringt á lögregluna til að tilkynna tjónið en fengið þau svör að hann þyrfti að mæta á lögreglustöðina á skrifstofutíma til að kæra. Kemur ekki á óvart „Þetta kemur mér ekkert á óvart, ekki miðað við það hvernig staðið hefur verið að gæslunni inn í bæinn. Ég hef aldrei verið spurður að nafni, kennitölu, heimilisfangi. Ég er bara spurður að því hvort ég sé að fara heim og mér svo hleypt inn,“ segir Aron. „Ég hefði alveg getað spáð fyrir um þetta. Það er það sem er ekki í lagi. Það kom tilkynning frá lögreglustjóranum í gær eða fyrradag þar sem fram kom að íbúar yrðu ekki skráðir niður við innkomu í bæinn. Þetta er algjört kjaftæði, það er verið að segja þjófum að það sé ekkert verið að fylgjast hérna með.“ Lögreglustjórinn hafi ekki talið þörf á að skrá fólk niður Fjárhagslegt tjón geti ekki talist mikið en þó nemi það einhverjum tugum þúsunda. Lítið átak hefði þó þurft til af hálfu þjófanna til að enn verr færi. „Þeir hefðu vel getað farið inn og allt það en þetta er aðallega óþægilegt. Svo finnst manni ekki í lagi að fólk leggist svona lágt að fara inn í bæ sem er búið að rýma og ræna dóti. Fólk sem er að gera þetta er kannski ekki upp á sitt besta,“ segir Aron. Hann segir mikla umræðu hafa skapast á íbúafundi nýlega vegna hræðslu íbúa um að óprúttnir aðilar nýttu sér fjarveru þeirra. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi þar verið spurður að því hvort ekki ætti að taka niður kennitölu þeirra sem heimsóttu bæinn. „Úlfar sagði að hann sæi ekki þörf á því, því allt hefði gengið svo vel. Þetta er eins og að bíða eftir að einhver slasist áður en hlutirnir eru lagaðar, þrátt fyrir að sjá það fyrir að einhver geti slasast.“ Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
„Hjá mér vantar bara gaskút og ábreiðuna á grillið og hjá nágrönnum mínum voru tveir gaskútar teknir. Fjárhagslega er þetta ekki stórt tjón en það að óviðkomandi aðilar komi hér inn í þeim tilgangi að stela er það sárasta í þessu,“ segir Aron í samtali við fréttastofu. Hann segir nágranna sinn hafa náð þjófunum, tveimur mönnum, á myndband í öryggismyndavél. Hann hafi hringt á lögregluna til að tilkynna tjónið en fengið þau svör að hann þyrfti að mæta á lögreglustöðina á skrifstofutíma til að kæra. Kemur ekki á óvart „Þetta kemur mér ekkert á óvart, ekki miðað við það hvernig staðið hefur verið að gæslunni inn í bæinn. Ég hef aldrei verið spurður að nafni, kennitölu, heimilisfangi. Ég er bara spurður að því hvort ég sé að fara heim og mér svo hleypt inn,“ segir Aron. „Ég hefði alveg getað spáð fyrir um þetta. Það er það sem er ekki í lagi. Það kom tilkynning frá lögreglustjóranum í gær eða fyrradag þar sem fram kom að íbúar yrðu ekki skráðir niður við innkomu í bæinn. Þetta er algjört kjaftæði, það er verið að segja þjófum að það sé ekkert verið að fylgjast hérna með.“ Lögreglustjórinn hafi ekki talið þörf á að skrá fólk niður Fjárhagslegt tjón geti ekki talist mikið en þó nemi það einhverjum tugum þúsunda. Lítið átak hefði þó þurft til af hálfu þjófanna til að enn verr færi. „Þeir hefðu vel getað farið inn og allt það en þetta er aðallega óþægilegt. Svo finnst manni ekki í lagi að fólk leggist svona lágt að fara inn í bæ sem er búið að rýma og ræna dóti. Fólk sem er að gera þetta er kannski ekki upp á sitt besta,“ segir Aron. Hann segir mikla umræðu hafa skapast á íbúafundi nýlega vegna hræðslu íbúa um að óprúttnir aðilar nýttu sér fjarveru þeirra. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi þar verið spurður að því hvort ekki ætti að taka niður kennitölu þeirra sem heimsóttu bæinn. „Úlfar sagði að hann sæi ekki þörf á því, því allt hefði gengið svo vel. Þetta er eins og að bíða eftir að einhver slasist áður en hlutirnir eru lagaðar, þrátt fyrir að sjá það fyrir að einhver geti slasast.“
Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54