Keypti Porsche handa konu liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2023 09:30 Ashley Kelly með Joe Kelly og börnunum. Til hliðar er Shohei Ohtani með treyju númer sautján. Samsett/@ashleynicokelly og AP Hann var eftirsóttur og fékk stærsta samning sögunnar. Hann var líka mjög þakklátur einni konu. Shohei Ohtani skrifaði undir tíu ára samning við Los Angeles Dodgers hafnaboltaliðið í byrjun desember og fær hann samtals sjö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir. Þetta er stærsti samningur sögunnar og þarna er eitt Los Angeles félag, Dodgers, að stela leikmanni frá öðru Los Angeles liði, Angels, þar sem Ohtani hefur spilað fyrstu fimm árin sín í Bandaríkjunum. Shohei Ohtani gifts Porsche to wife of Dodgers teammate Joe Kelly for viral jersey number campaign https://t.co/pLB8EsHDhK pic.twitter.com/FHhH59DCFT— New York Post (@nypost) December 24, 2023 Ohtani er frábær leikmaður. Hann var samningslaus og bandarísku félögin kepptust við að bjóða honum lúxussamninga. Hann valdi að lokum Dodgers liðið enda erfitt að hafna 96 milljörðum króna. Ein af þeim sem barðist hvað mest fyrir því að fá Ohtani til Dodgers var Ashley Kelly. Hún er gift Joe Kelly leikmanni Dodgers liðsins. Ashley kom myllumerkinu #Ohtake17 á flug á samfélagsmiðlum. Hún vildi að Ohtani tæki treyjunúmerið af eiginmanninum sínum. Hún gekk meira að segja svo langt að segja að þau myndi skíra son sinn Kai Shokai ef hann myndi semja við Dodgers. Svo fór á endanum að Ohtani valdi Los Angeles Dodgers fram yfir öll hin áhugasömu liðin og fékk að auki treyju númer sautján frá Kelly sem færði sig yfir í 99 í staðinn. Ohtani var mjög þakklátur fyrir framtak Ashley og ákvað að færa henni gjöf. Það var engin smágjöf. Dodgers sýndi frá því á samfélagsmiðlum sínum þegar Ashley opnar dyrnar og sér nýjan silfraðan Porsche fyrir utan húsið. „Þetta er þinn bíll... kveðja Shohei,“ var skrifað undir. Ohtani keypti því Porsche bíl handa konu liðsfélaga síns. It s yours from Shohei. Shohei gifted Joe Kelly s wife Ashley with a new car for her Ohtake17 campaign. pic.twitter.com/Vsb3PqMthF— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) December 24, 2023 Hafnabolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Shohei Ohtani skrifaði undir tíu ára samning við Los Angeles Dodgers hafnaboltaliðið í byrjun desember og fær hann samtals sjö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir. Þetta er stærsti samningur sögunnar og þarna er eitt Los Angeles félag, Dodgers, að stela leikmanni frá öðru Los Angeles liði, Angels, þar sem Ohtani hefur spilað fyrstu fimm árin sín í Bandaríkjunum. Shohei Ohtani gifts Porsche to wife of Dodgers teammate Joe Kelly for viral jersey number campaign https://t.co/pLB8EsHDhK pic.twitter.com/FHhH59DCFT— New York Post (@nypost) December 24, 2023 Ohtani er frábær leikmaður. Hann var samningslaus og bandarísku félögin kepptust við að bjóða honum lúxussamninga. Hann valdi að lokum Dodgers liðið enda erfitt að hafna 96 milljörðum króna. Ein af þeim sem barðist hvað mest fyrir því að fá Ohtani til Dodgers var Ashley Kelly. Hún er gift Joe Kelly leikmanni Dodgers liðsins. Ashley kom myllumerkinu #Ohtake17 á flug á samfélagsmiðlum. Hún vildi að Ohtani tæki treyjunúmerið af eiginmanninum sínum. Hún gekk meira að segja svo langt að segja að þau myndi skíra son sinn Kai Shokai ef hann myndi semja við Dodgers. Svo fór á endanum að Ohtani valdi Los Angeles Dodgers fram yfir öll hin áhugasömu liðin og fékk að auki treyju númer sautján frá Kelly sem færði sig yfir í 99 í staðinn. Ohtani var mjög þakklátur fyrir framtak Ashley og ákvað að færa henni gjöf. Það var engin smágjöf. Dodgers sýndi frá því á samfélagsmiðlum sínum þegar Ashley opnar dyrnar og sér nýjan silfraðan Porsche fyrir utan húsið. „Þetta er þinn bíll... kveðja Shohei,“ var skrifað undir. Ohtani keypti því Porsche bíl handa konu liðsfélaga síns. It s yours from Shohei. Shohei gifted Joe Kelly s wife Ashley with a new car for her Ohtake17 campaign. pic.twitter.com/Vsb3PqMthF— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) December 24, 2023
Hafnabolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum