Auðunn látinn taka skellinn Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2023 10:53 Katrín var ekki til viðtals um annað en að Auðunn tæki pokann sinn eftir að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í Gasa. Vísir/Vilhelm/Sendiráð Íslands í Helsinki Auðunn Atlason, sem gegndi stöðu sérfræðings í alþjóðamálum í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, var látinn súpa seyðið af samskiptaleysi því sem leiddi til þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Talsverð læti urðu vegna afstöðu Íslands í þessari atkvæðagreiðslu sem fram fór á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 28. október. Ísland sat hjá meðan 120 ríki greiddu atkvæði með tillögunni um mannúðarhlé á átökunum á Gasa, 12 ríki greiddu atkvæði gegn henni og þar fóru Bandaríkin og Ísrael fremst í flokki en 45 ríki sátu hjá - þar á meðal öll Norðurlöndin að Noregi frátöldu. Hjáseta Íslands hefur verið túlkuð sem fylgispekt við Bandaríkin. Annað hvort „lítilsvirt“ eða „ósannsögul“ Bjarni Benediktsson var tekinn við stöðu utanríkisráðherra þegar þetta var en reiðin sneri þó fyrst og síðast gegn Katrínu. „Annaðhvort er hún lítilsvirtasti eða ósannsögulasti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins,“ sagði Illugi Jökulsson, einn harðasti gagnrýnandi Katrínar, 30. október á Facebook-síðu sinni. Og hann var ekki einn um að gagnrýna Katrínu. Hjáseta Íslands þótti ganga í berhögg við allt sem Vinstri grænir segjast vera. Þingflokkur Vinstri grænna sagði í yfirlýsingu að flokkurinn hefði viljað greiða atkvæði með tillögunni. Katrín átti sem sagt í vök að verjast í málinu og sagði að ekki hefði verið haft samráð við sig. Málið þótti vera þess eðlis að þar hlyti að þurfa að eiga sér stað samtal milli forsætis- og utanríkisráðherra. Var talað um klúður í samskiptum hins nýja utanríkisráðherra og hefur Vísir heimildir fyrir því að Auðunn Atlason, sem lengi hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar og gegndi stöðu sendiherra í Vín og Finnlandi á tímabili, hafi verið látinn taka skellinn. Vísað fyrirvaralaust úr forsætisráðuneytinu Auðunn vill ekki tjá sig um málið en hann mun ítrekað hafa farið þess á leit við Katrínu að fá fund vegna málsins en allt kom fyrir ekki. Samstöðin greinir frá þessu og segir að Auðunn hafi verið sviptur aðgangskorti að Stjórnarráðshúsinu og verið vísað þaðan fyrirvaralaust. Auðunn var þannig látinn bera ábyrgð á samskiptaleysi Bjarna og Katrínar, en tölvuskeyti þess efnis að til stæði að greiða atkvæði á þessa lund barst meðal annars honum auk fleiri viðtakendum; Auðunn var látinn bera ábyrgð á því að Bjarni og Katrín töluðu ekki saman um hina afdrifaríku hjásetu Íslands. Auðunn er nú aftur starfsmaður utanríkisráðuneytisins eftir að hafa haft fremur skamma viðveru í forsætisráðuneytinu. Og ætla það að reynast helstu afleiðingar málsins. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að Auðunn fari utan og taki við sendiherrastöðu á meginlandi Evrópu í haust. Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29. október 2023 21:12 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Talsverð læti urðu vegna afstöðu Íslands í þessari atkvæðagreiðslu sem fram fór á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 28. október. Ísland sat hjá meðan 120 ríki greiddu atkvæði með tillögunni um mannúðarhlé á átökunum á Gasa, 12 ríki greiddu atkvæði gegn henni og þar fóru Bandaríkin og Ísrael fremst í flokki en 45 ríki sátu hjá - þar á meðal öll Norðurlöndin að Noregi frátöldu. Hjáseta Íslands hefur verið túlkuð sem fylgispekt við Bandaríkin. Annað hvort „lítilsvirt“ eða „ósannsögul“ Bjarni Benediktsson var tekinn við stöðu utanríkisráðherra þegar þetta var en reiðin sneri þó fyrst og síðast gegn Katrínu. „Annaðhvort er hún lítilsvirtasti eða ósannsögulasti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins,“ sagði Illugi Jökulsson, einn harðasti gagnrýnandi Katrínar, 30. október á Facebook-síðu sinni. Og hann var ekki einn um að gagnrýna Katrínu. Hjáseta Íslands þótti ganga í berhögg við allt sem Vinstri grænir segjast vera. Þingflokkur Vinstri grænna sagði í yfirlýsingu að flokkurinn hefði viljað greiða atkvæði með tillögunni. Katrín átti sem sagt í vök að verjast í málinu og sagði að ekki hefði verið haft samráð við sig. Málið þótti vera þess eðlis að þar hlyti að þurfa að eiga sér stað samtal milli forsætis- og utanríkisráðherra. Var talað um klúður í samskiptum hins nýja utanríkisráðherra og hefur Vísir heimildir fyrir því að Auðunn Atlason, sem lengi hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar og gegndi stöðu sendiherra í Vín og Finnlandi á tímabili, hafi verið látinn taka skellinn. Vísað fyrirvaralaust úr forsætisráðuneytinu Auðunn vill ekki tjá sig um málið en hann mun ítrekað hafa farið þess á leit við Katrínu að fá fund vegna málsins en allt kom fyrir ekki. Samstöðin greinir frá þessu og segir að Auðunn hafi verið sviptur aðgangskorti að Stjórnarráðshúsinu og verið vísað þaðan fyrirvaralaust. Auðunn var þannig látinn bera ábyrgð á samskiptaleysi Bjarna og Katrínar, en tölvuskeyti þess efnis að til stæði að greiða atkvæði á þessa lund barst meðal annars honum auk fleiri viðtakendum; Auðunn var látinn bera ábyrgð á því að Bjarni og Katrín töluðu ekki saman um hina afdrifaríku hjásetu Íslands. Auðunn er nú aftur starfsmaður utanríkisráðuneytisins eftir að hafa haft fremur skamma viðveru í forsætisráðuneytinu. Og ætla það að reynast helstu afleiðingar málsins. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að Auðunn fari utan og taki við sendiherrastöðu á meginlandi Evrópu í haust.
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29. október 2023 21:12 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29. október 2023 21:12
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16