Vildi breyta til um jólin eftir andlát mömmu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 14:00 Áslaug Arna segir mikilvægt að fólk setji ekki óþarfa pressu á sig um að eiga fullkomin jól. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir fjölskylduna sína hafa viljað breyta til um jólin eftir andlát mömmu hennar. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar var Áslaug Arna í viðtali vikunnar og ræddi á opinskáan hátt um tilfinningar sínar til jólanna. Áslaug missti móður sína, Kristínu Steinarsdóttur, árið 2012 þegar hún var 22 ára gömul. Misjafnlega mikið jólabarn Áslaug segir að hún sé misjafnlega mikið jólabarn. Hún segist þó verða meira og meira jólabarn með árunum. „Sumir kannski hafa það öfugt, eru mjög mikið jólabarn sem börn en síðan minnkar það með árunum, en ég held ég sé að verða meira og meira jólabarn með hverju ári,“ segir Áslaug. Hún segir margt hafa breyst eftir að mamma hennar lést. Mikið skarð hafi verið hoggið í jólahaldið. „Konan sem eldaði matinn og hélt uppi hátíðunum að einhverju leyti er fallin frá og þá þurftum við einhvern veginn að finna það út hvernig við myndum halda jólin saman án hennar og það var kannski þá sem við þorðum að breyta út af vananum, af því að við treystum okkur ekki í að reyna að halda alveg uppteknum hætti.“ Jólin megi vera allskonar „Svo blandast fjölskyldan, pabbi kynnist nýrri konu, þá kemur ný fjölskylda inn og krakkarnir hennar og við höldum núna jólin öll saman. Það hefur verið alveg frábær viðbót við fjölskylduna,“ segir Áslaug. „Auðvitað var hún í fyrstu svolítið óvænt en síðan þá hefur fjölskyldan blandast ótrúlega vel saman og mér hefur þótt mjög vænt um þau jól sem við höfum skapað okkur saman núna.“ Áslaug segir að sér finnist stundum fullmikil krafa um að jólin eigi alltaf að vera eins og að það eigi alltaf að vera gaman. „Og allt frábært við þau og einhvern veginn og allt að ganga svo smurt og vera svo fallegt og allir svo hressir.“ Hún segist hafa reynt að létta af þeirri pressu á sig og sína fjölskyldu í gegnum tíðina. Áslaug segir að sér finnist mikilvægt að viðurkennt sé að jólin megi vera fjölbreytt og að fólk megi upplifa sínar tilfinningar. „Þetta er bara tími, manni má líða allskonar, það er allskonar sem hefur komið upp hjá mörgum, í kringum jólin, margir tengja jólin við einhverja erfiðleika. Aðrir hafa bara átt gleðileg jól og bara gaman og það er bara frábært líka,“ segir Áslaug. „En svona að við setjum kannski ekki óþarfa pressu á okkur gagnvart því að jólin þurfi öll að vera einhvern veginn upp á tíu.“ Enn í sorg fyrstu jólin Áslaug segir fyrstu jólin eftir andlát móður sinnar hafa einkennst af sorg. Hún hafi verið jörðuð stuttu fyrir jól, einungis einum mánuði fyrir. „Þannig að það var einhvern veginn ennþá allt í sorginni. En vinir hjálpuðu mikið til. Vinur pabba hjálpaði til með matinn, svona að þetta gæti verið í nokkuð hefðbundnum skorðum, vinkona mömmu gerði jólaísinn eins og við höfðum alltaf borðað hann.“ Fjölskyldan hafi reynt að halda jólin eins og hægt hafi verið þau jól. Þau hafi síðan næstu jól prófað að breyta alveg til og farið út til Tenerife af því að þau hafi ekki langað í hefðbundin jól það árið. „Eftir það svona púsluðum við þessu bara allskonar saman. Ég held að það sé alveg algengt að fólk vilji breyta aðeins til eftir svona áfall af því að jólin verða aldrei söm. Þau verða aldrei alveg eins.“ Jól Bítið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar var Áslaug Arna í viðtali vikunnar og ræddi á opinskáan hátt um tilfinningar sínar til jólanna. Áslaug missti móður sína, Kristínu Steinarsdóttur, árið 2012 þegar hún var 22 ára gömul. Misjafnlega mikið jólabarn Áslaug segir að hún sé misjafnlega mikið jólabarn. Hún segist þó verða meira og meira jólabarn með árunum. „Sumir kannski hafa það öfugt, eru mjög mikið jólabarn sem börn en síðan minnkar það með árunum, en ég held ég sé að verða meira og meira jólabarn með hverju ári,“ segir Áslaug. Hún segir margt hafa breyst eftir að mamma hennar lést. Mikið skarð hafi verið hoggið í jólahaldið. „Konan sem eldaði matinn og hélt uppi hátíðunum að einhverju leyti er fallin frá og þá þurftum við einhvern veginn að finna það út hvernig við myndum halda jólin saman án hennar og það var kannski þá sem við þorðum að breyta út af vananum, af því að við treystum okkur ekki í að reyna að halda alveg uppteknum hætti.“ Jólin megi vera allskonar „Svo blandast fjölskyldan, pabbi kynnist nýrri konu, þá kemur ný fjölskylda inn og krakkarnir hennar og við höldum núna jólin öll saman. Það hefur verið alveg frábær viðbót við fjölskylduna,“ segir Áslaug. „Auðvitað var hún í fyrstu svolítið óvænt en síðan þá hefur fjölskyldan blandast ótrúlega vel saman og mér hefur þótt mjög vænt um þau jól sem við höfum skapað okkur saman núna.“ Áslaug segir að sér finnist stundum fullmikil krafa um að jólin eigi alltaf að vera eins og að það eigi alltaf að vera gaman. „Og allt frábært við þau og einhvern veginn og allt að ganga svo smurt og vera svo fallegt og allir svo hressir.“ Hún segist hafa reynt að létta af þeirri pressu á sig og sína fjölskyldu í gegnum tíðina. Áslaug segir að sér finnist mikilvægt að viðurkennt sé að jólin megi vera fjölbreytt og að fólk megi upplifa sínar tilfinningar. „Þetta er bara tími, manni má líða allskonar, það er allskonar sem hefur komið upp hjá mörgum, í kringum jólin, margir tengja jólin við einhverja erfiðleika. Aðrir hafa bara átt gleðileg jól og bara gaman og það er bara frábært líka,“ segir Áslaug. „En svona að við setjum kannski ekki óþarfa pressu á okkur gagnvart því að jólin þurfi öll að vera einhvern veginn upp á tíu.“ Enn í sorg fyrstu jólin Áslaug segir fyrstu jólin eftir andlát móður sinnar hafa einkennst af sorg. Hún hafi verið jörðuð stuttu fyrir jól, einungis einum mánuði fyrir. „Þannig að það var einhvern veginn ennþá allt í sorginni. En vinir hjálpuðu mikið til. Vinur pabba hjálpaði til með matinn, svona að þetta gæti verið í nokkuð hefðbundnum skorðum, vinkona mömmu gerði jólaísinn eins og við höfðum alltaf borðað hann.“ Fjölskyldan hafi reynt að halda jólin eins og hægt hafi verið þau jól. Þau hafi síðan næstu jól prófað að breyta alveg til og farið út til Tenerife af því að þau hafi ekki langað í hefðbundin jól það árið. „Eftir það svona púsluðum við þessu bara allskonar saman. Ég held að það sé alveg algengt að fólk vilji breyta aðeins til eftir svona áfall af því að jólin verða aldrei söm. Þau verða aldrei alveg eins.“
Jól Bítið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Sjá meira