Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2023 08:27 Ivleeva hefur beðist afsökunar á framferði sínu en þó má enn finna partýmyndir á Instagram-aðgangi hennar. Instagram/ Nastya Ivleeva Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. Þá hefur bloggarinn sem hélt partýið neyðst til að biðjast afsökunar á samfélagsmiðlum. Partýið hefur gert allt vitlaust í Rússlandi en fjöldi þekktra einstaklinga sem voru meðal viðstaddra hafa misst samninga við stuðngingsaðila í kjölfarið og þá er forsetinn Valdimir Pútín sagður síður en svo ánægður með uppátækið. Hermenn á vígvellinum í Úkraínu eru meðal þeirra sem eru sagðir hafa verið fyrstir til að kvarta vegna veisluhaldanna, sem þykja hafa verið óhófleg og óviðeigandi á stríðstímum. Þau fóru fram á næturklúbbnum Mutabor og voru skipulögð af bloggaranum Anastasiu „Nastya“ Ivleevu. Meðal þeirra sem mættu voru tónlistarfólk og aðrir þekktir einstaklingar sem hafa verið áberandi í rússneskum fjölmiðlum síðustu ár. Einn þeirra, rapparinn Nikolai „Vacio“ Vasilyev, mætti nakinn fyrir utan sokk á getnaðarlimnum og var dæmdur í fimmtán daga fangelsi og sektaður um 200 þúsund rúblur, um 300 þúsund íslenskar krónur, fyrir áróður fyrir „óhefðbundnum kynlífsathöfnum“. View this post on Instagram A post shared by (@_agentgirl_) „Látum mig og ykkur vera eina fólkið í landinu sem er ekki að ræða þetta mál,“ svaraði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, við blaðamenn þegar hann var spurður um partýið í gær. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði viðburðinn blett á mannorði þeirra sem hefðu verið viðstaddir en að þeir hefðu nú tækifæri til að vinna í sjálfum sér. Fordæmingar þingmanna, fulltrúa kirkjunnar og fleiri eru sagðar hafa tröllriðið fyrirsögnum fjölmiðla í Rússlandi síðustu daga og Ivleeva, sem sást mæta til leiks skreytt rándýrum skartgripum, hefur neyðst til að senda frá sér tvö myndskeið þar sem hún biðst innilegrar afsökunar. Sagðist hún iðrast gjörða sinna en vonast til að fá annað tækifæri. Ivleeva sætir nú rannsókn og hefur verið kærð af hópi fólks sem segir hana hafa valdið þeim „siðferðilegri þjáningu“. „Þetta er alls ekki það sem hermenn okkar á vígvellinum eru að berjast fyrir,“ sagði framkvæmdastjóri samtaka um öruggt internet. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Þá hefur bloggarinn sem hélt partýið neyðst til að biðjast afsökunar á samfélagsmiðlum. Partýið hefur gert allt vitlaust í Rússlandi en fjöldi þekktra einstaklinga sem voru meðal viðstaddra hafa misst samninga við stuðngingsaðila í kjölfarið og þá er forsetinn Valdimir Pútín sagður síður en svo ánægður með uppátækið. Hermenn á vígvellinum í Úkraínu eru meðal þeirra sem eru sagðir hafa verið fyrstir til að kvarta vegna veisluhaldanna, sem þykja hafa verið óhófleg og óviðeigandi á stríðstímum. Þau fóru fram á næturklúbbnum Mutabor og voru skipulögð af bloggaranum Anastasiu „Nastya“ Ivleevu. Meðal þeirra sem mættu voru tónlistarfólk og aðrir þekktir einstaklingar sem hafa verið áberandi í rússneskum fjölmiðlum síðustu ár. Einn þeirra, rapparinn Nikolai „Vacio“ Vasilyev, mætti nakinn fyrir utan sokk á getnaðarlimnum og var dæmdur í fimmtán daga fangelsi og sektaður um 200 þúsund rúblur, um 300 þúsund íslenskar krónur, fyrir áróður fyrir „óhefðbundnum kynlífsathöfnum“. View this post on Instagram A post shared by (@_agentgirl_) „Látum mig og ykkur vera eina fólkið í landinu sem er ekki að ræða þetta mál,“ svaraði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, við blaðamenn þegar hann var spurður um partýið í gær. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði viðburðinn blett á mannorði þeirra sem hefðu verið viðstaddir en að þeir hefðu nú tækifæri til að vinna í sjálfum sér. Fordæmingar þingmanna, fulltrúa kirkjunnar og fleiri eru sagðar hafa tröllriðið fyrirsögnum fjölmiðla í Rússlandi síðustu daga og Ivleeva, sem sást mæta til leiks skreytt rándýrum skartgripum, hefur neyðst til að senda frá sér tvö myndskeið þar sem hún biðst innilegrar afsökunar. Sagðist hún iðrast gjörða sinna en vonast til að fá annað tækifæri. Ivleeva sætir nú rannsókn og hefur verið kærð af hópi fólks sem segir hana hafa valdið þeim „siðferðilegri þjáningu“. „Þetta er alls ekki það sem hermenn okkar á vígvellinum eru að berjast fyrir,“ sagði framkvæmdastjóri samtaka um öruggt internet. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira