Óbærilegt margmenni vegna niðurskurðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2023 20:39 Ólöf og Halldóra eru báðar fastagestir í Vesturbæjarlaug. Þær eru afar ósáttar við skertan opnunartíma yfir hátíðarnar. Vísir/Arnar Fastagestir Vesturbæjarlaugar mótmæla því harðlega að sundlaugar borgarinnar skuli standa meira og minna lokaðar á hátíðisdögum þetta árið. Óbærilegt margmenni hafi verið í lauginni á annan í jólum og heilu vinahóparnir verði svo sviknir um áramótasundið. Opið var á aðfangadag og annan í jólum í Vesturbæjarlaug en lokað yfir aðra helstu hátíðisdaga - og lokað verður bæði gamlárs- og nýársdag. Þetta er staðan í hinum laugum borgarinnar líka; afleiðing hagræðingaraðgerða sem Reykjavíkurborg kynnti í fyrra. Ólafur Egilsson leikari gagnrýnir þessa skerðingu, eftir að hafa heimsótt laugina í algjörri örtröð á annan í jólum. Þann dag stóðu aðeins tvær aðrar sundlaugar í Reykjavík opnar. „Þar ræddum við að það hafði verið mikil aðsókn og yrði líka lokað á gamlársdag. Og fólk var leitt vegna þess að það eru þónokkrir hópar fastagesta sem hafa það fyrir sið að hittast hérna fyrir hádegið á gamlársdag og fara yfir árið, þetta er hefð, áratugahefð,“ segir Ólafur við fréttamann í pottinum. Þessir hópar fái þannig ekki að njóta þessarar áratugahefðar í ár. „Auðvitað þarf þetta að vera skynsamlega rekið og fjármagni ráðstafað af hyggjuviti en ég held að þarna hafi verið gengið fulllangt í niðurskurðinum,“ segir Ólafur. Ólafur Egilsson vakti máls á samdrætti í opnum tímum yfir hátíðarnar í sundlaugum borgarinnar. Hann telur niðurskurðarkröfuna of bratta.Vísir/Arnar Alltof margir í lauginni Og förum aðeins yfir tölfræðina sem Ólafur tók saman og birti á Facebook. Árið 2021 voru sundlaugarnar átta í borginni opnar í samtals 275 klukkustundir yfir hátíðisdagana sex. Þetta var komið niður í um 190 klukkustundir í fyrra og í ár eru sundlaugarnar aðeins opnar í um 113 klukkustundir. Þetta er sextíu prósent samdráttur á tveimur árum. Fréttamaður fer yfir tölfræðina í lauginni í dag. „Við erum ekki ánægðar með þetta og sérstaklega á Þorláksmessu, það var lokað þá. Og styttri tími. Við erum ekki ánægðar með það,“ segir Ólöf Stefánsdóttir, fastagestur í Vesturbæjarlaug. Hún og Halldóra Gestsdóttir, annar fastagestur, skelltu sér báðar í laugina á annan í jólum. „Það var hræðilegt, það var svo mikið af fólki!“ Hátíðarlokanir verða ræddar í menningar- íþrótta og tómstundaráði eftir áramót. Þá verður í það minnsta skoðað hvort skerpa megi á útfærslu þeirra. Það þykir til að mynda halla á laugargesti í Austurborginni. Þá er raunar frekari skerðing í kortunum, almenns eðlis. Frá og með 1. apríl verður opnunartími allra sundlauga í Reykjavík styttur um klukkutíma, til níu á kvöldin, á laugardögum og sunnudögum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni sparast um fimmtíu milljónir á ári með hátíðarlokunum sundlauganna og um tuttugu milljónir til viðbótar með skertu helgarsundi í vor. Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Opið var á aðfangadag og annan í jólum í Vesturbæjarlaug en lokað yfir aðra helstu hátíðisdaga - og lokað verður bæði gamlárs- og nýársdag. Þetta er staðan í hinum laugum borgarinnar líka; afleiðing hagræðingaraðgerða sem Reykjavíkurborg kynnti í fyrra. Ólafur Egilsson leikari gagnrýnir þessa skerðingu, eftir að hafa heimsótt laugina í algjörri örtröð á annan í jólum. Þann dag stóðu aðeins tvær aðrar sundlaugar í Reykjavík opnar. „Þar ræddum við að það hafði verið mikil aðsókn og yrði líka lokað á gamlársdag. Og fólk var leitt vegna þess að það eru þónokkrir hópar fastagesta sem hafa það fyrir sið að hittast hérna fyrir hádegið á gamlársdag og fara yfir árið, þetta er hefð, áratugahefð,“ segir Ólafur við fréttamann í pottinum. Þessir hópar fái þannig ekki að njóta þessarar áratugahefðar í ár. „Auðvitað þarf þetta að vera skynsamlega rekið og fjármagni ráðstafað af hyggjuviti en ég held að þarna hafi verið gengið fulllangt í niðurskurðinum,“ segir Ólafur. Ólafur Egilsson vakti máls á samdrætti í opnum tímum yfir hátíðarnar í sundlaugum borgarinnar. Hann telur niðurskurðarkröfuna of bratta.Vísir/Arnar Alltof margir í lauginni Og förum aðeins yfir tölfræðina sem Ólafur tók saman og birti á Facebook. Árið 2021 voru sundlaugarnar átta í borginni opnar í samtals 275 klukkustundir yfir hátíðisdagana sex. Þetta var komið niður í um 190 klukkustundir í fyrra og í ár eru sundlaugarnar aðeins opnar í um 113 klukkustundir. Þetta er sextíu prósent samdráttur á tveimur árum. Fréttamaður fer yfir tölfræðina í lauginni í dag. „Við erum ekki ánægðar með þetta og sérstaklega á Þorláksmessu, það var lokað þá. Og styttri tími. Við erum ekki ánægðar með það,“ segir Ólöf Stefánsdóttir, fastagestur í Vesturbæjarlaug. Hún og Halldóra Gestsdóttir, annar fastagestur, skelltu sér báðar í laugina á annan í jólum. „Það var hræðilegt, það var svo mikið af fólki!“ Hátíðarlokanir verða ræddar í menningar- íþrótta og tómstundaráði eftir áramót. Þá verður í það minnsta skoðað hvort skerpa megi á útfærslu þeirra. Það þykir til að mynda halla á laugargesti í Austurborginni. Þá er raunar frekari skerðing í kortunum, almenns eðlis. Frá og með 1. apríl verður opnunartími allra sundlauga í Reykjavík styttur um klukkutíma, til níu á kvöldin, á laugardögum og sunnudögum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni sparast um fimmtíu milljónir á ári með hátíðarlokunum sundlauganna og um tuttugu milljónir til viðbótar með skertu helgarsundi í vor.
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37