Fyrsta konan til að vera metin á 100 milljarða dala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2023 07:38 Francoise ásamt eiginmanni sínum Jean Pierre Meyers. Getty/Bertrand Rndoff Petroff Françoise Bettencourt Meyers, erfingi L'Oréal veldisins, er fyrsta konan til að vera metin á yfir 100 milljarða Bandaríkjadala. Bettencourt Meyers, sem er 70 ára, er í 12. sæti á Bloomberg Billionaires Index. Hlutabréf í L'Oréal hækkuðu verulega í gær en sala á vörum fyrirtækisins hefur verið að ná sér á strik undanfarið eftir að hafa dregist saman í kórónuveirufaraldrinum. Bettencourt Meyers er varaformaður stjórnar L'Oréal en hún og fjölskylda hennar eru stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu og eiga 35 prósent hlut. Bettencourt Meyers tók við L'Oréal-veldinu þegar móðir hennar, Liliane Bettencourt, lést árið 2017. Liliane, sem var um tíma ríkasti Frakkinn, elskaði sviðsljósið og var náin vinur ýmissa leiðtoga Frakklands. Undir hið síðasta átti hún í opinberum illdeilum við dóttur sína, einkabarnið sitt, og sagði meðal annars í sjónvarpsviðtali óska þess að Francoise hefði getað beðið þolinmóð eftir því að hún félli frá í stað þess að fara fram gegn henni. Francoise voru dæmd yfirráð yfir fjármálum móður sinnar árið 2011, þegar Liliane var úrskurðuð með elliglöp. Annar fjölskyldumeðlimur fékk það hlutverk að fara með ákvarðanir um heilsu og velferð Liliane. Ólíkt móður sinni hefur Francoise haldið sig frá sviðsljósinu en hún er sögð spila á píanó margar klukkustundir á degi hverjum og hefur ritað tvær bækur; ítarlega rannsókn á Biblíunni og bók um fjölskyldutengsl innan grísku goðafræðinnar. Frakkland Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréf í L'Oréal hækkuðu verulega í gær en sala á vörum fyrirtækisins hefur verið að ná sér á strik undanfarið eftir að hafa dregist saman í kórónuveirufaraldrinum. Bettencourt Meyers er varaformaður stjórnar L'Oréal en hún og fjölskylda hennar eru stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu og eiga 35 prósent hlut. Bettencourt Meyers tók við L'Oréal-veldinu þegar móðir hennar, Liliane Bettencourt, lést árið 2017. Liliane, sem var um tíma ríkasti Frakkinn, elskaði sviðsljósið og var náin vinur ýmissa leiðtoga Frakklands. Undir hið síðasta átti hún í opinberum illdeilum við dóttur sína, einkabarnið sitt, og sagði meðal annars í sjónvarpsviðtali óska þess að Francoise hefði getað beðið þolinmóð eftir því að hún félli frá í stað þess að fara fram gegn henni. Francoise voru dæmd yfirráð yfir fjármálum móður sinnar árið 2011, þegar Liliane var úrskurðuð með elliglöp. Annar fjölskyldumeðlimur fékk það hlutverk að fara með ákvarðanir um heilsu og velferð Liliane. Ólíkt móður sinni hefur Francoise haldið sig frá sviðsljósinu en hún er sögð spila á píanó margar klukkustundir á degi hverjum og hefur ritað tvær bækur; ítarlega rannsókn á Biblíunni og bók um fjölskyldutengsl innan grísku goðafræðinnar.
Frakkland Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira