Langþráður draumur Páls Sævars loksins að rætast Aron Guðmundsson skrifar 29. desember 2023 13:31 Við samgleðjumst Páli Sævari sem er í þann mund að fara upplifa einn af draumum sínum. Stöð 2 Skjáskot Gamall draumur útvarpsmannsins og vallarkynnisins góðkunna, Páls Sævars Guðjónssonar, mun rætast í kvöld er hann verður, ásamt góðum hópi Íslendinga, viðstaddur spennandi keppnisdag á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þrjátíu og tveggja manna úrslitum mótsins lýkur í dag og sextán manna úrslitin hefjast strax í kvöld. Þar er viðureignar fyrrum heimsmeistaranna Stephen Bunting og Michael Van Gerwen beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá munu fleiri kunnugleg nöfn stíga inn á keppnissviðið fyrir framan Pál Sævar og fleiri Íslendinga. „Þetta er gamall draumur sem er að rætast núna,“ segir Páll Sævar í samtali við Vísi. „Loksins lét ég verða að því að fara til London og vera viðstaddur í höllinni í Ally Pally að fylgjast með heimsmeistaramótinu. Ég er búinn að fylgjast með þessu móti síðan 2008. Þetta er skemmtilegasti íþróttaviðburður sem maður horfir á. Það að vera í höllinni í kvöld og sjá keppendur, sem eru alls með sex heimsmeistaratitla á bakinu, er náttúrulega algjörlega galið atriði.“ Páll Sævar mun sjá nokkra af sínum eftirlætis pílukösturum spila í kvöld. „Það er gamall draumur hjá mér að upplifa í eigin persónu að horfa á Gary Anderson í eigin persónu spila. Hann er einn skemmtilegasti pílukastari í heimi. Alltaf í góðu skapi.“ Páll Sævar er sérstaklega spenntur fyrir því að sjá Gary Anderson í kvöldVísir/Getty „Svo hlakkar manni náttúrulega til að horfa á Michael van Gerwen og ríkjandi heimsmeistarann Michael Smith leika listir sínar. En ég hef áhyggjur af heimsmeistaranum Smith. Hann er ekki búinn að vera í nægilega góðu standi til þessa. Þetta mót hefur einhvern vegin snúist alveg á hvolf. Gerwyn Price er farinn heim, sömuleiðis Peter Wright og fleiri óvænt úrslit munu eiga sér stað. Ég er sannfærður um það. Ég hef mestar áhyggjur af Michael Smith fyrir viðureignir kvöldsins.“ Verða áberandi í höllinni Og Páll Sævar er sannfærður um að Íslendingarnir muni taka yfir höllina í kvöld. „Þetta er tuttugu og tveggja manna hópur og atvikaðist þannig að ég fékk aðgang að tuttugu og tveimur miðum í júní fyrr á þessu ári. Það var rosaleg efirspurn á þeim miðum. Þetta er mest fólk úr Grindavík sem er í hópnum núna.“ Það má sjá alls konar furðuverur í Ally Pally á meðan á heimsmeistaramótinu í pílukasti stendurVísir/Getty „Það er gaman að vera með þeim og náttúrulega ýmislegt gengið á hjá Grindvíkingum upp á síðkastið. Þau eru í góðu skapi hér og öllum hlakkar gríðarlega til að upplifa stemninguna í Ally Pally í kvöld.“ Hópurinn mun gera sér glaðan dag og verða áberandi í höllinni, upp við keppnissviðið, í kvöld. „Það er búið að sérhanna jakkaföt á okkur fyrir þennan viðburð. Ég get alveg lofað þér því að við Íslendingarnir munum taka yfir höllina í kvöld.“ Pílukast Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Þrjátíu og tveggja manna úrslitum mótsins lýkur í dag og sextán manna úrslitin hefjast strax í kvöld. Þar er viðureignar fyrrum heimsmeistaranna Stephen Bunting og Michael Van Gerwen beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá munu fleiri kunnugleg nöfn stíga inn á keppnissviðið fyrir framan Pál Sævar og fleiri Íslendinga. „Þetta er gamall draumur sem er að rætast núna,“ segir Páll Sævar í samtali við Vísi. „Loksins lét ég verða að því að fara til London og vera viðstaddur í höllinni í Ally Pally að fylgjast með heimsmeistaramótinu. Ég er búinn að fylgjast með þessu móti síðan 2008. Þetta er skemmtilegasti íþróttaviðburður sem maður horfir á. Það að vera í höllinni í kvöld og sjá keppendur, sem eru alls með sex heimsmeistaratitla á bakinu, er náttúrulega algjörlega galið atriði.“ Páll Sævar mun sjá nokkra af sínum eftirlætis pílukösturum spila í kvöld. „Það er gamall draumur hjá mér að upplifa í eigin persónu að horfa á Gary Anderson í eigin persónu spila. Hann er einn skemmtilegasti pílukastari í heimi. Alltaf í góðu skapi.“ Páll Sævar er sérstaklega spenntur fyrir því að sjá Gary Anderson í kvöldVísir/Getty „Svo hlakkar manni náttúrulega til að horfa á Michael van Gerwen og ríkjandi heimsmeistarann Michael Smith leika listir sínar. En ég hef áhyggjur af heimsmeistaranum Smith. Hann er ekki búinn að vera í nægilega góðu standi til þessa. Þetta mót hefur einhvern vegin snúist alveg á hvolf. Gerwyn Price er farinn heim, sömuleiðis Peter Wright og fleiri óvænt úrslit munu eiga sér stað. Ég er sannfærður um það. Ég hef mestar áhyggjur af Michael Smith fyrir viðureignir kvöldsins.“ Verða áberandi í höllinni Og Páll Sævar er sannfærður um að Íslendingarnir muni taka yfir höllina í kvöld. „Þetta er tuttugu og tveggja manna hópur og atvikaðist þannig að ég fékk aðgang að tuttugu og tveimur miðum í júní fyrr á þessu ári. Það var rosaleg efirspurn á þeim miðum. Þetta er mest fólk úr Grindavík sem er í hópnum núna.“ Það má sjá alls konar furðuverur í Ally Pally á meðan á heimsmeistaramótinu í pílukasti stendurVísir/Getty „Það er gaman að vera með þeim og náttúrulega ýmislegt gengið á hjá Grindvíkingum upp á síðkastið. Þau eru í góðu skapi hér og öllum hlakkar gríðarlega til að upplifa stemninguna í Ally Pally í kvöld.“ Hópurinn mun gera sér glaðan dag og verða áberandi í höllinni, upp við keppnissviðið, í kvöld. „Það er búið að sérhanna jakkaföt á okkur fyrir þennan viðburð. Ég get alveg lofað þér því að við Íslendingarnir munum taka yfir höllina í kvöld.“
Pílukast Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira