Úkraínsk körfuboltahetja fórst í stórfelldum árásum Rússa Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2023 10:28 Árásir Rússa í gær skildu eftir sig miklar rústir í Zaporizhzhia í Úkraínu. AP/Andriy Andriyenko Einn fórst og fjórir særðust í loftárásum Úkraínuhers á landamærahéraðið Belgorod í suðurhluta Rússlands í gær. Þetta segir héraðsstjóri Belgorod en Bryansk-hérað varð sömuleiðis fyrir eldflaugaárásum Úkraínumanna. Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnir að loftvarnarkerfi hafi grandað nærri tuttugu eldflaugum og drónum. Árásin kemur í kjölfar stórfelldra eldflaugaárása Rússa á Kænugarð og aðrar úkraínskar borgir í gærmorgun sem varnarmálaráðherra Úkraínu sagði þær umfangsmestu frá því að stríðið hófst í febrúar 2022. Minnst þrjátíu almennir borgarar fórust í árás Rússa í gær og 160 særðust en meðal hinna látnu er úkraínska körfuboltagoðsögnin og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Viktor Kobzystyi. Sá var 44 ára gamall og spilaði tvisvar með landsliðinu á Evrópumóti og þjálfaði meðal annars síðar lið Dynamo Kyiv í úrvalsdeild kvenna. Kobzystyi fórst í árás á borgina Lvív og var talinn ein af merkustu körfuboltastjörnum landsins. Hann er faðir Oleksandr sem hefur jafnframt verið lýst sem einni skærustu stjörnu evrópsks körfubolta. Anton Nikulin, formaður íþróttaráðs Lvív-borgar, minntist Kobzystyi á Facebook og vottaði fjölskyldu hans samúð sína. Biden varar við stöðvun á hergagnasendingum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman með skömmum fyrirvara í gær og samþykktu flestar þjóðir með sæti í ráðinu að fordæma loftárásir Rússa. The Guardian greinir frá því að Bretar hyggist nú senda um 200 loftvarnaflaugar til Úkraínu í kjölfar árásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist þess að Bandaríkjaþing ynni saman að því að samþykkja frekari aðstoð til Úkraínu þar sem vopna- og varnarkerfasendingar til landsins muni að óbreyttu stöðvast. Biden sagði umfangsmiklar loftárásir Rússa í gærmorgun sýna að rússnesk stjórnvöld vilji „þurrka út“ ríkið sem hafi verið hliðhollt vestrænum gildum. Ráðamenn í Úkraínu hafa sömuleiðis ítrekað ákall sitt eftir frekari hergagnasendingum frá Vesturlöndum svo það geti varist loftárásum á borð við þær sem úkraínskar borgir urðu fyrir í gærmorgun. Vyacheslav Gladkov, héraðsstjóri rússneska landamærahéraðsins Belgorod, sagði að einn hafi farist í áðurnefndri eldflaugaárás úkraínuhers á íbúðabyggingu í gær. Hann bætti við að vatnsleiðslukerfi samnefndrar borgar lægi undir skemmdum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. 29. desember 2023 22:32 Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnir að loftvarnarkerfi hafi grandað nærri tuttugu eldflaugum og drónum. Árásin kemur í kjölfar stórfelldra eldflaugaárása Rússa á Kænugarð og aðrar úkraínskar borgir í gærmorgun sem varnarmálaráðherra Úkraínu sagði þær umfangsmestu frá því að stríðið hófst í febrúar 2022. Minnst þrjátíu almennir borgarar fórust í árás Rússa í gær og 160 særðust en meðal hinna látnu er úkraínska körfuboltagoðsögnin og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Viktor Kobzystyi. Sá var 44 ára gamall og spilaði tvisvar með landsliðinu á Evrópumóti og þjálfaði meðal annars síðar lið Dynamo Kyiv í úrvalsdeild kvenna. Kobzystyi fórst í árás á borgina Lvív og var talinn ein af merkustu körfuboltastjörnum landsins. Hann er faðir Oleksandr sem hefur jafnframt verið lýst sem einni skærustu stjörnu evrópsks körfubolta. Anton Nikulin, formaður íþróttaráðs Lvív-borgar, minntist Kobzystyi á Facebook og vottaði fjölskyldu hans samúð sína. Biden varar við stöðvun á hergagnasendingum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman með skömmum fyrirvara í gær og samþykktu flestar þjóðir með sæti í ráðinu að fordæma loftárásir Rússa. The Guardian greinir frá því að Bretar hyggist nú senda um 200 loftvarnaflaugar til Úkraínu í kjölfar árásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist þess að Bandaríkjaþing ynni saman að því að samþykkja frekari aðstoð til Úkraínu þar sem vopna- og varnarkerfasendingar til landsins muni að óbreyttu stöðvast. Biden sagði umfangsmiklar loftárásir Rússa í gærmorgun sýna að rússnesk stjórnvöld vilji „þurrka út“ ríkið sem hafi verið hliðhollt vestrænum gildum. Ráðamenn í Úkraínu hafa sömuleiðis ítrekað ákall sitt eftir frekari hergagnasendingum frá Vesturlöndum svo það geti varist loftárásum á borð við þær sem úkraínskar borgir urðu fyrir í gærmorgun. Vyacheslav Gladkov, héraðsstjóri rússneska landamærahéraðsins Belgorod, sagði að einn hafi farist í áðurnefndri eldflaugaárás úkraínuhers á íbúðabyggingu í gær. Hann bætti við að vatnsleiðslukerfi samnefndrar borgar lægi undir skemmdum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. 29. desember 2023 22:32 Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. 29. desember 2023 22:32
Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24
Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41