„Ég þarf að sjá vegabréfið hans“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 11:15 Luke Littler fagnar hér sigrinum gegn Matt Campbell. Vísir/Getty Luke Littler hefur slegið í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þessi 16 ára strákur er kominn í 16-manna úrslit og leikur í kvöld gegn fimmfalda heimsmeistarnum Raymond van Barneveld. „School in the morning, you´ve got school in the morning...“ er sungið í Alexandra Palace þessa dagana þegar hinn 16 ára Luke Littler spilar. Littler hefur unnið þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt á mótinu. Strax eftir fyrsta sigur Littler var talað um bestu byrjun nýliða í þrjátíu ár en nú er hann kominn í 16-manna úrslit. Littler mætir í kvöld Raymond van Barneveld sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum, síðast árið 2007. Þegar Van Barneveld vann sinn síðasta heimsmeistaratitil voru enn 20 dagar í fæðingu Luke Littler en aldur hans hefur verið umræðuefnið síðustu daga. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen er einn af þeim sem rætt hefur um Littler í viðtölum. „Hann lítur út fyrir að vera 64 ára gamall. Ég trúi því ekki að hann sé 16 ára, ég þarf að sjá vegabréfið hans,“ grínaðist Van Gerwen með en hann er einnig kominn í 16-manna úrslit og af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu. „Ég læt pílurnar tala,“ sagði Littler sjálfur en hann hefur nú þegar unnið sér inn rúmar 6 milljónir í verðlaunafé fyrir árangur sinn á mótinu. Heimsmeistarinn vinnur sér inn hvorki meira né minna en rúmar 80 milljónir króna. Útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti hefst á Vodafone Sport klukkan 12:25 Pílukast Tengdar fréttir Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira
„School in the morning, you´ve got school in the morning...“ er sungið í Alexandra Palace þessa dagana þegar hinn 16 ára Luke Littler spilar. Littler hefur unnið þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt á mótinu. Strax eftir fyrsta sigur Littler var talað um bestu byrjun nýliða í þrjátíu ár en nú er hann kominn í 16-manna úrslit. Littler mætir í kvöld Raymond van Barneveld sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum, síðast árið 2007. Þegar Van Barneveld vann sinn síðasta heimsmeistaratitil voru enn 20 dagar í fæðingu Luke Littler en aldur hans hefur verið umræðuefnið síðustu daga. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen er einn af þeim sem rætt hefur um Littler í viðtölum. „Hann lítur út fyrir að vera 64 ára gamall. Ég trúi því ekki að hann sé 16 ára, ég þarf að sjá vegabréfið hans,“ grínaðist Van Gerwen með en hann er einnig kominn í 16-manna úrslit og af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu. „Ég læt pílurnar tala,“ sagði Littler sjálfur en hann hefur nú þegar unnið sér inn rúmar 6 milljónir í verðlaunafé fyrir árangur sinn á mótinu. Heimsmeistarinn vinnur sér inn hvorki meira né minna en rúmar 80 milljónir króna. Útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti hefst á Vodafone Sport klukkan 12:25
Pílukast Tengdar fréttir Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira
Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01