Bakpokinn Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. desember 2023 09:00 Vegferðin Lífið er stórkostlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Það er við hæfi að staldra við á næsta steini og kíkja í bakpokann sem við öll berum en sýnum sjaldnast. Hvað þarf bakpokinn að innihalda fyrir komandi tíma? Fram undan eru áskoranir sem aldrei fyrr, sem hvorki verður skorast undan né flúið frá. Það er ekki um aðrar gistingar að ræða, ekki einu sinni fæðingarfjárhús. Sjálfbærnihraðal landsins verður að knýja af fullu afli til að tryggja afkomu þjóðar. Við þurfum að geta fætt okkur og klætt, haft ofan í okkur og á. Við þurfum húsnæði og að öllum sem hjá og með okkur búa líði sem best og fái notið sín sem þær einstöku, dýrmætu og fágætu manneskjur sem við öll erum. Loftslagsvá heimsins setur samhengi á heildrænar lausnir en staðbundnar útfærslur. Við sjáum reyk og finnum lykt og vitum vel að eldar loga á hótelinu, enn fremur skynjum við að eldvörnum og hegðun gesta er ábótavant til að takmarka og stöðva útbreiðslu loganna. Fólksflutningar verða vaxandi – fólk mun leita skjóls, hælis og skilnings – eins og eðlilegt er og ætla má. Heimsfararspá? Sérdeilis ekki. Raunsæi með yfirsýn. Mannkynið er fyllilega hæft til að leysa úr ofangreindum áskorunum, það ber með sér þekkingu og Sköpunarkraft sem leysa þarf úr læðingi með hvatningu og góðu viðhorfi. Nú er rétt að endurraða í bakpokann og létta á. Óleyst áföll skulu kvödd með djúpu þakklæti fyrir lærdóminn, en fá ekki lengur rými í dýrmætum bakpokanum – ekkert frekar en bölsýni, hjóm, úrtölur, hræðsla, flótti, smækkun, smættun og aðrir tilburðir sem deyfa Ljós og eðlislæga Sköpunargleði fólks. Mæli eindregið með að fylla bakpokann af kröftugum fríkeypis margföldurum; Þakklæti, Náð, Von, Gleði og Kærleika. Þeir virka eins og grænmeti; frábær framúrskarandi sjálfbær grunnfæða sem telur fátt sem ekkert í kaloríum en viðheldur orkunni lengi, stöðugt og í hærra lagi. Bætum síðan við rúgbrauði með smjérklípu og hreinni kæfu, flatbrauði með hangiketi og vatnssopa úr endurnýtanlega plastlausa brúsanum og munum að teygja vel og njóta útsýnisins þegar áð er. Íslendingar dvelja í vel útbúnu svítuherbergi með góðu útsýni og eru í framúrskarandi stöðu til að vera leiðandi og mótandi í forvörnum, viðbrögðum og framkvæmdum við rekstur þessa einstaka hótels Jarðar. Það er okkar hlutverk og tilgangur. Val er vald – veljum samstöðu & samvinnu í hvívetna með opin hjörtu og Kærleikann að leiðarljósi. Hökuna upp og andlitið í Ljósið Gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt árið 2024 Höfundur er fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áramót Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Vegferðin Lífið er stórkostlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Það er við hæfi að staldra við á næsta steini og kíkja í bakpokann sem við öll berum en sýnum sjaldnast. Hvað þarf bakpokinn að innihalda fyrir komandi tíma? Fram undan eru áskoranir sem aldrei fyrr, sem hvorki verður skorast undan né flúið frá. Það er ekki um aðrar gistingar að ræða, ekki einu sinni fæðingarfjárhús. Sjálfbærnihraðal landsins verður að knýja af fullu afli til að tryggja afkomu þjóðar. Við þurfum að geta fætt okkur og klætt, haft ofan í okkur og á. Við þurfum húsnæði og að öllum sem hjá og með okkur búa líði sem best og fái notið sín sem þær einstöku, dýrmætu og fágætu manneskjur sem við öll erum. Loftslagsvá heimsins setur samhengi á heildrænar lausnir en staðbundnar útfærslur. Við sjáum reyk og finnum lykt og vitum vel að eldar loga á hótelinu, enn fremur skynjum við að eldvörnum og hegðun gesta er ábótavant til að takmarka og stöðva útbreiðslu loganna. Fólksflutningar verða vaxandi – fólk mun leita skjóls, hælis og skilnings – eins og eðlilegt er og ætla má. Heimsfararspá? Sérdeilis ekki. Raunsæi með yfirsýn. Mannkynið er fyllilega hæft til að leysa úr ofangreindum áskorunum, það ber með sér þekkingu og Sköpunarkraft sem leysa þarf úr læðingi með hvatningu og góðu viðhorfi. Nú er rétt að endurraða í bakpokann og létta á. Óleyst áföll skulu kvödd með djúpu þakklæti fyrir lærdóminn, en fá ekki lengur rými í dýrmætum bakpokanum – ekkert frekar en bölsýni, hjóm, úrtölur, hræðsla, flótti, smækkun, smættun og aðrir tilburðir sem deyfa Ljós og eðlislæga Sköpunargleði fólks. Mæli eindregið með að fylla bakpokann af kröftugum fríkeypis margföldurum; Þakklæti, Náð, Von, Gleði og Kærleika. Þeir virka eins og grænmeti; frábær framúrskarandi sjálfbær grunnfæða sem telur fátt sem ekkert í kaloríum en viðheldur orkunni lengi, stöðugt og í hærra lagi. Bætum síðan við rúgbrauði með smjérklípu og hreinni kæfu, flatbrauði með hangiketi og vatnssopa úr endurnýtanlega plastlausa brúsanum og munum að teygja vel og njóta útsýnisins þegar áð er. Íslendingar dvelja í vel útbúnu svítuherbergi með góðu útsýni og eru í framúrskarandi stöðu til að vera leiðandi og mótandi í forvörnum, viðbrögðum og framkvæmdum við rekstur þessa einstaka hótels Jarðar. Það er okkar hlutverk og tilgangur. Val er vald – veljum samstöðu & samvinnu í hvívetna með opin hjörtu og Kærleikann að leiðarljósi. Hökuna upp og andlitið í Ljósið Gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt árið 2024 Höfundur er fjárfestir og fyrrum formaður FKA.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun