Burst hjá Cross og Williams negldi stóra fiskinn Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 16:16 Scott Williams er skrautlegur á sviðinu í Alexandra Palace. Vísir/Getty Scott Williams, Dave Chisnall og Rob Cross eru komnir í 8-manna úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti eftir þrjá skemmtilegar viðureignir í Alexandra Palace. Í fyrsta leik dagsins mættust skemmtikrafturinn Scott Williams og Þjóðverjinn Damon Heta. Williams vann fyrsta settið 3-2 en Heta byrjaði annað settið frábærlega. Í fyrsta leggnum átti hann 170 eftir en ákvað að sleppa því að reyna við miðjureitinn á píluspjaldinu þar sem Williams var ekki kominn í útskot. Áhorfendur voru ekki sérlega ánægðir með Heta og bauluðu á hann en þeir tóku gleði sína á ný strax í næsta legg þegar Williams gerði sér lítið fyrir og kláraði útskotið 170 sem oft er kallað „stóri fiskurinn“ enda hæsta talan sem hægt er að taka út með þremur pílum. 170 FROM WILLIAMS!! The crowd were up and Williams delivered... An incredible checkout from Scott Williams as he finds the big fish to send Ally Pally wild! pic.twitter.com/2FXnQj6FRj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Þrátt fyrir þetta var þeð Heta sem vann settið og jafnaði í 1-1. Williams hins vegar tók yfir eftir þetta. Hann komst í 3-1 og tryggði sér síðan sigur með því að vinna fimmta settið. Hann mætir Michael van Gerwen í afar áhugaverðum leik í 8-manna úrslitum. Í næstu viðureign mættust þeir Daryl Gurney og Dave Chisnall. Sá síðarnefndi byrjaði mun betur og komst í 2-0 í settum eftir að báðir höfðu misnotað fjölmörg tækifæri í oddalegg í öðru settinu til að tryggja sér sigurinn. Gurney kom hins vegar til baka og jafnaði í 2-2 en Chisnall beit frá sér á ný. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér 4-2 sigur í leiknum. Chisnall vann sex af síðustu sjö leggjunum og viðureignina þrátt fyrir að klikka á 26 pílum í útskoti í leiknum. "We told you it would be good..." Followed by three minutes of missed doubles Absolute commentators curse from Stuart Pyke but eventually Dave Chisnall gets over the line to lead 2-0! pic.twitter.com/awAGkGOMoH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Í þriðja leik dagsins mættust þeir Rob Cross og Jonny Clayton. Cross kláraði 140 stiga útskot í fyrsta leggnum og það gaf honum byr undir báða vængi. Hann vann fyrsta settið 3-1 og þar með kominn í 1-0. Cross hélt áfram að gera vel og var að klára útskotin sín mjög vel. Meðaltalið hjá báðum var svipað en Cross duglegri að finna tvöföldu reitina þegar á þurfti að halda. Hann vann annað og þriðja settið nokkuð þægilega og var kominn í 3-1. Í fjórða settinu komst hann í 2-1 og eftir að hafa klikkað á fimm pílum sem hefðu getað tryggt honum sigurinn náði hann því að lokum og vann leikinn 4-1. Clayton náði sér engan veginn á strik í leiknum og vann aðeins fjóra leggi í heildina. Pílukast Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Sjá meira
Í fyrsta leik dagsins mættust skemmtikrafturinn Scott Williams og Þjóðverjinn Damon Heta. Williams vann fyrsta settið 3-2 en Heta byrjaði annað settið frábærlega. Í fyrsta leggnum átti hann 170 eftir en ákvað að sleppa því að reyna við miðjureitinn á píluspjaldinu þar sem Williams var ekki kominn í útskot. Áhorfendur voru ekki sérlega ánægðir með Heta og bauluðu á hann en þeir tóku gleði sína á ný strax í næsta legg þegar Williams gerði sér lítið fyrir og kláraði útskotið 170 sem oft er kallað „stóri fiskurinn“ enda hæsta talan sem hægt er að taka út með þremur pílum. 170 FROM WILLIAMS!! The crowd were up and Williams delivered... An incredible checkout from Scott Williams as he finds the big fish to send Ally Pally wild! pic.twitter.com/2FXnQj6FRj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Þrátt fyrir þetta var þeð Heta sem vann settið og jafnaði í 1-1. Williams hins vegar tók yfir eftir þetta. Hann komst í 3-1 og tryggði sér síðan sigur með því að vinna fimmta settið. Hann mætir Michael van Gerwen í afar áhugaverðum leik í 8-manna úrslitum. Í næstu viðureign mættust þeir Daryl Gurney og Dave Chisnall. Sá síðarnefndi byrjaði mun betur og komst í 2-0 í settum eftir að báðir höfðu misnotað fjölmörg tækifæri í oddalegg í öðru settinu til að tryggja sér sigurinn. Gurney kom hins vegar til baka og jafnaði í 2-2 en Chisnall beit frá sér á ný. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér 4-2 sigur í leiknum. Chisnall vann sex af síðustu sjö leggjunum og viðureignina þrátt fyrir að klikka á 26 pílum í útskoti í leiknum. "We told you it would be good..." Followed by three minutes of missed doubles Absolute commentators curse from Stuart Pyke but eventually Dave Chisnall gets over the line to lead 2-0! pic.twitter.com/awAGkGOMoH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Í þriðja leik dagsins mættust þeir Rob Cross og Jonny Clayton. Cross kláraði 140 stiga útskot í fyrsta leggnum og það gaf honum byr undir báða vængi. Hann vann fyrsta settið 3-1 og þar með kominn í 1-0. Cross hélt áfram að gera vel og var að klára útskotin sín mjög vel. Meðaltalið hjá báðum var svipað en Cross duglegri að finna tvöföldu reitina þegar á þurfti að halda. Hann vann annað og þriðja settið nokkuð þægilega og var kominn í 3-1. Í fjórða settinu komst hann í 2-1 og eftir að hafa klikkað á fimm pílum sem hefðu getað tryggt honum sigurinn náði hann því að lokum og vann leikinn 4-1. Clayton náði sér engan veginn á strik í leiknum og vann aðeins fjóra leggi í heildina.
Pílukast Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Sjá meira