Frönsk leikkona sakar Íslandsvinkonu um kynferðislega áreitni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. desember 2023 23:05 Spænska leikkonan og Íslandsvinkonan hefur verið sökuð um kynferðislega áreitni. EPA/Sashenka Gutierrez Franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin. Spænska leikkonan Victoria Abril var ein 56 leikara og listamanna sem skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu við franska leikarann Gerard Depardieu á annan í jólum eftir að hann var ásakaður um að hafa beitt allt að 13 konur kynferðislegu ofbeldi. Franska leikkonan Lucie Lucas í Cannes.EPA/Sebastien Nogier Yfirlýsingin var birt í franska dagblaðinu Le Figaro. Hann hefur reyndar ítrekað verið sakaður um ósæmilega hegðun gagnvart konum á síðustu árum. Þá vakti það reiði margra þegar Emanuel Macron lýsti yfir stuðningi sínum við leikarann á dögunum. Lýsti yfir stuðningi við Depardieu Lucie Lucas er 37 ára gömul, frönsk leikkona og sló í gegn frönsku þáttaröðinni Clem, sem framleidd var á árunum 2010 til 2018. Þar lék hún dóttur Victoriu Abril sem er ein af frægustu leikkonum Spánar og nýtur einnig afar mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar. Lucas virðist hafa verið gróflega misboðið þegar Victoria Abril lýsti yfir stuðningi við Depardieu og daginn eftir sendi hún frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún spurði Victoriu hvort hún vildi ræða eitthvað frekar alla þá kynferðislegu áreitni sem hún hefði beitt samstarfsmenn sína í gegnum árin. Vísar ásökununum á bug Þess vegna kæmi henni í raun ekkert á óvart að hún skulir skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Gerard Deparieu. Franskir fjölmiðlar gripu þessi ummæli á lofti og reyndu að fá viðbrögð frá Victoriu, en hún brást reið við, sagðist ekkert vita um hvað hin unga leikkona væri að tala og neitaði alfarið að tjá sig. Lucas bætti því við á Instagram að hún hefði 15 ár að baki sem leikkona, hún segði í sífellu frá því í viðtölum að allt gengi mjög vel og samstarfsmenn sínir væru indælir. Það væri hins vegar í megindráttum lygi og að hún hefði oftsinnis orðið vitni að óþolandi framkomu leikara í garð hvers annars. Victoria Abril fór með hlutverk Lolu í kvikmyndinni 101 Reykjavík undir leikstjórn Baltasars Kormáks.Kvikmyndamiðstöð Íslands Victoria Abril varð einn af fjölmörgum alþjóðlegum Íslandsvinum þegar hún fór með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni 101 Reykjavík í leikstjórn Baltasar Kormáks sem var frumsýnd árið 2000 og vann til þó nokkurra verðlauna víða um heim. Hún var við tökur í Reykjavík um nokkurra vikna skeið sumarið 1998 og varð á vegi margra sem stunduðu næturlíf miðborgar Reykjavíkur á þeim tíma. Victoria sagði frá því í viðtali við El País á sínum tíma að dvölin á Íslandi hefði haft djúpstæð áhrif á sig og fór afar lofsamlegum orðum um land og þjóð. Bíó og sjónvarp Frakkland Spánn Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Spænska leikkonan Victoria Abril var ein 56 leikara og listamanna sem skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu við franska leikarann Gerard Depardieu á annan í jólum eftir að hann var ásakaður um að hafa beitt allt að 13 konur kynferðislegu ofbeldi. Franska leikkonan Lucie Lucas í Cannes.EPA/Sebastien Nogier Yfirlýsingin var birt í franska dagblaðinu Le Figaro. Hann hefur reyndar ítrekað verið sakaður um ósæmilega hegðun gagnvart konum á síðustu árum. Þá vakti það reiði margra þegar Emanuel Macron lýsti yfir stuðningi sínum við leikarann á dögunum. Lýsti yfir stuðningi við Depardieu Lucie Lucas er 37 ára gömul, frönsk leikkona og sló í gegn frönsku þáttaröðinni Clem, sem framleidd var á árunum 2010 til 2018. Þar lék hún dóttur Victoriu Abril sem er ein af frægustu leikkonum Spánar og nýtur einnig afar mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar. Lucas virðist hafa verið gróflega misboðið þegar Victoria Abril lýsti yfir stuðningi við Depardieu og daginn eftir sendi hún frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún spurði Victoriu hvort hún vildi ræða eitthvað frekar alla þá kynferðislegu áreitni sem hún hefði beitt samstarfsmenn sína í gegnum árin. Vísar ásökununum á bug Þess vegna kæmi henni í raun ekkert á óvart að hún skulir skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Gerard Deparieu. Franskir fjölmiðlar gripu þessi ummæli á lofti og reyndu að fá viðbrögð frá Victoriu, en hún brást reið við, sagðist ekkert vita um hvað hin unga leikkona væri að tala og neitaði alfarið að tjá sig. Lucas bætti því við á Instagram að hún hefði 15 ár að baki sem leikkona, hún segði í sífellu frá því í viðtölum að allt gengi mjög vel og samstarfsmenn sínir væru indælir. Það væri hins vegar í megindráttum lygi og að hún hefði oftsinnis orðið vitni að óþolandi framkomu leikara í garð hvers annars. Victoria Abril fór með hlutverk Lolu í kvikmyndinni 101 Reykjavík undir leikstjórn Baltasars Kormáks.Kvikmyndamiðstöð Íslands Victoria Abril varð einn af fjölmörgum alþjóðlegum Íslandsvinum þegar hún fór með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni 101 Reykjavík í leikstjórn Baltasar Kormáks sem var frumsýnd árið 2000 og vann til þó nokkurra verðlauna víða um heim. Hún var við tökur í Reykjavík um nokkurra vikna skeið sumarið 1998 og varð á vegi margra sem stunduðu næturlíf miðborgar Reykjavíkur á þeim tíma. Victoria sagði frá því í viðtali við El País á sínum tíma að dvölin á Íslandi hefði haft djúpstæð áhrif á sig og fór afar lofsamlegum orðum um land og þjóð.
Bíó og sjónvarp Frakkland Spánn Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein