Innlent

Hádegisfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti víða á höfuðborgarsvæðinu í ár. Þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir svekkjandi að geta ekki kvatt gamla árið með brennu. Við ræðum við íbúa Kópavogs og Hafnarfjarðar í hádegisfréttum á Stöð 2.

Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær.

Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína. Farið verður yfir málið í hádegisfréttum. 

Í fréttatímanum fáum við nasaþef af því sem verður á boðstólnum í Kryddsíldinni á Stöð 2  og við fylgjumst með 1.500 vöskum mönnum kveðja gamla árið á hlaupum. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Stöð 2 klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×