Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. KR 1999 lenti í 6. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). „Sjáiði fólkið. Þetta erum við og við erum sér þjóðflokkur. Við elskum þetta fólk. Þetta er KR, það er enginn einn. Við eigum þetta skilið. Við vorum bestir, langbestir,“ sagði hálfklökkur og stoltur Atli Eðvaldsson þegar hann horfði upp í stúkuna á Laugardalsvelli eftir sigur KR á Víkingi, 0-4, 11. september 1999. Það var ekki furða að maðurinn væri klökkur og stoltur. Hann var nefnilega sá fyrsti sem gerði KR-inga að Íslandsmeisturum í 31 ár. Eftir ítrekuð vonbrigði var þykkasta íshella íslenskrar íþróttasögu brotinn. Og það á aldarafmæli KR. Uppskeran á því var glæsileg en karla- og kvennalið félagsins unnu alla fjóra stóru titlana sem í boði voru. grafík/sara Spólum eitt ár aftur í tímann. Það var þungt yfir Vesturbænum eftir 0-2 tap fyrir ÍBV í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn 26. september 1998. Þetta var annað tap KR-inga í úrslitaleik um titilinn á þremur árum. Þeim var bara ekki ætlað að yfirstíga þessa hindrun. Eða hvað? KR tefldi fram svipuðu liði 1999 og sumarið á undan. En koma tveggja Skagamanna var það sem hreyfði nálina fyrir KR; annars vegar Bjarka Gunnlaugssonar og hins vegar Sigursteins Gíslasonar, mesta sigurvegara í íslenskum nútímafótbolta. Áhrif hans á KR-liðið 1999 verða aldrei ofmetin. Eftir nokkur ár í vinstri bakverði fékk Steini Gísla að spila sína eftirlætis stöðu, inni á miðjunni við hlið Þórhalls Hinrikssonar. Sitt hvorum megin við þá voru svo tveir kantmenn af gamla skólanum, Sigþór Júlíusson og Einar Þór Daníelsson. KR spilaði 4-4-2 en í fremstu víglínu voru tvær tíur, eða platníur (e. false nine) áður en það hugtak varð til. grafík/sara Bjarki átti frábært tímabil og var næstmarkahæstur í deildinni með ellefu mörk. Besti leikmaður hennar var hins vegar maðurinn við hlið hans í framlínunni, Gummi Ben. Óheppnin hafði elt hann á röndum árin á undan. KR hefði líklega orðið Íslandsmeistari 1996 ef hann hefði ekki slitið krossband í hné í tíunda sinn eða svo og í úrslitaleiknum tveimur árum síðar klúðraði hann vítaspyrnu. Gummi var með skerta hreyfigetu á þessum tíma en hann hugsaði hraðar en allir aðrir og töfrarnir voru enn í tánum. Hann særði alla illa fótboltaanda í burtu tímabilið 1999 og kom með beinum hætti að tuttugu mörkum í deildinni. KR bygggði svo á gríðarlega traustum grunni. Kristján Finnbogason stóð á milli stanganna og í vörninni voru þrír KR-ingar, Þormóður Egilsson, Bjarni Þorsteinsson og Sigurður Örn Jónsson, auk skoska miðvarðarins Davids Winnie. Hann gerir sterkt tilkall til að vera einn besti varnarmaður í sögu efstu deildar. Á þremur tímabilum Winnies hjá KR vann liðið tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil og í 38 deildarleikjum hans í svarta og hvíta búningnum fengu KR-ingar aðeins á sig 26 mörk og héldu nítján sinnum hreinu. KR vann fyrstu þrjá leiki sína í deildinni, gerði svo markalaust jafntefli við Breiðablik og tapaði síðan í Eyjum, 2-1. Í þeim leik meiddist Andri Sigþórsson og í kjölfarið fór Atli á teikniborðið og rissaði upp vinningsformúluna. Sem fyrr spiluðu KR-ingar 4-4-2 og byrjunarliðið var meitlað í stein. Indriði Sigurðsson og Arnar Jón Sigurgeirsson fengu mínútur hér og þar en annars voru oftast sömu ellefu leikmennirnir sem spiluðu alla leikina. Stöðugleikinn var mikill og einn af ástæðunum fyrir góðu gengi KR-inga þetta sumarið. Ef frá eru talin tvö jafntefli við Leiftur vann KR alla leiki sína eftir tapið í Eyjum. Og þótt þeir hafi tryggt sér titilinn með sigrinum á Víkingi vannst björninn með 3-0 sigri á ÍBV í 15. umferð. Gummi Ben tók tvær vítaspyrnur í leiknum. Birkir Kristinsson varði þá fyrri en hann skoraði úr þeirri seinni. Allir samglöddust með honum og Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, klappaði honum meðal annars á kollinn sem er eitt íþróttamannslegasta augnablik íslenskrar fótboltasögu. Eins og Prince djömmuðu KR-ingar sem aldrei fyrr 1999 og það rann varla af þeim í september. Þeir fögnuðu þrjár helgar í röð í mánuðinum, fyrst eftir sigurinn á Víkingum, svo eftir að þeir fengu Íslandsmeistarabikarinn afhentan og loks eftir bikarúrslitaleikinn. Þetta var þeirra ár; árið sem ísinn var brotinn. Besta deild karla KR 10 bestu liðin Tengdar fréttir Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. 2. febrúar 2024 10:01 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport
KR 1999 lenti í 6. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). „Sjáiði fólkið. Þetta erum við og við erum sér þjóðflokkur. Við elskum þetta fólk. Þetta er KR, það er enginn einn. Við eigum þetta skilið. Við vorum bestir, langbestir,“ sagði hálfklökkur og stoltur Atli Eðvaldsson þegar hann horfði upp í stúkuna á Laugardalsvelli eftir sigur KR á Víkingi, 0-4, 11. september 1999. Það var ekki furða að maðurinn væri klökkur og stoltur. Hann var nefnilega sá fyrsti sem gerði KR-inga að Íslandsmeisturum í 31 ár. Eftir ítrekuð vonbrigði var þykkasta íshella íslenskrar íþróttasögu brotinn. Og það á aldarafmæli KR. Uppskeran á því var glæsileg en karla- og kvennalið félagsins unnu alla fjóra stóru titlana sem í boði voru. grafík/sara Spólum eitt ár aftur í tímann. Það var þungt yfir Vesturbænum eftir 0-2 tap fyrir ÍBV í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn 26. september 1998. Þetta var annað tap KR-inga í úrslitaleik um titilinn á þremur árum. Þeim var bara ekki ætlað að yfirstíga þessa hindrun. Eða hvað? KR tefldi fram svipuðu liði 1999 og sumarið á undan. En koma tveggja Skagamanna var það sem hreyfði nálina fyrir KR; annars vegar Bjarka Gunnlaugssonar og hins vegar Sigursteins Gíslasonar, mesta sigurvegara í íslenskum nútímafótbolta. Áhrif hans á KR-liðið 1999 verða aldrei ofmetin. Eftir nokkur ár í vinstri bakverði fékk Steini Gísla að spila sína eftirlætis stöðu, inni á miðjunni við hlið Þórhalls Hinrikssonar. Sitt hvorum megin við þá voru svo tveir kantmenn af gamla skólanum, Sigþór Júlíusson og Einar Þór Daníelsson. KR spilaði 4-4-2 en í fremstu víglínu voru tvær tíur, eða platníur (e. false nine) áður en það hugtak varð til. grafík/sara Bjarki átti frábært tímabil og var næstmarkahæstur í deildinni með ellefu mörk. Besti leikmaður hennar var hins vegar maðurinn við hlið hans í framlínunni, Gummi Ben. Óheppnin hafði elt hann á röndum árin á undan. KR hefði líklega orðið Íslandsmeistari 1996 ef hann hefði ekki slitið krossband í hné í tíunda sinn eða svo og í úrslitaleiknum tveimur árum síðar klúðraði hann vítaspyrnu. Gummi var með skerta hreyfigetu á þessum tíma en hann hugsaði hraðar en allir aðrir og töfrarnir voru enn í tánum. Hann særði alla illa fótboltaanda í burtu tímabilið 1999 og kom með beinum hætti að tuttugu mörkum í deildinni. KR bygggði svo á gríðarlega traustum grunni. Kristján Finnbogason stóð á milli stanganna og í vörninni voru þrír KR-ingar, Þormóður Egilsson, Bjarni Þorsteinsson og Sigurður Örn Jónsson, auk skoska miðvarðarins Davids Winnie. Hann gerir sterkt tilkall til að vera einn besti varnarmaður í sögu efstu deildar. Á þremur tímabilum Winnies hjá KR vann liðið tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil og í 38 deildarleikjum hans í svarta og hvíta búningnum fengu KR-ingar aðeins á sig 26 mörk og héldu nítján sinnum hreinu. KR vann fyrstu þrjá leiki sína í deildinni, gerði svo markalaust jafntefli við Breiðablik og tapaði síðan í Eyjum, 2-1. Í þeim leik meiddist Andri Sigþórsson og í kjölfarið fór Atli á teikniborðið og rissaði upp vinningsformúluna. Sem fyrr spiluðu KR-ingar 4-4-2 og byrjunarliðið var meitlað í stein. Indriði Sigurðsson og Arnar Jón Sigurgeirsson fengu mínútur hér og þar en annars voru oftast sömu ellefu leikmennirnir sem spiluðu alla leikina. Stöðugleikinn var mikill og einn af ástæðunum fyrir góðu gengi KR-inga þetta sumarið. Ef frá eru talin tvö jafntefli við Leiftur vann KR alla leiki sína eftir tapið í Eyjum. Og þótt þeir hafi tryggt sér titilinn með sigrinum á Víkingi vannst björninn með 3-0 sigri á ÍBV í 15. umferð. Gummi Ben tók tvær vítaspyrnur í leiknum. Birkir Kristinsson varði þá fyrri en hann skoraði úr þeirri seinni. Allir samglöddust með honum og Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, klappaði honum meðal annars á kollinn sem er eitt íþróttamannslegasta augnablik íslenskrar fótboltasögu. Eins og Prince djömmuðu KR-ingar sem aldrei fyrr 1999 og það rann varla af þeim í september. Þeir fögnuðu þrjár helgar í röð í mánuðinum, fyrst eftir sigurinn á Víkingum, svo eftir að þeir fengu Íslandsmeistarabikarinn afhentan og loks eftir bikarúrslitaleikinn. Þetta var þeirra ár; árið sem ísinn var brotinn.
Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. 2. febrúar 2024 10:01
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01