Vodafone Sport
HM í pílukasti verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 12:30 og 19:00.
Átta manna úrslitin byrja klukkan 12:30 í dag með viðureignum Chris Dobey og Rob Cross annars vegar og Luke Littler gegn Brendan Dolan hins vegar.
Í kvöld, klukkan 19:00, mætir Michael van Gerwen svo Scott Williams áður en Luke Humphries og Dave Chisnall eigast við í lokaleik dagsins.
Allt saman er þetta í beinni á Vodafone Sport.
Stöð 2 Sport
Þá verður spurningaþátturinn Heiðursstúkan á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Um er að ræða spurningaþátt sem tengist leikjum og mótum sem verða í sýningu á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum en fótbolti verður aðalmálið í þætti kvöldsins.