Selenskí boðar stóraukna vopnaframleiðslu á nýju ári Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2024 07:51 Vólódómír Selenskí hefur hvatt Vesturlönd til að halda stuðningi sínum við Úkraínu áfram. AP Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur heitið því að eigin vopnaframleiðsla Úkraínumanna muni stóraukast á nýju ári. Selenskí greindi frá þessu í nýársávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gær. Sagði hann að Úkraínumenn myndu smíða milljón dróna hið minnsta á árinu 2024 sem yrðu notaðir í stríðsrekstrinum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Árásir Rússa héldu áfram í gær þar sem fréttir hafa borist af því að fimm hafi látið lífið, annars vegar í Odesa í suðurhluta landsins og svo í Donetsk-héraði í austri. „Á næsta ári mun óvinurinn finna fyrir heift innlendrar framleiðslu,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu. Sagði hann að auk þess að framleiða rúmlega milljón dróna á nýju ári þá muni úkraínski herinn fá sendar F-16 orrustuþotur frá vestrænum bandamönnum sínum. „Orrustuflugmenn okkar eru nú þegar að ná góðum tökum á F-16 og við munum klárlega sjá þær í loftrými okkar,“ sagði Selenskí sem hvatti jafnframt Vesturlönd til að halda stuðningi sínum við Úkráinu áfram á nýju ári. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sína í Úkraínu á síðustu dögum. Rússneski herinn stóð fyrir samhæfðum árásum víða um Úkraínu á föstudag þar sem 39 létu lífið í höfuðborginni Kænugarði og var árásunum lýst sem umfangsmestu loftárásum Rússa á úkraínsku höfuðborgina frá upphafi innrásar. Úkraínuher svaraði árásunum með loftárásir á borgina Belgorod í suðvesturhluta Rússlands. Er talið að 24 hafi látist og á annað hundrað hafi særst í þeim árásum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. 31. desember 2023 12:12 Fleiri látnir í loftárás á rússnesku borgina Belgorod Átján manns létu lífið í árás Úkraínumanna á rússnesku borginni Belgorod í dag. Þar af þrjú börn, samkvæmt rússneskum yfirvöldum. Einnig særðust 111 manns. 30. desember 2023 21:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Selenskí greindi frá þessu í nýársávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gær. Sagði hann að Úkraínumenn myndu smíða milljón dróna hið minnsta á árinu 2024 sem yrðu notaðir í stríðsrekstrinum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Árásir Rússa héldu áfram í gær þar sem fréttir hafa borist af því að fimm hafi látið lífið, annars vegar í Odesa í suðurhluta landsins og svo í Donetsk-héraði í austri. „Á næsta ári mun óvinurinn finna fyrir heift innlendrar framleiðslu,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu. Sagði hann að auk þess að framleiða rúmlega milljón dróna á nýju ári þá muni úkraínski herinn fá sendar F-16 orrustuþotur frá vestrænum bandamönnum sínum. „Orrustuflugmenn okkar eru nú þegar að ná góðum tökum á F-16 og við munum klárlega sjá þær í loftrými okkar,“ sagði Selenskí sem hvatti jafnframt Vesturlönd til að halda stuðningi sínum við Úkráinu áfram á nýju ári. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sína í Úkraínu á síðustu dögum. Rússneski herinn stóð fyrir samhæfðum árásum víða um Úkraínu á föstudag þar sem 39 létu lífið í höfuðborginni Kænugarði og var árásunum lýst sem umfangsmestu loftárásum Rússa á úkraínsku höfuðborgina frá upphafi innrásar. Úkraínuher svaraði árásunum með loftárásir á borgina Belgorod í suðvesturhluta Rússlands. Er talið að 24 hafi látist og á annað hundrað hafi særst í þeim árásum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. 31. desember 2023 12:12 Fleiri látnir í loftárás á rússnesku borgina Belgorod Átján manns létu lífið í árás Úkraínumanna á rússnesku borginni Belgorod í dag. Þar af þrjú börn, samkvæmt rússneskum yfirvöldum. Einnig særðust 111 manns. 30. desember 2023 21:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. 31. desember 2023 12:12
Fleiri látnir í loftárás á rússnesku borgina Belgorod Átján manns létu lífið í árás Úkraínumanna á rússnesku borginni Belgorod í dag. Þar af þrjú börn, samkvæmt rússneskum yfirvöldum. Einnig særðust 111 manns. 30. desember 2023 21:44