Fjölskylda Fiskikóngsins horfði á Skaupið á slysó eftir flugeldaslys Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. janúar 2024 22:13 Á hægri hönd má sjá Kjartan Kristjánsson, fjórtán ára, sem hlaut áverka á andliti eftir að raketta, sem hann og bróðir hans kveiktu í, sprakk í höndunum á þeim. Synir Kristjáns Bergs, Fiskikóngsins, lentu í slysi á gamlársdag þegar raketta sprakk í höndunum á þeim. Bræðurnir hlutu skaða á heyrn og brunasár en faðir þeirra segir það heppni að ekki fór verr. Ekki verði fleiri flugeldar sprengdir í fjölskyldunni framar. Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, greindi frá flugeldaslysinu í Facebook-færslu í gær sem hefur fengið mikil viðbrögð. „Farið varlega með ALLA flugelda. Fyrsta flugeldaslysið í kvöld. Er með tvo drengi mína á slysó. Kjartan er með ískur í eyrum. Held að lukkan hafi verið hliðholl okkur í dag. Heppnir að missa ekki hendi eða augun,“ sagði í færslunni. Einnig sagði Kristján að sprengjan hefði sprungið um leið og eldur kom að kveiknum og að fleiri flugeldar yrðu ekki sprengdir á hans vakt í þessu lífi. Loks sagði í færslunni „Strákarnir vildu að ég póstaði þessu sem fyrst til þess að vara aðra við. Þeir bíða eftir læknisaðstoð í þessum töluðu orðum.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af rakettunni springa í höndunum á þeim. Fjölskyldan í sjokki en glöð að ekki fór verr „Ég er náttúrulega bara feginn að það fór ekki verr,“ sagði Kristján þegar blaðamaður hafði samband til að spyrja út í slysið. „Ég er búinn að kaupa svo mikið undanfarin tvö ár þannig ég keypti ekkert á þessu ári. Þannig í raun vorum við að vinna með flugelda frá því í fyrra,“ segir hann. Kristján Berg á fiskbúðina Fiskikónginn og verslunina Heitirpottar.is. Hann segir að fjölskyldan muni ekki kaupa eða sprengja fleiri flugelda.Vísir/Vilhelm „Þetta er raketta og strákarnir fóru síðan bara í kassann sem pabbi átti og héldu að þetta væri bomba. Þá hafði rakettuprikið dottið af einhvern tímann í fyrra,“ sagði Kristján um rakettuna sem sprakk. „Ég fékk nú eitthvað komment að þetta væri fikt með flugelda en þetta var ekkert þannig. Ég hef verið frekar mikill flugeldakall í gegnum árin. Þetta voru rosaleg mistök hjá strákunum og þekkingarleysi,“ segir hann og bætir við „Ég er bara feginn að þeir hafi ekki misst augun eða hendina.“ „Það er búið að vera mikið sjokk í fjölskyldunni. Samt ákveðin gleði að það hafi ekki farið verr,“ segir hann um líðan fjölskyldunnar. Horfðu á Skaupið á slysó Aðspurður hvenær slysið hefði átt sér stað segir Kristján að það hafi verið um átta, hálf níu. „Við tókum Skaupið á slysó. Þetta verða fyrir vikið kannski eftirminnilegustu áramótin. Komum heim bara rétt fyrir tólf,“ sagði Kristján. Sluppu þeir þá bara vel? „Hljóðhimnan rifnaði hjá öðrum þeirra og þeir eru báðir með þriðja stigs brunasár. Það var svona hvítur blettur á hendinni sem okkur fannst ekkert vera merkilegur. Maður var frekar að horfa á blóðið en þá sagði læknirinn að þetta væri það alvarlegasta, þetta væri þriðja stigs brunasár,“ sagði Kristján. Hendurnar á Kristjáni eru illa farnar eftir rakkettuna en það er lukka að ekki fór verr. „Það er svo mikið púður á sprengjunum að ef þetta fer í andlitið á fólki þá þeysist púðrið framan í fólk og þú ert kominn með varanlegt tattú. Ég var ekki búinn að átta mig á því en mér sýnist nú að andlitin þeirra hafi nokkurn veginn sloppið. Einn fékk tvö-þrjú spor á hökuna,“ segir hann. Vitið þið eitthvað meira með áverkana? „Það er endurkoma eftir tvo daga. Þeir fengu krampasprautu upp á sýkingar og eiga að koma aftur. Að öðru leyti fór þetta eins og best var á kosið,“ segir hann. Lágu í tíu sekúndur áður en þeir föttuðu hvað hefði gerst Ef maður horfir á myndbandið af sprengingunni segir Kristján að þar heyrist hvernig bræðurnir hafi legið á jörðinni í heilar tíu sekúndur áður en þeir áttuðu sig á því hvað gerðist. „Þeim fannst þetta vera eins og tvær en þeir lágu í tíu sekúndur á jörðinni og vissu ekkert hvað hefði gerst,“ segir hann. Að sögn Kristjáns var elsti bróðirinn, sem er 24 ára, ekki sáttur með sjálfan sig fyrir að hafa dregið litlu bræður sína, þrettán og fjórtán, í þetta og kennt sjálfum sér um. „En það þýðir ekkert að hugsa svoleiðis, slysin bara gerast,“ segir Kristján. Ölvað fólk að leika sér með sprengiefni „Þeir voru nú allir edrú en fólk er að meðhöndla sprengiefni og allir að fá sér í glas. Ef maður hugsar út í þetta þá er þetta algjör vitleysa. Við horfum á stríð út um allan heim, allir með sprengjur og svo erum við bara að leika okkur með þetta. „Þetta hvetur mann til umhugsunar um hvað þetta er hættulegt,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns segir hann að eftir að fjölskyldan ræddi saman um málið þá hafi þau ákveðið að það yrðu ekki fleiri flugeldar keyptir á heimilið. Hann bætir við að það sé ekkert mikið af nágrannalöndum sem leyfi flugelda eins og Ísland. „Ég held að það sé ástæða til að endurskoða þetta eitthvað. Ég er kominn á þá blaðsíðu núna,“ segir hann og bætir við „þetta er náttúrulega galið, allir blindfullir með vindla og engan búnað.“ „Svo erum við foreldrarnir ábyrgir, leyfum krökkunum að valsa um með þetta eins og það sé eðlilegt. Þetta á ekkert að vera eðlilegt. Þetta eru sprengjur. Það er ágætt að ræða þessi mál þó það sé örugglega alltaf sama tuggan ár eftir ár,“ segir Kristján. Hljóðhimnan sprungin og brunasár víða Vísir ræddi einnig við Kjartan, næstyngsta bróðurinn, sem kveikti á sprengjunni. Kjartan fékk brunasár víða um líkamanna og skaddaði í sér hljóðhimnuna. Hann hvetur fólk til að sleppa því að sprengja. „Fyrst sá ég allt hvítt, svo vaknaði ég bara á jörðinni og heyrði ískur. Svo lít ég við og sé Ægi, sem hélt á sprengjunni, standa á fætur. Ég sé Kára tíu metra í burtu og Ægir hleypur til hans. Ég stend líka upp og hleyp til þeirra,“ segir hann um atvikið. Aðspurður út í hljóðhimnuna sem sprakk segist hann heyra illa og fari til eyrnalæknis í vikunni. „Nöglin mín er alveg skröpuð og svo er vísifingurinn allur út í sárum og svo er ég með nokkrar brunablöðrur. Svo er ég líka með sár á tvíhöfðanum og eitt lítið á brjóstinu,“ segir Kjartan um áverkana. Þar að auki hafi bæði hárið hans og augabrúnir brunnið. Flugeldar Áramótaskaupið Slysavarnir Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, greindi frá flugeldaslysinu í Facebook-færslu í gær sem hefur fengið mikil viðbrögð. „Farið varlega með ALLA flugelda. Fyrsta flugeldaslysið í kvöld. Er með tvo drengi mína á slysó. Kjartan er með ískur í eyrum. Held að lukkan hafi verið hliðholl okkur í dag. Heppnir að missa ekki hendi eða augun,“ sagði í færslunni. Einnig sagði Kristján að sprengjan hefði sprungið um leið og eldur kom að kveiknum og að fleiri flugeldar yrðu ekki sprengdir á hans vakt í þessu lífi. Loks sagði í færslunni „Strákarnir vildu að ég póstaði þessu sem fyrst til þess að vara aðra við. Þeir bíða eftir læknisaðstoð í þessum töluðu orðum.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af rakettunni springa í höndunum á þeim. Fjölskyldan í sjokki en glöð að ekki fór verr „Ég er náttúrulega bara feginn að það fór ekki verr,“ sagði Kristján þegar blaðamaður hafði samband til að spyrja út í slysið. „Ég er búinn að kaupa svo mikið undanfarin tvö ár þannig ég keypti ekkert á þessu ári. Þannig í raun vorum við að vinna með flugelda frá því í fyrra,“ segir hann. Kristján Berg á fiskbúðina Fiskikónginn og verslunina Heitirpottar.is. Hann segir að fjölskyldan muni ekki kaupa eða sprengja fleiri flugelda.Vísir/Vilhelm „Þetta er raketta og strákarnir fóru síðan bara í kassann sem pabbi átti og héldu að þetta væri bomba. Þá hafði rakettuprikið dottið af einhvern tímann í fyrra,“ sagði Kristján um rakettuna sem sprakk. „Ég fékk nú eitthvað komment að þetta væri fikt með flugelda en þetta var ekkert þannig. Ég hef verið frekar mikill flugeldakall í gegnum árin. Þetta voru rosaleg mistök hjá strákunum og þekkingarleysi,“ segir hann og bætir við „Ég er bara feginn að þeir hafi ekki misst augun eða hendina.“ „Það er búið að vera mikið sjokk í fjölskyldunni. Samt ákveðin gleði að það hafi ekki farið verr,“ segir hann um líðan fjölskyldunnar. Horfðu á Skaupið á slysó Aðspurður hvenær slysið hefði átt sér stað segir Kristján að það hafi verið um átta, hálf níu. „Við tókum Skaupið á slysó. Þetta verða fyrir vikið kannski eftirminnilegustu áramótin. Komum heim bara rétt fyrir tólf,“ sagði Kristján. Sluppu þeir þá bara vel? „Hljóðhimnan rifnaði hjá öðrum þeirra og þeir eru báðir með þriðja stigs brunasár. Það var svona hvítur blettur á hendinni sem okkur fannst ekkert vera merkilegur. Maður var frekar að horfa á blóðið en þá sagði læknirinn að þetta væri það alvarlegasta, þetta væri þriðja stigs brunasár,“ sagði Kristján. Hendurnar á Kristjáni eru illa farnar eftir rakkettuna en það er lukka að ekki fór verr. „Það er svo mikið púður á sprengjunum að ef þetta fer í andlitið á fólki þá þeysist púðrið framan í fólk og þú ert kominn með varanlegt tattú. Ég var ekki búinn að átta mig á því en mér sýnist nú að andlitin þeirra hafi nokkurn veginn sloppið. Einn fékk tvö-þrjú spor á hökuna,“ segir hann. Vitið þið eitthvað meira með áverkana? „Það er endurkoma eftir tvo daga. Þeir fengu krampasprautu upp á sýkingar og eiga að koma aftur. Að öðru leyti fór þetta eins og best var á kosið,“ segir hann. Lágu í tíu sekúndur áður en þeir föttuðu hvað hefði gerst Ef maður horfir á myndbandið af sprengingunni segir Kristján að þar heyrist hvernig bræðurnir hafi legið á jörðinni í heilar tíu sekúndur áður en þeir áttuðu sig á því hvað gerðist. „Þeim fannst þetta vera eins og tvær en þeir lágu í tíu sekúndur á jörðinni og vissu ekkert hvað hefði gerst,“ segir hann. Að sögn Kristjáns var elsti bróðirinn, sem er 24 ára, ekki sáttur með sjálfan sig fyrir að hafa dregið litlu bræður sína, þrettán og fjórtán, í þetta og kennt sjálfum sér um. „En það þýðir ekkert að hugsa svoleiðis, slysin bara gerast,“ segir Kristján. Ölvað fólk að leika sér með sprengiefni „Þeir voru nú allir edrú en fólk er að meðhöndla sprengiefni og allir að fá sér í glas. Ef maður hugsar út í þetta þá er þetta algjör vitleysa. Við horfum á stríð út um allan heim, allir með sprengjur og svo erum við bara að leika okkur með þetta. „Þetta hvetur mann til umhugsunar um hvað þetta er hættulegt,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns segir hann að eftir að fjölskyldan ræddi saman um málið þá hafi þau ákveðið að það yrðu ekki fleiri flugeldar keyptir á heimilið. Hann bætir við að það sé ekkert mikið af nágrannalöndum sem leyfi flugelda eins og Ísland. „Ég held að það sé ástæða til að endurskoða þetta eitthvað. Ég er kominn á þá blaðsíðu núna,“ segir hann og bætir við „þetta er náttúrulega galið, allir blindfullir með vindla og engan búnað.“ „Svo erum við foreldrarnir ábyrgir, leyfum krökkunum að valsa um með þetta eins og það sé eðlilegt. Þetta á ekkert að vera eðlilegt. Þetta eru sprengjur. Það er ágætt að ræða þessi mál þó það sé örugglega alltaf sama tuggan ár eftir ár,“ segir Kristján. Hljóðhimnan sprungin og brunasár víða Vísir ræddi einnig við Kjartan, næstyngsta bróðurinn, sem kveikti á sprengjunni. Kjartan fékk brunasár víða um líkamanna og skaddaði í sér hljóðhimnuna. Hann hvetur fólk til að sleppa því að sprengja. „Fyrst sá ég allt hvítt, svo vaknaði ég bara á jörðinni og heyrði ískur. Svo lít ég við og sé Ægi, sem hélt á sprengjunni, standa á fætur. Ég sé Kára tíu metra í burtu og Ægir hleypur til hans. Ég stend líka upp og hleyp til þeirra,“ segir hann um atvikið. Aðspurður út í hljóðhimnuna sem sprakk segist hann heyra illa og fari til eyrnalæknis í vikunni. „Nöglin mín er alveg skröpuð og svo er vísifingurinn allur út í sárum og svo er ég með nokkrar brunablöðrur. Svo er ég líka með sár á tvíhöfðanum og eitt lítið á brjóstinu,“ segir Kjartan um áverkana. Þar að auki hafi bæði hárið hans og augabrúnir brunnið.
Flugeldar Áramótaskaupið Slysavarnir Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira