Sektaður um fjörutíu milljónir króna fyrir að kasta drykknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 14:00 David Tepper er mjög vel stæður enda er aðeins einn eigandi i NFL-deildinni sem er ríkari en hann. Getty/Cooper Neill Reiðikast David Tepper, eiganda Carolina Panthers liðsins, varð honum dýrt eftir að NFL-deildin skellti á hann sekt jafnvirði tugmilljóna króna fyrir framkomu hans á gamlársdag. Tepper kastaði drykknum sínum yfir stuðningsmenn Jacksonville Jaguars liðsins sem voru fyrir neðan heiðursstúkuna. Hann var sektaður um 300 þúsund Bandaríkjadali eða 41,4 milljónir króna. NFL deildin sagði þetta óásættanlega hegðun og að allt starfsfólk NFL deildarinnar yrði að bera virðingu fyrir stuðningsfólki á öllum stundum. For those scoring at home, fining David Tepper $300,000 ( Net worth: $20.6 Billion) is the equivalent of fining the Average American ONE DOLLAR AND 77 CENTS! https://t.co/cfyHzDqnhH— Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2024 Tepper sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa mikla ástríðu fyrir liði sínu. Hann sæi eftir framkomu sinni. „Ég hefði átt að láta öryggisverði leikvangsins taka á þessu,“ sagði David Tepper og vísaði til orðaskaks við stuðningsmenn Jacksonville Jaguars. Þeir rúlluðu upp liði Tepper 26-0. Tepper hefur alveg efni á að borga sektina. Hann er næstríkasti eigandi NFL-deildarinnar og er metinn á meira en tuttugu milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2800 milljarða íslenskra króna. Sektin er eitt prósent af einu prósenti auðæfa hans. Fyrir meðalmanninn í Bandaríkjunum jafngildir sektin innan við tveimur dollurum, um 245 íslenskum krónum. Tepper keypti Carolina Panthers liðið árið 2018 en lítið hefur gengið hjá félaginu síðan og liðið er nú með lélegasta árangurinn í deildinni. The NFL fines #Panthers owner David Tepper $300K for throwing a drink on a fan who mocked him for giving up the 2024 first overall pick to the #Bears. pic.twitter.com/fIa6kcRWPG— NFL Notifications (@NFLNotify) January 2, 2024 NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Tepper kastaði drykknum sínum yfir stuðningsmenn Jacksonville Jaguars liðsins sem voru fyrir neðan heiðursstúkuna. Hann var sektaður um 300 þúsund Bandaríkjadali eða 41,4 milljónir króna. NFL deildin sagði þetta óásættanlega hegðun og að allt starfsfólk NFL deildarinnar yrði að bera virðingu fyrir stuðningsfólki á öllum stundum. For those scoring at home, fining David Tepper $300,000 ( Net worth: $20.6 Billion) is the equivalent of fining the Average American ONE DOLLAR AND 77 CENTS! https://t.co/cfyHzDqnhH— Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2024 Tepper sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa mikla ástríðu fyrir liði sínu. Hann sæi eftir framkomu sinni. „Ég hefði átt að láta öryggisverði leikvangsins taka á þessu,“ sagði David Tepper og vísaði til orðaskaks við stuðningsmenn Jacksonville Jaguars. Þeir rúlluðu upp liði Tepper 26-0. Tepper hefur alveg efni á að borga sektina. Hann er næstríkasti eigandi NFL-deildarinnar og er metinn á meira en tuttugu milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2800 milljarða íslenskra króna. Sektin er eitt prósent af einu prósenti auðæfa hans. Fyrir meðalmanninn í Bandaríkjunum jafngildir sektin innan við tveimur dollurum, um 245 íslenskum krónum. Tepper keypti Carolina Panthers liðið árið 2018 en lítið hefur gengið hjá félaginu síðan og liðið er nú með lélegasta árangurinn í deildinni. The NFL fines #Panthers owner David Tepper $300K for throwing a drink on a fan who mocked him for giving up the 2024 first overall pick to the #Bears. pic.twitter.com/fIa6kcRWPG— NFL Notifications (@NFLNotify) January 2, 2024
NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira