Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 07:50 Luke Littler fagnar sigri í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Getty/Tom Dulat Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. Littler vann öruggan 6-2 sigur á Rob Cross í undanúrslitaleiknum sínum og mætir Luke Humphries í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 20.00. Littler er enn bara sextán ára gamall og er því rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður. Fyrir mótið í ár var Kirk Shepherd sá yngsti til að komast í úrslitaleikinn á HM en hann var 21 árs og 88 daga gamall þegar hann spilaði til úrslita árið 2008. 16 year old darts sensation Luke Littler takes on Luke Humphries in the final of the PDC World Championship.He told #BBCBreakfast it's 'crazy' to be in the final https://t.co/T8budMXdat pic.twitter.com/e7uZKf3liM— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 3, 2024 Littler verður 16 ára og 346 daga gamall þegar hann keppir í Ally Pally í kvöld. Strákurinn er þegar búinn að vinna sér inn tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé en það jafngildir tæpum 35 milljónum króna. „Það er klikkað að hugsa til þess að ég sé í úrslitaleiknum á mínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ sagði Luke Littler við Sky Sports eftir leikinn. „Ég hefði verið ánægður með það að vinna bara einn leik og núna get ég farið alla leið. Þetta er ekki auðvelt. Ég var að spila við Rob sem varð heimsmeistari á sínu fyrsta móti. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Littler. Aðspurður um undirbúning sinn fyrir úrslitaleikinn í kvöld þá svaraði strákurinn: „Ég held áfram að gera það sem ég hef verið að gera. Ég mun fá mér osta og skinku ommelettu í morgunmat, mæti síðan hingað, fæ mér pizzu og byrja síðan að hita upp. Þannig hefur þetta verið allan tímann,“ sagði Littler. Luke Humphries vann sinn undanúrslitaleik 6-0 og með því að komast í úrslitaleikinn þá tryggði hann sér fyrsta sætið á heimslistanum. Hann verður því örugglega erfiðasti mótherji Littler á þessu heimsmeistaramóti. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Pílukast Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Littler vann öruggan 6-2 sigur á Rob Cross í undanúrslitaleiknum sínum og mætir Luke Humphries í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 20.00. Littler er enn bara sextán ára gamall og er því rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður. Fyrir mótið í ár var Kirk Shepherd sá yngsti til að komast í úrslitaleikinn á HM en hann var 21 árs og 88 daga gamall þegar hann spilaði til úrslita árið 2008. 16 year old darts sensation Luke Littler takes on Luke Humphries in the final of the PDC World Championship.He told #BBCBreakfast it's 'crazy' to be in the final https://t.co/T8budMXdat pic.twitter.com/e7uZKf3liM— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 3, 2024 Littler verður 16 ára og 346 daga gamall þegar hann keppir í Ally Pally í kvöld. Strákurinn er þegar búinn að vinna sér inn tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé en það jafngildir tæpum 35 milljónum króna. „Það er klikkað að hugsa til þess að ég sé í úrslitaleiknum á mínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ sagði Luke Littler við Sky Sports eftir leikinn. „Ég hefði verið ánægður með það að vinna bara einn leik og núna get ég farið alla leið. Þetta er ekki auðvelt. Ég var að spila við Rob sem varð heimsmeistari á sínu fyrsta móti. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Littler. Aðspurður um undirbúning sinn fyrir úrslitaleikinn í kvöld þá svaraði strákurinn: „Ég held áfram að gera það sem ég hef verið að gera. Ég mun fá mér osta og skinku ommelettu í morgunmat, mæti síðan hingað, fæ mér pizzu og byrja síðan að hita upp. Þannig hefur þetta verið allan tímann,“ sagði Littler. Luke Humphries vann sinn undanúrslitaleik 6-0 og með því að komast í úrslitaleikinn þá tryggði hann sér fyrsta sætið á heimslistanum. Hann verður því örugglega erfiðasti mótherji Littler á þessu heimsmeistaramóti. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Pílukast Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira