Hollywood Reporter greinir frá þessu en miðillinn hefur eftir Robert Barron, biskupi við kirkjuna í Minnesota ríki að Shia hafi undirgengist sakramenti kirkjunnar og þannig verið staðfestur sem félagi í kirkjunni.
Þá hefur miðillinn eftir öðrum presti að leikarinn vilji gerast djákni einhvern tímann í framtíðinni. Það hafi veitt leikaranum innblástur að fara með hlutverk ítalska prestsins Padre Pio í samnefndri mynd árið 2020.
Í umfjöllun miðilsins kemur fram að Shia hafi verið alinn upp í gyðingdómi af móður hans. Faðir hans hafi verið kristinn. Haft er eftir leikaranum að hann hafi dregist að kaþólskri trú vegna erfiðleika í einkalífi sínu, meðal annars vegna áfengisvandamála.
Hann var meðal annars kærður af fyrrverandi kærustunni sinni, söngkonunni FKA Twigs árið 2020. Hún sakaði leikarann um að hafa beitt sig ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð.