Átján prósenta verðhækkun ólíðandi að mati bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 16:44 Íris Róbertsdóttir hefur áhyggjur af verðhækkunum í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill HS veitur segja að skortur á raforku í landinu hafi leitt til 18 prósenta verðhækkunar á heitu vatni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri segir ekkert í hendi um að ríkið komi til móts við Eyjamenn. Greint var frá því á heimasíðu HS Veitna þann 29. desember verðskrá hitaveitu í Eyjum myndi hækka um átján prósent. Ástæðan var sögð hækkun orkukostnaðar vegna raforkuskorts í landinu. Því þurfi að hækka verðið á heitu vatni til að mæta þeirri kostnaðarhækkun. Orkukaup nema um 90 prósentum af framleiðslukostnaði hitaveitunnar í Eyjum. Hún sker sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að heitt vatn er framleittí Vestmannaeyjum með rafmagni. Olía er notuð þegar raforka er skert. „Búast má við að stjórnvöld muni hækka niðurgreiðslur til íbúa í Vestmannaeyjum um sömu prósentutölu,“ sagði á heimasíðu HS veitna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum er full efasemda. Nýbúið að hækka verð „Þetta eru kaldar kveðjur,“ segir Íris í færslu um verðhækkunina á Facebook. Eyjamenn minnast þess að gjaldskrá HS veitna hækkaði um 7,39 prósent þann 1. september síðastliðinn. Fjórir mánuðir liðu á milli hækkana. Þá kom einnig fram að orkusparandi breyting á kyndistöðinni myndi skila vatni allt að fjórum gráðum kaldara en nú er. Sem kallar á kaup á heitu vatni í meira mæli. Tilkynnt var um breytingarnar föstudaginn 29. desember og tók verðhækkunin gildi á mánudaginn, 1. janúar. „Það er ólíðandi að þessum hækkunum sé skellt á með þessm hætti á sama tíma og erið er að biðla til fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga að gæta hófs í gjaldskrárhækkunum,“ segir Íris. Óvíst sé um niðurgreiðslu frá ríkinu. Fullyrða að stjórnvöld ætli að hækka niðurgreiðslu „Ríkið hefur ekki tilkynnt um að komið verði til móts við íbúa og því er ekkert í hendi um niðurgreiðslu á mót þessari miklu hækkun.“ HS veitur segjast lengi hafa bent á að rafkyntar hitaveitur, eins og Vestmannaeyingar nota, búi við afar erfitt rekstrarumhverfi og kallað eftir lagfæringum á því þannig að notendur þeirra búi við sambærilegan kostnað af húshitun og aðrir. „Eitt þessara atriða er að ríkið hækki niðurgreiðslu til notenda rafkyntra hitaveitna til jafns við þá sem nota beina rafhitun. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna stefna stjórnvöld að hækkun niðurgreiðslna strax á nýju ári. Sú breyting mun þá skila sér beint til notenda hitaveitunnar í Vestmannaeyjum og ætti þannig hlífa þeim að miklu leyti við þeirri hækkun orkukostnaðar sem hitaveitan er að verða fyrir.“ Orkumál Vestmannaeyjar Verðlag Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Greint var frá því á heimasíðu HS Veitna þann 29. desember verðskrá hitaveitu í Eyjum myndi hækka um átján prósent. Ástæðan var sögð hækkun orkukostnaðar vegna raforkuskorts í landinu. Því þurfi að hækka verðið á heitu vatni til að mæta þeirri kostnaðarhækkun. Orkukaup nema um 90 prósentum af framleiðslukostnaði hitaveitunnar í Eyjum. Hún sker sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að heitt vatn er framleittí Vestmannaeyjum með rafmagni. Olía er notuð þegar raforka er skert. „Búast má við að stjórnvöld muni hækka niðurgreiðslur til íbúa í Vestmannaeyjum um sömu prósentutölu,“ sagði á heimasíðu HS veitna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum er full efasemda. Nýbúið að hækka verð „Þetta eru kaldar kveðjur,“ segir Íris í færslu um verðhækkunina á Facebook. Eyjamenn minnast þess að gjaldskrá HS veitna hækkaði um 7,39 prósent þann 1. september síðastliðinn. Fjórir mánuðir liðu á milli hækkana. Þá kom einnig fram að orkusparandi breyting á kyndistöðinni myndi skila vatni allt að fjórum gráðum kaldara en nú er. Sem kallar á kaup á heitu vatni í meira mæli. Tilkynnt var um breytingarnar föstudaginn 29. desember og tók verðhækkunin gildi á mánudaginn, 1. janúar. „Það er ólíðandi að þessum hækkunum sé skellt á með þessm hætti á sama tíma og erið er að biðla til fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga að gæta hófs í gjaldskrárhækkunum,“ segir Íris. Óvíst sé um niðurgreiðslu frá ríkinu. Fullyrða að stjórnvöld ætli að hækka niðurgreiðslu „Ríkið hefur ekki tilkynnt um að komið verði til móts við íbúa og því er ekkert í hendi um niðurgreiðslu á mót þessari miklu hækkun.“ HS veitur segjast lengi hafa bent á að rafkyntar hitaveitur, eins og Vestmannaeyingar nota, búi við afar erfitt rekstrarumhverfi og kallað eftir lagfæringum á því þannig að notendur þeirra búi við sambærilegan kostnað af húshitun og aðrir. „Eitt þessara atriða er að ríkið hækki niðurgreiðslu til notenda rafkyntra hitaveitna til jafns við þá sem nota beina rafhitun. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna stefna stjórnvöld að hækkun niðurgreiðslna strax á nýju ári. Sú breyting mun þá skila sér beint til notenda hitaveitunnar í Vestmannaeyjum og ætti þannig hlífa þeim að miklu leyti við þeirri hækkun orkukostnaðar sem hitaveitan er að verða fyrir.“
Orkumál Vestmannaeyjar Verðlag Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira