Ný ríkisstofnun með engar höfuðstöðvar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2024 20:30 Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar ríkisstofnunar, sem tók formlega til starfa 1. janúar 2024. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný ríkisstofnun, Land og skógur varð til um áramótin en hún tekur við hlutverkum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, sem hafa verið lagðar niður. Um 140 starfsmenn starfa hjá nýju stofnuninni á átján starfsstöðvum um land allt. Ágúst Sigurðsson er forstöðumaður nýju stofnunarinnar og er með skrifstofuna sína í Gunnarsholti á Rangárvöllum þar sem Landgræðsla ríkisins var til húsa. Ágúst er engin nýgræðingur þegar kemur að stjórnun en hann var meðal annars rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og sveitarstjóri í Rangárþingi ytra svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er stofnun sem snýst um það að bæta jarðvegs og gróðurauðlind Íslands, það er verkefnið í rauninni, hið stóra verkefni. Og stefnan er sú að ná framúrskarandi árangri í því, það er okkar verkefni,” segir Ágúst. Og Ágúst segir að ný stofnun taki fagnandi á móti verkefnum skógræktarinnar og landgræðslunnar og síðan muni einhver ný og spennandi verkefni bætast við. „En það sem er svo stórkostlega við þessa sameiningu er það að fólkið, sem að vinnur hjá þessari stofnun, nýju stofnuninni, Landi og skógi og starfaði áður hjá landgræðslunni og skógræktinni, þetta fólk brennur fyrir sitt starf. Það er vakið og sofið yfir þessu verkefni að bæta gróður og jarðvegsauðlindir Íslands,” bætir Ágúst við. Merki stofnunarinnar hannaði Fífa Jónsdóttir, grafískur hönnuður og sérfræðingur í vísindamiðlun. Hún starfar að miðlunarmálum hjá Landi og skógi. Merkið hefur margvíslegar vísanir í náttúru landsins, hringrásir hennar, sjálfbærni og viðfangsefni Lands og skógar. Aðsend Það vekur sérstaka athygli á nýja stofnunin er ekki með neinar ákveðnar höfuðstöðvar. „Við erum með stafrænar höfuðstöðvar, það er bara þannig og það er bara algjörlega satt og rétt. Þeir sem að vilja hitta okkur eða tala við okkur þeir hafa samband við okkur iðulega með stafrænum hætti,” segir Ágúst. Heimasíðan Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Ágúst Sigurðsson er forstöðumaður nýju stofnunarinnar og er með skrifstofuna sína í Gunnarsholti á Rangárvöllum þar sem Landgræðsla ríkisins var til húsa. Ágúst er engin nýgræðingur þegar kemur að stjórnun en hann var meðal annars rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og sveitarstjóri í Rangárþingi ytra svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er stofnun sem snýst um það að bæta jarðvegs og gróðurauðlind Íslands, það er verkefnið í rauninni, hið stóra verkefni. Og stefnan er sú að ná framúrskarandi árangri í því, það er okkar verkefni,” segir Ágúst. Og Ágúst segir að ný stofnun taki fagnandi á móti verkefnum skógræktarinnar og landgræðslunnar og síðan muni einhver ný og spennandi verkefni bætast við. „En það sem er svo stórkostlega við þessa sameiningu er það að fólkið, sem að vinnur hjá þessari stofnun, nýju stofnuninni, Landi og skógi og starfaði áður hjá landgræðslunni og skógræktinni, þetta fólk brennur fyrir sitt starf. Það er vakið og sofið yfir þessu verkefni að bæta gróður og jarðvegsauðlindir Íslands,” bætir Ágúst við. Merki stofnunarinnar hannaði Fífa Jónsdóttir, grafískur hönnuður og sérfræðingur í vísindamiðlun. Hún starfar að miðlunarmálum hjá Landi og skógi. Merkið hefur margvíslegar vísanir í náttúru landsins, hringrásir hennar, sjálfbærni og viðfangsefni Lands og skógar. Aðsend Það vekur sérstaka athygli á nýja stofnunin er ekki með neinar ákveðnar höfuðstöðvar. „Við erum með stafrænar höfuðstöðvar, það er bara þannig og það er bara algjörlega satt og rétt. Þeir sem að vilja hitta okkur eða tala við okkur þeir hafa samband við okkur iðulega með stafrænum hætti,” segir Ágúst. Heimasíðan
Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira