Hjón létust á Grindavíkurvegi Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2024 12:23 Frímann og Margrét létust þann 5. janúar. Fólkið sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi hét Frímann Grímsson og Margrét Á. Hrafnsdóttir. Þau voru hjón og láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn. Þetta segir í tilkynningu frá aðstandendum hjónanna, sem send var Ríkisútvarpinu. Þar segir að Margrét hafi verið fædd árið 1960 og Frímann árið 1958. Hjónin voru búsett í Sandgerði. Tilkynnt var um slys á Grindavíkurvegi um klukkan 11:35 þann 5. janúar og fóru viðbragðsaðilar strax á vettvang. Tvö ökutæki voru utan vegar þegar lögregla og viðbragðsaðilar komu að. Frímann og Margrét voru í öðrum bílnum og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Hitt ökutækið var steypubíll á vegum Steypustöðvarinnar, sem hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna slyssins. Í aðalhlutverki í Björgunarsveitinni Suðurnes Björgunarsveitin Suðurnes minnist Frímanns og Margrétar og segir sárt að sjá á eftir hjónunum öflugu. „Frímann hefur starfað í björgunarsveit í langan tíma eða í yfir 40 ár. Hann starfaði sem formaður björgunarsveitarinnar Stakks, sem er ein af stofnsveitum Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Hann fluttist því yfir og starfaði hér síðan,“ segir í færslu Björgunarsveitarinnar Suðurnesja á Facebook. Stakkur var upphaflega björgunarsveit í Keflavík. „Þegar Frímann flutti austur á Bakkafjörð vegna vinnu árið 2000, þá starfaði hann með björgunarsveitinni þar. Hann var fulltrúi okkar í svæðisstjórn í mörg ár, starfaði sem umsjónarmaður björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein í Sandgerði og var í nefnd um hönnun og smíði á nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.“ Sveitin sendir fjölskyldu Frímanns og Margrétar innilegar samúðarkveðjur. Grindavík Samgönguslys Suðurnesjabær Tengdar fréttir Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og telja hana ekki sinn fulltrúa „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá aðstandendum hjónanna, sem send var Ríkisútvarpinu. Þar segir að Margrét hafi verið fædd árið 1960 og Frímann árið 1958. Hjónin voru búsett í Sandgerði. Tilkynnt var um slys á Grindavíkurvegi um klukkan 11:35 þann 5. janúar og fóru viðbragðsaðilar strax á vettvang. Tvö ökutæki voru utan vegar þegar lögregla og viðbragðsaðilar komu að. Frímann og Margrét voru í öðrum bílnum og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Hitt ökutækið var steypubíll á vegum Steypustöðvarinnar, sem hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna slyssins. Í aðalhlutverki í Björgunarsveitinni Suðurnes Björgunarsveitin Suðurnes minnist Frímanns og Margrétar og segir sárt að sjá á eftir hjónunum öflugu. „Frímann hefur starfað í björgunarsveit í langan tíma eða í yfir 40 ár. Hann starfaði sem formaður björgunarsveitarinnar Stakks, sem er ein af stofnsveitum Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Hann fluttist því yfir og starfaði hér síðan,“ segir í færslu Björgunarsveitarinnar Suðurnesja á Facebook. Stakkur var upphaflega björgunarsveit í Keflavík. „Þegar Frímann flutti austur á Bakkafjörð vegna vinnu árið 2000, þá starfaði hann með björgunarsveitinni þar. Hann var fulltrúi okkar í svæðisstjórn í mörg ár, starfaði sem umsjónarmaður björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein í Sandgerði og var í nefnd um hönnun og smíði á nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.“ Sveitin sendir fjölskyldu Frímanns og Margrétar innilegar samúðarkveðjur.
Grindavík Samgönguslys Suðurnesjabær Tengdar fréttir Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og telja hana ekki sinn fulltrúa „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02