Fyrrverandi félagar í samfloti? Helgi Pétursson skrifar 8. janúar 2024 11:30 Við félagar í LEB - Landssambandi eldri borgara, stjórn þess og kjaranefnd í samráði við 55 félög eldra fólks um allt land, höfum gengið frá sameiginlegri stefnu í kjaramálum og kynnt hana á fjölmörgum fundum víða um land. Umfangsmesta kynningin var á málþingi í Reykjavík núna í haust með yfirskriftinni Við bíðum... ekki lengur! sem var mjög fjölsótt og streymt til þúsunda manna um allt land. Þingmenn, ráðherrar og aðilar vinnumarkaðarins komu til málþingsins þar sem við lögðum m.a. áherslu á hækkun almenna frítekjumarksins, að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægsti launataxti og að árlegar hækkanir þessa fylgi launavísitölu. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir fyrir þau verst settu, en eins og fram hefur komið er talið að uppundir tuttugu þúsund manns séu við eða undir lágmarks framfærslumöguleikum. Þar höfum við rætt um sérstakt skattþrep, engar skerðingar og að skoðaðar verði sérstakar greiðslur til þeirra sem eru undir almennu framfærsluviðmiði. Gera þarf fjölmargar breytingar á stagbættu lífeyriskerfi svo að auðvelda megi - og það verði hvetjandi - fyrir þá sem geta og vilja vinna lengur, öllum til hagsbóta. Við höfum sótt samráðsfundi með Tryggingastofnun ríkisins sem m.a. telur að fullbúnir launaseðlar frá TR sjái dagsins ljós á fyrstu mánuðum nýja ársins. Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum. Ég vil að endingu þakka formönnum og stjórnarmönnum eina fimmtán fjarfundi um allt milli himins og jarðar sem viðkemur málefnum eldra fólks og geng glaður til starfa á nýju ári. Gleðilegt ár! Höfundur er formaður LEB - Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Við félagar í LEB - Landssambandi eldri borgara, stjórn þess og kjaranefnd í samráði við 55 félög eldra fólks um allt land, höfum gengið frá sameiginlegri stefnu í kjaramálum og kynnt hana á fjölmörgum fundum víða um land. Umfangsmesta kynningin var á málþingi í Reykjavík núna í haust með yfirskriftinni Við bíðum... ekki lengur! sem var mjög fjölsótt og streymt til þúsunda manna um allt land. Þingmenn, ráðherrar og aðilar vinnumarkaðarins komu til málþingsins þar sem við lögðum m.a. áherslu á hækkun almenna frítekjumarksins, að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægsti launataxti og að árlegar hækkanir þessa fylgi launavísitölu. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir fyrir þau verst settu, en eins og fram hefur komið er talið að uppundir tuttugu þúsund manns séu við eða undir lágmarks framfærslumöguleikum. Þar höfum við rætt um sérstakt skattþrep, engar skerðingar og að skoðaðar verði sérstakar greiðslur til þeirra sem eru undir almennu framfærsluviðmiði. Gera þarf fjölmargar breytingar á stagbættu lífeyriskerfi svo að auðvelda megi - og það verði hvetjandi - fyrir þá sem geta og vilja vinna lengur, öllum til hagsbóta. Við höfum sótt samráðsfundi með Tryggingastofnun ríkisins sem m.a. telur að fullbúnir launaseðlar frá TR sjái dagsins ljós á fyrstu mánuðum nýja ársins. Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum. Ég vil að endingu þakka formönnum og stjórnarmönnum eina fimmtán fjarfundi um allt milli himins og jarðar sem viðkemur málefnum eldra fólks og geng glaður til starfa á nýju ári. Gleðilegt ár! Höfundur er formaður LEB - Landssambands eldri borgara.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar