Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Boðið er upp á leiki í Subway-deild kvenna i körfubolta, enska deildarbikarnum, Ljósleiðaradeildinni og NHL í íshokkí. Þá eru Lokasóknin og Körfuboltakvöld Extra á sínum stað.
Stöð 2 Sport
- Klukkan 19.05 hefst leikur Grindavíkur og Hauka í Subway-deild kvenna.
- Klukkan 21.15 er Körfuboltakvöld Extra á dagskrá en þar verður farið í saumana á Subway deild karla í körfubolta.
Stöð 2 Sport 2
- Klukkan 20.00 er Lokasóknin á dagskrá. Þar verður farið yfir allt sem gerðist í lokaumferð NFL-deildarinnar.
Vodafone Sport
- Klukkan 19.55 hefst útsending frá Riverside í Middlesbrough þar sem lærisveinar Michael Carrick taka á móti Chelsea í enska deildarbikarnum.
- Klukkan 00.05 er leikur Buffalo Sabres og Seattle Kraken í NHL-deildinni í íshokkí.
Stöð 2 ESport
- Klukkan 19.15 er Ljósleiðaradeildin á dagskrá. Þar er sem fyrr keppt í Counter-Strike: Global Offensive.