Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2024 09:33 Frá geimskotinu um helgina þegar Peregrine var skotið af stað til tunglsins. Geimskotið heppnaðist vel en leki kom á geimfarið. United Launch Alliance Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. Peregrine var framleitt af starfsmönnum bandaríska fyrirtækisins Astrobotic en fjármagna að mestu af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Það er fyrsta af um tíu slíkra tungllendingarfara sem verið er að gera í Bandaríkjunum. Lendingarfarinu var skotið af stað til tunglsins um helgina með fyrstu Vulcan eldflauginni frá United Launch Alliance (ULA) og heppnaðist geimskotið sjálft mjög vel. Starfsmenn Astrobotic urðu þó fljótt varir við vandræði og áttu erfitt með að snúa Peregrein svo sólarsellur þess fönguðu geisla sólarinnar nægilega vel. Sjá einnig: Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Það tókst á endanum en eftir að í ljós kom að leki hefði komið á geimfarið. Í yfirlýsingum frá Astrobotic í gærkvöldi og í nótt kom fram að rafhlöður Peregrine séu fullhlaðnar en lekinn feli í sér að ekki sé hægt að halda Peregrine í réttri stöðu gagnvart sólinni í meira en fjörutíu klukkustundir. Þetta er fyrsta myndin sem Peregrine sendi til jarðarinnar úr geimnum. Hlífðardúkurinn sem sést í forgrunni á ekki að vera svo fyrirferðarmikill en eldsneytið virðist leka undir honum.Astrobotic Nota þarf hreyfil á farinu til að halda því stöðugu. Bili hann mun það snúast aftur og það gerist einnig þegar eldsneytið klárast. Núna sé markmið starfsmanna Astrobotic að koma Peregrine eins nálægt tunglinu og hægt sé áður en geimfarið hættir að geta endurhlaðið rafhlöður sínar með sólarorku. Nota eigi þá orku sem er í boði til að gera eins margar tilraunir og mögulegt sé. Update #6 for Peregrine Mission One: pic.twitter.com/lXh9kcubXs— Astrobotic (@astrobotic) January 9, 2024 Markmið starfsmanna Peregrine var að vera fyrsta einkafyrirtækið til að lenda geimfari á tunglinu en hingað til hefur einungis fjórum ríkjum tekist það; Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Indlandi. Til stendur að skjóta öðru lendingarfari frá öðru bandarísku fyrirtæki á loft í næsta mánuði. Bandaríkin lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á þessu ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Peregrine var framleitt af starfsmönnum bandaríska fyrirtækisins Astrobotic en fjármagna að mestu af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Það er fyrsta af um tíu slíkra tungllendingarfara sem verið er að gera í Bandaríkjunum. Lendingarfarinu var skotið af stað til tunglsins um helgina með fyrstu Vulcan eldflauginni frá United Launch Alliance (ULA) og heppnaðist geimskotið sjálft mjög vel. Starfsmenn Astrobotic urðu þó fljótt varir við vandræði og áttu erfitt með að snúa Peregrein svo sólarsellur þess fönguðu geisla sólarinnar nægilega vel. Sjá einnig: Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Það tókst á endanum en eftir að í ljós kom að leki hefði komið á geimfarið. Í yfirlýsingum frá Astrobotic í gærkvöldi og í nótt kom fram að rafhlöður Peregrine séu fullhlaðnar en lekinn feli í sér að ekki sé hægt að halda Peregrine í réttri stöðu gagnvart sólinni í meira en fjörutíu klukkustundir. Þetta er fyrsta myndin sem Peregrine sendi til jarðarinnar úr geimnum. Hlífðardúkurinn sem sést í forgrunni á ekki að vera svo fyrirferðarmikill en eldsneytið virðist leka undir honum.Astrobotic Nota þarf hreyfil á farinu til að halda því stöðugu. Bili hann mun það snúast aftur og það gerist einnig þegar eldsneytið klárast. Núna sé markmið starfsmanna Astrobotic að koma Peregrine eins nálægt tunglinu og hægt sé áður en geimfarið hættir að geta endurhlaðið rafhlöður sínar með sólarorku. Nota eigi þá orku sem er í boði til að gera eins margar tilraunir og mögulegt sé. Update #6 for Peregrine Mission One: pic.twitter.com/lXh9kcubXs— Astrobotic (@astrobotic) January 9, 2024 Markmið starfsmanna Peregrine var að vera fyrsta einkafyrirtækið til að lenda geimfari á tunglinu en hingað til hefur einungis fjórum ríkjum tekist það; Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Indlandi. Til stendur að skjóta öðru lendingarfari frá öðru bandarísku fyrirtæki á loft í næsta mánuði. Bandaríkin lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á þessu ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira